blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 20
20 I SAMSKIPTI KYNJANNA FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 blaöÍA Karlar eru frá jörðinni, konur eru trá jörðinni Var það ekki annars? 43 ára einhleypur Marsbúi óskar eftir samvistum við frækna Venusarmær" Ekki þarf að svipast lengi um í stærri bókaverslunum höfuðborgar- svæðisins til þess að finna uppstill- ingu tileinkaða hinum ógnarstóra sjálfshjálparbransa og ekki þarf að leita lengi þar til að átta sig á því að stór hluti bókanna sem í boði eru snýr með einhverjum hætti að samskiptum kynjanna. Og þær selj- ast „eins og heitar lummur“, líkt og einn viðmælandi Blaðsins, bóksali sem kaus að láta nafns síns ekki getið, staðfesti: „Ég sel ógrynni sjálfshjálparbóka í hverri viku - og oftar en ekki snúa þær að sam- skiptum kynjanna," sagði bóksalinn. Og skyldi engan undra; þar eð sam- skipti kynjanna hafa löngum verið mannfólkinu höfuðverkur er ekki skrýtið að ásókn sé í góð ráð um hvernig best sé að haga þeim. Margar sjálfshjálparbækur hafa náð miklum vinsældum og haft megn áhrif á þjóðfélagið, í það minnsta orðfæri þess og hugtaka- notkun (þó ósagt verði látið hvort að þau áhrif hafi verið til góðs eða hjálpað einhverjum í raun). Hafa þar bækur sálfræðidoktorsins og sambandsráðgjafans Johns Gray um karlana frá Mars og konurnar frá Venus verið afar áberandi. Sú fyrsta og vinsælasta þeirra, „Konur eru frá Venus, karlar eru frá Mars“, kom fyrst út fyrir réttum þrettán árum og náði fljótlega miklum vin- sældum meðal þeirra sem töldu sig hafa átt í erfiðleikum með að skilja hitt kynið fram til þess. Kenning Grays, sem útlistuð er í bókinni, gengur í meginatriðum út á að menn og konur séu svo ólík að upplagi og inntaki að þau gætu allt eins verið frá sitthvorri plánetunni. Vandamál í samskiptum þeirra á milli skapast samkvæmt þessu þegar gengið er út frá því að sálræn virkni þeirra sé af svipuðum meiði og tilfinningalegar þarfir þeirra séu hinar sömu. Konur sækjast eftir viðurkenningu Sem dæmi um þessar mismunandi tilfinningalegu þarfir, sem Gray eignar kynjunum, er að samkvæmt honum eru konur sem kvarta yfir vandamálum, fyrst og fremst að sækj- ast eftir viðurkenningu hlustanda síns á að þau séu til staðar. Karlar sem kvarta yfir vandamálum eru hins vegar að biðja um uppástungur að lausn. Þegar umkvörtunum kvenna er svarað með lausnum verða þær pirraðar og finnst eng- inn hlusta á þær; karlar verða að sama skapi argir þegar umleitunum þeirra er svarað með samúð frekar en ráðleggingum. Meint eðli kynjanna, að dómi Gray, kristallast líklega í því hvað þau leggja gildi í samkvæmt honum og hvernig þau bregðast við vanda- málum. Menn leggja áherslu á vald, dugnað, getu og afrek, en konur leggja áherslu á ást, samskipti, feg- urð og sambönd. Af reynslu Gray að dæma bregðast menn við yfirvof- andi vandamálum með því að halda í „hellinn" sinn og kokka upp lausnir, meðan þau yfirbuga konurnar. Með því að skilja, viðurkenna og taka tillit til þess að menn og konur séu ekki eins - til dæmis með því að kaupa og lesa bók Grays - getum við hins vegar yfirstigið öll vandamálin sem því fylgja. Geta konur þá ekki bakkað í stæði Líkt og áður sagði hafði bók Grays talsverð áhrif á samfélagið og til skamms tíma var ekki þverfótað í fjölmiðlum fyrir umfjöllun um hana og ráðum úr henni. Sýningin Hellisbúinn, sem sett var upp í Loft- kastalanum á síðasta áratug, byggði t.d. mikið á þankagangi Grays um ósamrýmanleika mismunandi eðlis kynjanna, en í henni eyddi gaman- leikarinn Bjarni Haukur löngum stundum í að klóra sér í hausnum með kylfunni sinni og kvarta yfir því að hann skildi ekki konur. Fjöldi svipaðra bóka með svipað þema fylgdi, bækur með titla á borð við ,Af hverju menn gráta ekki og konur geta ekki bakkað í stæði.