blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 23
blaðið FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 VIÐTAL I 23 voru allir úr hópi listamanna, miklir Islandsaðdáendur, sem eru búnir að hóta því að gera okkur rúmrusk ein- hvern daginn.“ Sit aldrei auðum höndum Nú búið þið Jón Baldvin uppi í sveit. Getur félagsvera eins og þú búið ísveit? „Það er nú varla hægt að segja, að þetta sé uppi í sveit, bara tíu mín- útna keyrsla frá Reykjavík. Það er Jón Baldvin, sem er að kvarta. Hann heldur því fram, að við séum einangruð í afdal og búum í hunda- kofa, hann geti engan talað við og verði að flytja til borgarinnar. I fyrsta skiptið í okkar sambúð hef ég hugleitt það að skilja bara við manninn, skila honum aftur í borg- ina. Ég vil vera í sveitinni þar sem mér líður vel. Þeir sem vilja tala við okkur, geta bara komið hingað." Hvað tekur nú við hjá þér, ekki ertu tilbúin að setjast í helgan stein? „Ég hef verið í miklu ati í átta ár, haft umsjón með mörg hundruð fermetra húsum, séð um bókhald, innkaup og rekstur og tekið á móti þúsundum gesta. Ég er orðin þaul- æfð bústýra og ætti kannski að fara út í hótelrekstur. Ég er satt að segja með ýmsar áætlanir, en allt er það leyndarmál ennþá. En eitthvað finn ég mér að gera.“ Þú ert mjög orkumikil manneskja, er það ekki rétt? „Jú, ætli það ekki, ég hef svo sem aldrei verið löt. Ég þótti sporlétt sem krakki, meðan bræður mínir voru heldur sporlatir, þessar elskur. Ég er alltaf með eitthvað á prjón- unum, sit aldrei auðum höndum, og ef ég er ein, þá er ég sjálfri mér nóg. Eigum við ekki að segja, að ég sé forvitin - að það sé forvitnin, sem rekur mig áfram?“ Var undir mikilli pressu Hvernig líkar þér að fólk skuli tala um að Jón Baldvin eigi að snúa aftur í pólitíkina? „Það er ekkilaust við að hrollur fari um mig og að ég setji mig ósjálfrátt í varnastöðu eftir nokkurra ára hlé. Hins vegar lít ég svo á að ef þörf er fyrir Jón Baldvin, þá eigi hann ekki að hika. En það á eftir að koma á dag- inn, hvort þörf er fyrir hann. Hann er að mörgu leyti áhugasamari og ákafari um pólitík núna en áður. Vegna starfa sinna beggja vegna Atlantshafsins hefur hann bætt við sig mikilli þekkingu, og það er synd ef hann getur ekki nýtt hana.“ Var tíminn þegar hann var ípóli- tíkinni oft erfiðurfyrirþig? „Já, ég var undir mikilli pressu, án þess beint að átta mig á því, á meðan á því stóð. Það var ekki fyrr en eftir á, þegar við vorum flutt úr landi, að ég fann til léttis, fannst ég frjáls eins og fuglinn. Fór að njóta þess að vera til, vera ég sjálf. Þetta voru kannski mín bestu ár.“ Hefur líf þitt ekki snúist mikið um Jón Baldvin? „Það hefur verið gott að búa með Jóni Baldvini; hann hefur ekki heft frelsi mitt. Ég sá aðrar konur þurfa að fá leyfi hjá mönnum sínum til að gera eitt og annað, en ég þekki ekkert slíkt. Eg fór mínar leiðir og hann sínar. Það er þetta frelsi, sem skiptir svo miklu í sambúð fólks. Aldrei að verða háður hvort öðru. Þú verður að athuga, að allt þar til Jón Baldvin varð formaður Al- þýðuflokksins, var ég þekktari en hann. Þegar hann varð ráðherra varð ég að draga mig út úr sjónvarp- inu, enda var álagið mikið á þeim árum, og þar á meðal á mér. Alþýðu- flokkurinn var á þessum árum eins og stór fjölskylda, og það var gott fólk sem studdi okkur. Heimilið á Vesturgötunni var eins og járn- brautarstöð. Sífelldur gestagangur og það átti vel við mig því ég vil vera innan um fólk.“ Er spennufíkill Þú ertfyrrverandifegurðardrottn- ing. Stundum hefurðu talað eins og þú hafir séð eftir því að hafa farið í keppnina. „Ég sá eftir því á tímabili en ekki lengur. Malla systir mín var í kvenna- hreyfingunni, og það var viðkvæmt að ég skyldi hafa látið hafa mig út í þetta. Það átti að heita, að ég hefði lítillækkað sjálfa mig, og svei mér þá, ef ég trúði þvi ekki sjálf. Það var mamma sem lagði að mér að fara í þessa keppni og ég sló til í algjöru hugsunarleysi. 