blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 26
26 I ÝM2SLEGT
FIMMÍUDAGÍNN 26. JANÚAR 2006 blaöiö
Börn eiga það til að horfa
mikið á sjónvarp, jafnvel fyrir
áeggjan foreldra sinna, enda
finnst varla betri barnapía. Það
er svo sem gott og blessað en
nýlegar rannsóknir sýna að of
mikið sjónvarpsáhorf getur leitt
til offitu sem og árásargirni,
en þó fer það eftir innihaldi
sjónvarpsefnisins. Sérfræðingar
ráðleggja að börn skuli ekki
horfa á meira sjónvarp en sem
nemur 1-2 klukkustundum á dag.
Það er því gott að fylgjast með
sjónvarpsnotkun barna og jafnvel
að grípa til þess ráðs að takmarka
sjónvarpsnotkunina. Auk þess
er nauðsynlegt að börn hafi
nægan frítíma til að sinna öðru
en sjónvarps- og tölvunotkun.
Það að stunda íþróttir og leika
við vini er mikilvægur hluti þess
að þróa heilbrigða sál og líkama.
Hér eru nokkrar hagnýtar
leiðir til að fá sem mest út úr
sjónvarpsnotkun barnanna.
Hægterað nota
sjónvarpið til að
útskýra erfiðar
aðstæður og til að tjá
tilfinningar þínar um
erfið málefni, svo sem
kynlíf, ást, eiturlyf,
áfengi reykingar
og svo framvegis.
sem barnið hefur rétt á. Segðu
barninu að það sé einungis
leyfilegt að horfa á sjónvarp
eftir að búið er að læra heima
og vinna húsverkin.
Gerið tilraunir með að banna
sjónvarp algjörlega á virkum
dögum. Það er nógu erfitt að
finna tíma fyrir fjölskylduna
á milli skóla, íþrótta og vina,
hvað þó þegar sjónvarpið er
líka talið með. Takið upp þætti
á virkum dögum eða geymið
,sjónvarpstímann“ fram að
helgum og þá gefst meiri tíma
til að eyða með fjölskyldunni á
virkum dögum.
Settu gott fordæmi og
minnkaðu þína eigin
sjónvarpsnotkun.
Skoðaðu sjónvarpsdagskránna
og leitaðu að þáttum sem
fjölskyldan getur horft á saman,
þroskandi þætti sem innihalda
ekkert ofbeldi. Veldu þætti sem
ýta undir áhuga og vilja til að
læra.
Horfðu á þætti áður en börnin
horfa á þá. Vertu viss um að þér
finnist þættirnir við hæfi áður
en börnin fá að horfa á þá.
Búðu til sjónvarpsdagskrá fyrir
fjölskylduna. Finndu eitthvað
áhugavert sem öll fjölskyldan
samþykkir að horfa á og
hengdu dagskránna einhvers
staðar þar sem allir sjá. Slökktu
á sjónvarpinu um leið og
tiltekinn þáttur er búinn í stað
þess að flakka á milli stöðva
þar til barnið finnur eitthvað
annað til að horfa á.
Horfðu á sjónvarpið með
barninu. Ef þú getur ekki horft
á allan þáttinn þá skaltu að
minnsta kosti horfa á fyrstu
mínúturnar til að átta þig á
innihaldi þáttarins. Eftir það
skaltu líta á þáttinn reglulega
til að vera viss um að innihaldið
sé við hæfi barnsins.
Talaðu við barnið um hvað
það sér í sjónvarpinu og deildu
með því þínum skoðunum og
gildum. Ef eitthvað birtist á
skjánum sem þú ert ekki hrifin
af þá skaltu spyrja barnið
gagnrýnna spurnmga um
efnið, eins og t.d. hvort að það
sé rétt sem maðurinn gerði?
Átti hann að gera eitthvað
annað? Hvað heldurðu að þú
hefðir gert í þessari aðstöðu og
svo framvegis. Ef þú verður var
við fordóma þá er gott að nota
tækifærið til að útskýra að það
eigi að koma vel fram við alla.
Hægt er að nota sjónvarpið til
að útskýra erfiðar aðstæður og
til að tjá tilfinningar þínar um
erfið málefni, svo sem kynlíf,
ást, eiturlyf, áfengi reykingar
og svo framvegis. Kenndu
barninu að efast um og læra af
því sem það sér í sjónvarpinu.
Finndu eitthvað skemmtilegt
að gera í stað þess að horfa
Fylltu sjónvarpsherbergið af
alls kyns afþreyingu til að
hvetja barnið til að gera annað
en horfa á sónvarpið. Sem
dæmi má nefna alls kyns spil,
bækur, púsl, leikföng og svo
framvegis.
Ekki hafa sjónvarp í
barnaherbergjum
Slökkvið á sjónvarpinu á meðan
máltíðum stendur.
Látið sem sjónvarpið sé
forréttindi sem barnið þarf að
vinna sér inn, en ekki eitthvað
Bannið barninu að horfa á sjónvarp á
meðan það gerir heimalærdóminn.
Þorrahlaöborð
frá 20. janúar 2006
Okkar vinsæla
Þorrahlaðborð
með súrum,
heitum o§
kölduin réttuin
ásamt úrvali fiskrétta.
Verð aðeins
á sjónvarpið. Stingdu upp á
einhverjum leik sem þið getið
leikið saman, farið út í göngutúr,
hlustið á tónlist og dansið, lesið
eða sinnið áhugamáli ykkur.
Möguleikarnir eru óendanlegir
þannig að slökkvið endilega
á skjánum og njótið þess
gæðatíma sem þið hafið með
börnum ykkar.
svanhvit@bladid.net
Bjóðum uppá stóra og smáa sali, Koníaksstofu og Isbar,
kaldasti barinn í bænum.
Tilvalið fyrir: fundi, árshátíðir, fermingar, móttökur,
starfsmannapartý eða aðra fagnaði
Vesturgata 2 -101 Reykjavík • Sími 552 3030 • www.kaffireykjavik.is
Netfang: kaffireykjavik@kaffireykjavik.is
Minnkið sjónvarpsáhorf á jákvœðan hátt:
Sjónvarpsáhorf eru forréttindi ekki réttur