“ Ætla mætti að í kjölfar allra þessara upp- ljóstrana um eðli kynjanna hefðu samskipti þeirra bæst til muna, en eitthvað virðumst við eiga eftir ólært, því ekkert lát virðist á sölu og útgáfu svipaðra bókmennta. Kenningar Grays hafa verið gagn- rýndar talsvert síðan hann setti þær fram; þykja bera vott um afturhvarf til úreldrar eðlishyggju og festa í sessi úr sér gengnar staðalímyndir. Gray hefur verið átalinn fyrir að vísa ekki í neinar rannsóknir máli sínu til stuðnings, heldur byggja það á eigin reynslu og „tilfinningu' - og í raun er til fjöldi viðurkenndra rann- sókna sem benda til hins gagnstæða; að eðlismunur milli kynjanna sé vart greinanlegur. Jafnvel doktors- gráða Grays hefur verið véfengd, en skólinn sem hann hlaut hana frá var þá aðeins tveggja ára og hefur siðan verið lagður niður. Alitaf pláss til að bæta sig Meðal þeirra sem véfengja kenn- ingar Grays um ósamrýmanleika kynjanna er Dr. Janet Hyde hjá Wis- consinháskóla í BNA, en í kjölfar yf- irferðar sinnar á fjölda rannsókna, sem hafa verið framkvæmdar síð- ustu 20 árin, komst hún að þeirri niðurstöðu að konur og karlar séu í nær engu frábrugðin hvað varðar persónuleika, vitsmunahæfileika, samskipta- og leiðtogahæfni. Hyde fann vissulega einhvern mun á kynj- unum, þeir stærstu vörðuðu árásar- girni, hæfileika til þess að kasta langt, sjálfsfróunartengda hegðun og viðhorf til skyndikynna. Flest persónueinkenni voru hins vegar eins milli kynjanna og munur á milli stafaði samkvæmt þessu af ólíkum væntingum samfélagsins til þeirra, væntingum sem m.a. skapast fyrir tilstilli bóka á borð við „Menn kunna ekki að elda og konur gráta allt of mikið“. Af þessu má ráða að popp-sálfræði og sjálfshjálparbækur geta jafnvel haft skaðleg áhrif. En margar hafa sjálfsagt margt til síns máls, enda miða flestar þeirra að því að miðla uppsafnaðri reynslu mannkyns til þeirra sem þurfa leiðsagnar með. En skyldu ráðin sem í þeim eru gefin hjálpa einhverjum, eða veita þau bara stundarfróun? Áðurnefndur bóksali var efins: „Áhugaverðast við þessa miklu sölu á sjálfshjálpar- bókum er að mér virðist sem sama fólkið kaupi þessar bækur aftur og aftur; ég er farinn að kannast við marga „fastagesti“ í sjálfshjálparhill- unni. Ég get nær fullyrt að sá sem á annað borð kaupir sér sjálfshjálpar- bók á fleiri en eina. Nú mætti álykta sem svo að bækurnar virkuðu ekki sem skyldi, i ljósi þess að dyggir les- endur þeirra þurfa sífellt að fjárfesta í nýjum með reglulegu millibili. En það er svo sem alltaf pláss til þess að bæta sig.“ haukur@bladid. net STEINGEIT 22. desember til 20. janúar Það er eitthvað við persónuleika þessa fólks sem minnir á þunglyndi. Það er alvarlegt og þenkjandi en um leið ber það með sér að vera traust. Venjulega eru raddir steingeitar- fólksins jafnar og þægilegar. En þrátt fyrir það kunna einstaklingar í þessu merki svo sannarlega að ýta frá sér. Steingeitarfólkið heldur sínu striki og getur oft á tíðum verið ótrúlega eigingjarnt. Það fetar sig jafnt og þétt upp metorðastigann og fer ekki troðnar slóðir. Steingeitin vill hafa fast land undir fótum og hún hættir sér ekki á efstu