blaðið - 31.01.2006, Qupperneq 4

blaðið - 31.01.2006, Qupperneq 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 blaöiö Veggjakrot: Engar 500 milljónir Eignaspjöll: Háar bótakröfur vegna veggjakrots Lögregla segir óvenjumikið um veggjakrot upp á síðkastið. Dœmi er um að krafist hafi verið hárra hóta vegna þessa, allt að 600 þúsundum. í frétt Blaðsins á föstudag kom fram í máli starfsmanns Reykjavík- urborgar að til standi að verja allt að hálfum milljarði króna á næstu fimm árum til þess að útrýma veggjakroti af eignum borgarinnar. Sighvatur Arnarsson skrifstofu- stjóri hjá gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkurborgar hafði sam- band við Blaðið og vildi koma því á framfæri að þær upphæðir sem um var rætt eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Það er einhver mikill misskilningur þarna á ferðinni," segir Sighvatur. ,Þannig er, að þetta verkefni er af stærðargráðunni 15 til 20 millj- ónir á ári. Átakið sem við erum í núna snýst um að verða frískari í því að fjarlægja þetta krot en við höfum enga peninga af þessu tagi til að spila úr.“ Sighvatur bætti því við að markmið borgarinnar í þessum málum væri einfaldlega að halda borginni fallegri og hreinni. „Maður vonast svo til þess að fólk virði það að vera ekki að setja svona á eigur fólks án leyfis.“ Eins og fram hefur komið er Reykja- víkurborg í sérstöku átaki sem miðar að því að útmá veggjakrot í borginni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mikið um veggjakrot um þessar mundir. Blaðinu lék for- vitni á að vita hvernig gengi að sak- fella menn fyrir þetta athæfi. „Ef við vitum hverjir hafa framið spjöllin, þá eru þeir kærðir,“ segir lögreglu- maður í samtali við Blaðið. „Það er þá eigandi eignarinnar sem kærir og gerir síðan kröfu um skaðabætur." Að sögn lögreglunnar hefur yfirleitt gengið nokkuð illa að fylgja þessum málum eftir. „Það er allt of sjaldan sem við vitum með vissu hver hefur framið þessi brot.“ Blaðið hefur heimildir fyrir því að mál sé í gangi í kerfinu þar sem einstaklingur hefur verið ákærður fyrir nokkur til- vik veggjakrots. Hann var staðinn að verki við að vera að mála í óleyfi og þótti það verk líkjast svo mjög öðrum eldri, að ástæða þótti til að kæra hann fyrir fleiri verk. Að sögn lögreglunnar er erfitt að sanna að einn og sami aðilinn hafi staðið að Leigumarkaður: Litlar kjallara- holur fyrir offjár Meðalverð á íbúðarleigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu er gríðarlega hátt þrátt fyrir minni eftirspurn og aukinn aðgang að lánsfé til íbúð- arkaupa. Dæmi eru um að 30 til 40 fermetra íbúðir séu leigðar út án sturtu eða baðherbergis á yfir 50 þúsund krónur á mánuði. Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, telur að lítið sé hugsað út í þarfir leigjenda á markaðnum og þeir búi við stöðugt óöryggi. Færri vilja leigja í rannsókn Hagstofunnar á út- gjöldum heimilanna árin 2002 til 2005 kemur fram að hlutfall þeirra er búa í eigin húsnæði eykst á milli ára en að sama skapi minnkar hlut- fall þeirra er búa í leiguhúsnæði. Færri kjósa því að leigja íbúðir en áður en það virðist hafa lítil áhrif á leiguverð sem er núna í kringum 1.500 krónur á fermeter en dæmi eru um ennþá hærra verð. Einstak- lingur, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði í samtali við blaðamann að hann hefði leitað lengi að íbúð á höfuborgarsvæðinu fyrir 50 til 60 þúsund krónur á mánuði. „Það sem mér bauðst voru frekar litlar druslu- legar íbúðir, hálfgerðar kjallara- holur, sem verið var að leigja út fyrir mikinn pening og oft bara mánuð í senn.“ Hagstæðara að steypa sér í skuldir Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, hefur beitt sér fyrir bættum að- stæðum á leigumarkaði á Alþingi en hún telur mikilvægt að gera mark- aðinn að alvöru valkosti fyrir ungt fólk. Hún segir að í dag sé hann ein- faldlega of dýr og bjóði uppá lítið ör- yggi fyrir leigjendur. „Það er orðið hagstæðara fyrir ungt fólk að steypa sér í skuldir vegna íbúðakaupa í stað þess fara út á leigumarkaðinn. Þetta er ekki eðlilegt ástand.