blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 26.01.2006, Blaðsíða 19
blaðiö FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2006 VÍSINDI I 19 vissmm ckki iynr venjulegt fólk Fœkkun breskra nemenda í vísindagreinum í könnun sem gerð var í Bretlandi fyrir skömmu kom í ljós að 70% 11- 15 ára nemenda sáu venjulegt, ungt og myndarlegt fólk ekki fyrir sér í vísindagreinum. Úrtakið var 11 þús- und nemendur. Af nemendunum voru 80% sem sögðu vísindamenn vinna mjög mikilvæga vinnu og 70% sögðu störf þeirra krefjast mik- ils hugmyndaflugs. Aðeins 40% sögðu vísindamenn vinna leiðinlega rútínuvinnu. Þrír fjórðu nemend- anna sögðu að vísindamenn væru mjög klárir. Þegar nemendurnir voru spurðir hvers vegna þeir vildu ekki verða vísindamenn svöruðu þeir að það myndi leiða til þung- lyndis og þreytu og að þá hefðu þeir engan tíma fyrir fjölskylduna. Stelp- urnar settu það helst fyrir sig að þurfa að ganga í slopp og með stór gleraugu en þannig sáu þær vísinda- menn fyrir sér. Fani Stylianidou, annar aðstand- andi rannsóknarinnar, segir þessa niðurstöðu vekja ugg fyrir framtíð breskra vísinda. Þrátt fyrir að þeir nemendur sem tóku þátt í könnun- inni líti á vísindi sem mikilvæg og spennandi störf sjá þeir sig ekki í þeim störfum. Talsmaður vísinda- sviðs Oxfordsháskóla segir nauðsyn- legt að auka hlutfall nemenda sem leggja stund á vísindi á háskólastigi. Frá árinu 1991-2004 hefur þeim sem taka eðlisfræði á menntaskóla- stigi fækkað um 34% í Bretlandi. Á sama tímabili varð 16% fækkun á nemum í efnafræði og 22% fækkun nemenda í stærðfræði. hugrun@bladid.net Öll rúnnstykki á aðeins Bergstaðastræti 13 - Sími 551 3083 www.bernhoftsbakari.is $ SUZUKI ...er lífsstill! SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. www. suzukibilar. is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.