sylluna, hvað sem hana langar til þess, nema að vera viss um að syllan standist þunga hennar. Hún dáist að þeim sem á undan henni eru á meðan hún sjálf fetar sig hinn örugga slóða. Steingeitin sækist eftir velgengni og hún elskar falleg föt og falleg húsgögn. Hún er stif á því að hafa allt á heimilinu í stíl. Þetta fólk er laust við forvitni um annað fólk og lætur sig litlu skipta sögur af náung- anum. Þetta eru frekar feimnar sálir sem hafa nóg um að hugsa og þurfa ekki að leita afþreyingar í sýndar- veruleika. Algengt er að steingeitur, sem eru í yfirmannastöðum, stjórni meira á bak við tjöldin en að þær komi fram og segi sitt álit umbúða- laust. Steingeitin er þrjósk en notar sjaldnast þá eiginleika nema henni sé mikið niðri fyrir. KARLMAÐUR í STEINGEIT Hann reisir gjarnan um sig varnar- vegg. Hann er feiminn en mjög met- orðagjarn. Innst inni þráir hann gullhamra og vill mjög gjarnan láta dást að sér. Satúrnus hlekkjar marga þessa menn og þeim er hætt við að koma frekjulega fram og geta illa tjáð tilfinningar sínar. Hjarta hans er hlýtt og stundum kann að vera að þér finnist brandarar hans barnalegir. Margir menn í steingeit- inni láta eins og þeir geti lifað án hrósyrða, en það er ekki rétt. Þessir menn eru snillingar í að plata sjálfa sig. Láttu hann ekki villa um fyrir þér líka. Steingeitarmaðurinn er ákaflega trygglyndur en sé hann særður blæðir lengi úr sárum hans. Hann getur átt það til að sletta dálítið úr klaufunum á meðan hann er ekki í föstu sambandi, en láttu þér ekki detta í huga að reyna að veiða upp úr honum sögur frá skemmtanalífi hans áður en þið kynntust. I fáum orðum sagt blómstra þessir menn seint, en um miðjan aldur má segja að þeir séu í fullum blóma. Þeir láta sér afar annt um heimili sitt, konu og börn þó starfsframinn sé alltaf í fyrirrúmi. KVENMAÐUR í STEINGEIT Það kann vel að vera að ykkur þyki steingeitarkonan þóttafull í fram- komu. Þessar konur fara sjaldnast troðnar slóðir í klæðaburði, snyrt- ingu eða hárgreiðslu. Þær eru oft áberandi, stundum gamaldags eða glannalega nýtískulegar. En það er nokkuð víst að steingeitarkonan er alltaf fín hverju sem hún klæðist. Hún fer ekki troðnar slóðir í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Flestum konum í þessu merki gengur vel að halda hjónabandinu saman. Það gæti verið vegna þess að þær setja öryggið ofar öllu öðru og því lítil hætta á að þær leiðist út í ævintýri sem gæti eyðilagt öryggi þeirra og barnanna. Hún er góð móðir þó svo að henni þykir margt skemmtilegra en að snúast í kringum angana litlu. En hún bætir það upp með að tryggja þeim öryggi og góða umönnun. Þessar konur eru margar á fljúgandi siglingu upp metorðastigann og telja sér trú um að það sé best fyrir ásvini þeirra að þær nái langt i starfsframa, helst lengra en maðurinn. Þessar konur eru fastar fyrir eins og klettur og geta leynt því hvað þær eyða mikilli orku í að temja sitt erfiða skap. Ef ÞEKKT FÓLK í STEINGEITINNI Helena Rubinstein Jóhanna af Örk Martin Luther King Albert Schweizer Matthías Jóhannessen Davíð Sch.Thorsteinsson. einhverjum verður það á að móðga þær má eins reikna með því að það kosti marga daga ef ekki vikur og mánuði að ná fullum sáttum. Áhrifastjörnur þessa merkis eru; Satúrnus, Mars og Venus. Happadagur: laugardagur og föstudagur. Happalitir: blátt og dökkrautt. Heillasteinar: granat og safír. Happatölur eru oftast: 8 og 9.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.