1 mörg ár talaði ég ekki um þessa reynslu; reyndi bara að gleyma þessu. Ekki laust við, að þessi titill væri mér til trafala, fjötur um fót. Mér fannst eins og ég væri dæmd úr leik, af því að ég hefði verið fegurðardrottning. Þegar ég var í Finnlandi komst ég hins vegar að því, að finnskar fegurðardrottningar eru í miklu dálæti. Þeir trúa því líklega, að fal- leg kona geti hugsanlega líka verið gáfuð. Menningarmálaráðherrann þeirra er fyrrverandi fegurðar- drottning, og flestar ríkustu konur landsins sömuleiðis. Þær græddu peninga og höfðu vit á að fjárfesta. 1 Finnlandi þykir sem sé upphefð að vera fyrrverandi fegurðardrottning. Þetta kom mér verulega á óvart.“ Skiptir þig tnáli að vera í sviðsljósinu? „Já, ég held að það hafi alltaf skipt mig máli og að sumu leyti er ég spennufíkill.“ Spurt um kennitölu Hvernigfinnst þér að eldast? „Ef líkaminn er í lagi, þá er ekkert að því að eldast. Ég hef satt að segja aldrei leitt hugann að aldrinum fyrr en núna þegar ég er komin heim og farið er að spyrja mig um kennitöl- una mína. Enginn hefur spurt mig um kennitölu í átta ár og engum á að koma við hvað ég er gömul. Þegar ég segi kennitöluna mína, Htur fólk á mig furðu lostið með þennan „gengurhúnennhjálparlaustsvip á andlitinu“. Ég gat ekki fengið keypta nokkra nagla í Húsasmiðjunni um daginn nema með því að gefa upp kennitöluna mína. Það má skjóta því hér inn, að konurnar sem stjórna menningar- lífi Washingtonborgar eru tuttugu árum eldri en ég og voru, þegar ég var þar, enn að stíga í vænginn við sér miklu yngri menn. Engin upp- gjöf þar eða umkvartanir! Hrika- lega ríkar, ekkjur með einn eða tvo eiginmenn að baki, stórglæsilegar og stjórnsamar. Ómissandi, þar að auki. Ég vil frekar taka þessar konur mér til fyrirmyndar en þær konur, sem segjast vera komnar að enda- mörkum, af því að árin eru svo og svo mörg. Aldur er svo huglægur, það skiptir mestu hvernig manni líður sjálfum. Um leið og maður segir: Ég er orðin gömul þá verður maður gamall. Ég hittiviniogkunningjaogþeirspyrja: Hvernig er heilsan? Er aldurinn ekki farinn að segja til sín? Þetta fer í taug- arnar á mér. Kannski er ég dálítið hrædd við að horfast í augu við ald- urinn en mér finnst óþarfi að fólk sé að meta sjálft sig eftir árum. Þegar ég var um þrítugt sagði mamma við mig: „Bryndís mín, fjögurra barna móðir getur ekki klætt sig svona“. Föt skipta mig miklu máli og ég eyði tíma í að hugsa um klæðnað minn. Ég hef minn eigin stíl og það tók mig mörg ár að finna hann. Það var ekki fyrr en ég hafði fundið klæðastílinn að ég fór að verða örugg með sjálfa mig. Ég var ákaflega óörugg fyrri hluta ævinnar. Manni líður betur þegar fer að líða á ævina. Þá hefur maður öðlast sjálfstraust.“ Ertu lífsglöð eða ertu stundum döpur? „Ég verð mjög sjaldan döpur. Ég er alltaf að reyna að kenna sjálfri mér að lifa í núinu. Minni mig oft á hvað það er mikils virði að búa í því stór- kostlega umhverfi sem ég er í og geta horft út um gluggann og séð þetta fallega landslag. Það er ómetanlegt. Ég verð mjög sjaldan döpur og það sækir ekki að mér þunglyndi en stundum hef ég áhyggjur. Ég losna til dæmis aldrei alveg við áhyggjur af börnunum mínum. Ef þeim líður vel þá líður mér vel. Fátt skiptir meira máli en hamingja þeirra sem standa manni næst. Það erfiðasta sem ég hef lifað var að missa Magdalenu systur mína úr krabbameini. Hún var svo ung og það var svo óréttlátt að hún skyldi þurfa að fara frá ungum dætrum sínum. Mamma fór líka of ung. Pabbi var hins vegar saddur lífdaga. Ég var sátt við að hann skyldi fara. Sjálf óttast ég ekki dauðann. Ég hef verið í nánd við dauðvona fólk. Ég fann að það var tilbúið til fararinnar. Það var ró yfir því fólki. Líkaminn og andinn aðlagaðist ástandinu og manneskjan var sátt við að deyja.“ Heldurðu að það sé eitthvað eftir dauðann? „Þetta er spurning sem ég spyr mig á hverjum einasta degi, en ég á ekk- ert svar.“ kolbrun@bladid.net LHGER5HLH VETRHRFHTNHÐUR HF5LHTTUR FERÐA- OG UTIVISTARVERSLUN Skeifunni 6 • Sími 533 4450 • www.everest.is PERSONULEG PJDNUSTR, EHGLEG RRÐGJOE

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.