“ Katrín telur ennfremur mikilvægt að komið sé á fót öflugum leiguíbúðafélögum að erlendri fyrirmynd þar sem hugsað sé meira um þarfir leigjenda. „Leigu- markaðurinn hér á landi er afskap- lega leigusalamiðaður. Fólk er að leigja út íbúðir sínar tímabundið af því að það hentar því og sjaldan er verið að hugsa út í þarfir leigjenda.“ SJÓNA RHÓLL Gleraugnaverslun Reykjavíkurvegi 22 220 Hafnarfirði 565-5970 Náttúruminjar: Sótt um Surtsey á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna Umhverfisráðherra og menntamálaráðherra undirrituðu umsókn til UNESCO ígær Sigríður Anna Þórðardóttir, um- hverfisráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, undirrituðu í gær umsókn til Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um að Surtsey verði samþykkt inn á Heimsminja- skrá Sameinuðu þjóðanna sem náttúruminjar. „Þetta er umsóknarferli, sem tekur talsverðan tíma,” sagði Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, í samtali við Blaðið að undirritun lokinni. „Við gerum ráð fyrir að það geti tekið eitt og hálft ár, en erum jafnframt afar bjartsýn um afgreiðsl- una,“ sagði ráðherrann. „Ég held að það blandist fáum hugur um sérstöðu Surtseyjar og á þvi byggjum við bjart- sýni okkar." Tilnefning Surtseyjar á Heimsminja- skrá UNESCO verður afhent skrif- stofu heimsminjasamningsins í París miðvikudaginn 1. febrúar nk. Til þess að komast inn á skrána þurfa viðkom- andi náttúru- og menningarminjar að vera einstakar á heimsmælikvarða. „Við bárum gæfu til þess að átta okkur þegar í upphafi á því af hverju einstakt tækifæri gæfist til rannsókna- starfs þegar Surtseyjargosið hófst,“ segir Sigríður Anna. „Þarna fékk líf að þróast án afskipta mannsins, en við höfum fylgst mjög grannt með.“ Friðlandið Surtsey var stækkað veru- lega í síðustu viku og friðun aukin í hafinu umhverfis eyjuna til þess að vernda alla eldstöðina, bæði ofan- og neðansjávar fyrir áhrifum mannsins. Sigríður Anna sagði að búið væri að ákveða að starfsmaður Umhverf- isstofu tæki til starfa í Vestmanna- eyjum á næsta ári, sem hafa myndi umsjón með Surtseyjarverkefninu, en til stendur að efla upplýsingagjöf og eftirlit með Surtsey. Jafnframt fyr- irhugar Vestmannaeyjabær margvís- lega uppbyggingu tengda eldstöðinni einstæðu. Gott úrval eldri umgjarða 1.000,- frá morgni til hádegis Frumkvððull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi öðrum verkum en þeim sem hann er staðinn að verki við að mála. „Það er erfitt. Ef ekki er hægt að bera mynd- irnar saman allveg óyggjandi og ef viðkomandi neitar sök þá er erfitt um sönnun, en við reynum eins og við getum.“ Kærum hefur ijölgað Aðspurður að því hvort lögreglan nýti sér einhverja sérfræðinga til þess að færa sönnur á að viðkom- andi hafi sannarlega málað það sem hann er kærður fyrir, segir hann slíkt koma til greina. „Það er svo- sem hægt að grípa til rithandar rann- sókna á þessu, en við höfum ekki farið út í það hingað til. Hins vegar höfum við reynt að taka saman þau verk sem okkur sýnist vera eins, og borið þau undir aðil- annsemvið höfum grun- aðan.“ Lögreglan segir ekkert sér- stakt átak vera í gangi til þess að handsama veggjakrotara þó kærum hafi fjölgað „Við vildum nú gjarnan gera miklu meira í þessum málum en raunin er. En það hefur verið meira um krot upp á síðkastið og þar af leiðandi meira um kærur. I einhverjum tilvikum hefur viðkom- andi náðst og í nokkrum málum er um að ræða játningar." Lögreglan segir um verulegar bótakröfur að ræða í sumum tilvikum. „Allt upp í 6oo þúsund króna kröfu í einu til- viki en því máli er ekki lokið. Það er allt of sjaldan sem þessir aðilar nást, en kærumálin eru allnokkur á síðustu mánuðum." Að sögn lög- reglumannsins eru veggjakrotarar á öllum aldri. „Þetta er allt frá börnum og upp í rígfullorðið fólk sem er að standa í þessu.“ BlaoiÖ/SteinarHugi ALLT Á HÁLFVIRÐI hfd^ýGzifiihildí Engjateigi 5 Sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.