blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 31

blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 31
bladiö FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 ÍÞRÓTTIR I 31 Styrkleikalistinn í handbolta: Island í 21. - og 26. sæti EHF, (Evrópska handknattleikssam- bandið), hefur gefið út styrkleika- lista fyrir landslið karla og kvenna. Listinn er byggður á árangri liða í Evrópukeppnum síðustu 3 tímabil og sætafjöldi þjóða er einnig ákvarð- aður út frá listanum. í karlaflokki standa okkar menn sig ágætlega, eru í 21. sæti en það þýðir að félagsliðin okkar eiga eitt sæti í meistaradeildinni, eitt í Evr- ópukeppni bikarhafa og eitt sæti í Evrópukeppni félagsliða. Þá eigum við einnig tvö sæti í svokallaðri áskorendakeppni Evrópu. í kvennaflokki færist landsliðið upp um þrjú sæti frá fyrri lista. Þetta gefur tvö sæti í Evrópukeppni félagsliða, tvö í áskorendakeppni Evrópu og eitt sæti í Evrópukeppni bikarhafa. Eins og flestir vita hafa íslensk félagslið þó ekki tekið þátt í öllum þessum mótum á ári hverju og hefur það verið vegna mikils kostn- aðar. Það kemur enginn styrkur til Islands frá EHF eins og tíðkast til dæmis í fótboltanum þar sem háar fjárhæðir koma ár hvert til KSÍ frá knattspyrnusambandi Evrópu. Styrkleikalisti handknatt- leikssambands Evrópu í karla- flokki lítur eftirfarandi út: 1. Spánn 2. Þýskaland 3. Slóvenía 4. Frakkland 5. Ungverjaland 6. Danmörk 7. Rússland 8. Króatía 9. Svíþjóð 10. Serbía og Svarfjallaland 21. Island Styrkleikalisti handknattleiks- sambands Evrópu í kvenna- flokki lítur eftirfarandi út: 1. Danmörk 2. Ungverjaland 3. Spánn 4. Noregur 5. Rússland 6. Slóvenia 7. Þýskaland 8. Frakkland 9. Rúmenía 10. Makedónía 26. ísland Míjsavipgerpir 555 1947 www.husco.is Það er engín ástæða til að tapa á EN Lenpianl EM í handbolta er á Lengjunni. Fylltu út seðil á lengjan.is eða á næsta sölustað og gerðu skemmtilega keppni enn meira spennandi. Nýir leikir daglega. WWW. L ENGJA N. /S

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.