blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 38
38IFÓLK FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 blaöið borgarínn SKÆKJUR Smáborgarinn hefur fylgst með umræðum um réttindi samkynhneigðra. Hressileg umræða, ígrunduð og skynsamleg. Hann var lengi vel óviss um hvað hún snér- ist nákvæmlega, en flóð fréttaskýr- inga og yfirlýsinga hefur fært hann nær upplýsingu. Hún horfir svona við: Yfirvöld hafa unnið að því að bæta réttarstöðu samkynhneigðra og átti sú vinna m.a. að raungervast í frumvarpi sem mun veita þeim aukin réttindi til þess að lifa eins og þær manneskjur sem þeir telja sig vera. Sjálfsagt. Samkynhneigt par er eiginlega alveg eins og gagnkynhneigt, plús/mínus einhverjir Y-litningar. Samstaða var um frumvarpið, allt þar til þingkona bætti við breytingartillögu þess efnis aðformönnum trúfélaga verði kleift að gefa saman tvo ein- staklinga af sama kyni hafi þeir áhuga á. NB: Hafiþeiráhuga á. Einhverjum líst illa á þetta. Þar á meðal biskupi fslands, sem þeysti fram hjóna- bandinu til varnar Nú ber að athuga hverju biskup berst gegn. Frumvarpið felur ekki í sér að þjóðkirkjunni verði gert að gefa einhvern saman frekar en hún vill. Það fel- ur hinsvegar í sér að öðrum trúfélögum er veittur sá réttur, sem þau geta svo nýtt sér. Efþau vilja. Svo fór að þegar biskup var spurður af hverju þjóðkirkjan undi því ekki að Ásatrúar- félagið fengi að gefa saman Palla og Bubba fékkst skiljanleg skýring; það myndi setja þrýsting á kirkjuna sem hún er ekki tilbúin að takast á við. Það er I sjálfu sér skilj- anlegt og í sjálfu sér er einnig skiljanlegt að sum trúfélög standi gegn því að samkyn- hneigðir séu gefnir saman. Það stríðir gegn trú þeirra á því hvernig heimurinn er og virk- ar. En ertrú hvers manns ekki hans einkamál, felur hún ekki í sér persónulegt samband hans við guðlega veru að eigin vali? Þannig er það alla vega í mótmælendatrú, sem er ríkistrú fslendinga. Röksemdafærslur sumra trúfélaga stinga Smáborgara í augað eins og bjálki, þær fela í sér að lagabókstafur okkar, siða- reglur og heimssýn eigi að sækja beint til trúarrita og þær reglur eigi að ganga yfir þorra þjóðar. Um leið og við hættum að fara eftir einhverju af því sem boðað er í Biblí- unni (t.d.j, svo sem að grýta skækjur, borða ekki svínakjöt o.s.frv., þá erum við búin að skera úr um að mannleg skynsemi sé æðri trúarritum í því að ákvarða siðareglur okkar og athæfi. Svo á að heita að við búum í upplýstu sam- félagi. Svo á að heita að löggjafinn sé ekki háður guðlegri forsjón (ólíkt því sem gerist í ríkjum bókstafstrúaðra múslíma). Því ættu lög okkar og siðareglur ekki að taka mið af kröfum einstakra trúfélaga, nema að svo miklu leyti sem meðlimir þeirra eru samfé- lagsþegnar. Þannig virkar lýðræðið. HVAÐ FINNST ÞÉR? Sigurður Sveinsson, handboltakempa Eigum viö séns? „„Auðvitað eigum við séns. Annars værum við ekki að standa í þessu. Ef við vinnum leikinn í dag þá gætum við þess vegna spilað um verðlaunasæti. Það er ekkert flóknara en það. Það er lykilatriði að byrja vel og mér sýnist þetta verða ofboðslega jafnt og spennandi mót. Það verður mórallinn og leikgleð- in sem mun ráða úrslitum.“ EM í handbolta hefst í dag í Sviss. (slendingar keppa í dag við Serba og Svartfellinga. Bim/FMI Allt í himnalagi Poppstjarnan Madonna hefur bitið harkalega frá sér þegar slúðurblaðamenn hafa spurt hana út í orðróm um að fimm ára hjónabandi þeirra Guy Ritchie sé á síðustu metrunum. Söng- og leikkonan hætti við tónleika á Nrj tónlistarverðlaununum í Can- nes í Frakklandi síðastliðinn laugardag og hefur því verið hent fram að or- sökin sé vandræði heima fyrir. Götublaðið New York Daily News hélt því fram í vikunni að hjónin hefðu skilið að borði og sæng en haldi því leyndu. Umboðsmaður Madonnu, Liz Rosenberg, heldur því þó statt og stöðugt fram að sambandið sé traustara en nokkru sinni fyrr og benti því til stuðnings á að Ritchie og börnin hafi í síðustu viku kíkt á töku- stað til Madonnu þar sem hún tók upp myndband fyrir nýjasta lagið sitt. ,Eftir minni bestu vitund er allt í himnalagi hjá parinu,“ sagði hún. Cruise klippir nakta Holmes Ástaratriði þeirra Katie Holmes og Aaron Eckhart, sem sýndi þau nakin í kvikmynd- inni Thank You For Smoking, hefur verið klippt út úr myndinni. Þeir sem þekkja til málsins segja að skipanir um að atriðið skyldi út hafi komið frá unnusta Holmes, Tom Cruise. Hann á að hafa notað áhrif sín sem stórstjarna til að passa að hans heittelsk- aða sæist ekki fáklædd á hvíta tjaldinu. Orðrómur hafði farið af stað um að ansi heita ástarsenu væri að finna í Thank You For Smoking og því kom á óvart þegar hún sást hvergi þegar myndin var sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah. Atriðið var hins vegar að finna þegar myndin var sýnd á Toronto kvikmyndahátíðinni í fyrra. Leikstjóri myndarinnar, Jason Reitman, gantaðist í fréttamönnum þegar þeir spurðu út í skortinn á holdi í myndinni og sagði tæknina hafa verið að stríða kvikmyndagerðamönnunum. „Ef þið viljið sjá kynlífsatriði með Katie Holmes verðið þið bara að leigja The Gift,“ bætti hann við. Holmes, sem ber barn Cruise undir belti, lék ber að ofan í einu atriði þeirrar myndar. Shakira í fasteignaviðskiptum Búist er við því að Shakira, þokkafulla söngkonan frá Kólumbíu, græði litlar 150 milljónir króna fyrir hús sitt við Miami Beach í Flórída sem hún setti á sölu nýlega. Shakira, sem gefur allar sínar plötur út á spænsku og ensku, hyggst selja 600 fermetra heimili sitt fyrir rúmar 350 milljónir kró- na á næstunni. Þetta er enginn kofi en þar eru fimm svefnherbergi, sex baðherbergi og sundlaug. Strandhúsið stendur við Biscayne flóann og er útsýnið víst stórkostlegt, auk þess sem þar er einkabryggja fyrir snekkjur. Ástæðan fyrir því að Shakira vill selja er að henni þykir húsnæðið helst tillítið. FRJÁLST blaöiö ókeypis til heimila og fyrirtækja a"a,irkaía5ablaði6= HEYRST HEFUR... m Islenskir íþóttamenn eru einhverjir óheppnustu ferðalangar sem sögur fara af. Þannig má ganga að því sem vísu að í hvert skipti sem þeir fara til útlanda þá lenda þeir í vandræðum - töskur týn- ast og seinkun verður á flugi sem leiðir auðvitað til þess að menn koma örþreyttir til keppni. Við höfum lesið þúsund svona fréttir. Ferð íslenska landsliðsins í hand- bolta á Evrópumeistaramót- ið í Sviss er engin undan- tekning. Þannig birtist flenni- s t ó r mynd af hetjunum okkar í Morgunblaðinu í gær þar sem þær voru strandaglópar á ónefndum flugvelli úti í heimi. Sama sagan og í öll hin skiptin sem þeir hafa farið út. Það þarf því ekki að koma á óvart ef þeir skyldu nú tapa fyrsta leiknum, ör- þreyttir eftir erfitt ferðalag. Landsbanki Vegir hlutabréfabraskara eru órannsakanlegir. Þannig mælti greiningar- deild Landsbankans með tví í fyrradag að fólk seldi í slandsbanka og tilgreindi tankinn ýmsar ástæður máli sínu til stuðnings. Gott og vel, bankarnir ham hækk- að mikið í verði og því er eflaust skynsamlegt að fara að hægja á sér. Nema hvað... í næstu frétt var sagt frá því að Landsbankinn hefði auk- ið hlut sinn í íslandsbanka um nánast helming og ætti nú rúmlega 5% í honum. Kannski eru Kínamúrarnir milli einstakra deilda svona háir í Landsbankanum, en annars verður maður bara að segja eins og stúlkan í Spaug- stofunni: “Eg ekki skilja.” Kvikmyndahúsagestir tóku eftir því um helg- ina að verið var að auglýsa nýja íslenska kvikmynd. Myndin heitir Blóðbönd en framleiðandi hennar er Snorri Þórisson. Hún er framleidd af hinum íslenska Pegasus í samvinnu við danskt og þýskt fyrirtæki og verður frumsýnd 24. febrúar næstkomandi. Skjár 1 hef- ur sýning- ar á þættinum Geim Tíví í kvöld. Saga þessa þáttar er annars merki- leg. Hann byrjaði á PoppTíví og fór síðan yfir á Sirkus áð- ur en Skjár 1 landaði honum. Sömu umsjónarmennirnir hafa fylgt þættinu í gegnum sjónvarpsflóruna og er varla dæmi um annan þátt sem hef- ur verið á þremur sjónvarps- stöðvum. Geri aðrir betur. Hvað er þetta orðið mikið... með vaski?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.