blaðið - 31.01.2006, Qupperneq 10

blaðið - 31.01.2006, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 bla6Í6 Vopnaöir menn lögðu undir sig skrifstofur ESB Grímuklœddir menn lögðu undir sig skrifstofur Evrópusambands- ins á Gasaströnd til að mótmœla skopmyndum afMúhammeð sem birst hafa í dagblöðum í Noregi og í Danmörku. Enginn sœrðist í aðgerðunum. Paestínumenn kveiktu í norska fánanum fyrir utan skrifstofur Evrópusambandsins á Gasaströnd f gaer. Berlusconi lofar skírlífi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur lofað því að láta kynlíf eiga sig þangað til að loknum þing- kosningum í land- inu sem fram fara þann 9. apríl næst- komandi. Berlusconi, sem er tæp- lega sjötugur og margfaldur millj- arðamæringur, lýsti þessu yfir á kosningafundi á Sardiníu. Skömmu áður en forsætisráðherrann lét þessi orð falla hafði sjónvarpspredikar- inn Massimiliano Pusceddu þakkað honum fyrir skuldbindingar sínar við fjölskyldugildi og andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra. „Ég mun reyna að bregðast ykkur ekki. Ég lofa því að halda mig alger- lega frá kynlífi næstu tvo og hálfa máuðinn eða til 9. apríl,“ sagði Berslusconi. Ekki fylgir sögunni hvernig Veronica Lario, eiginkona Berlusconis tók tíðindunum en hún sést sjaldan opinberlega. Ekíci er víst hvort Berlusconi standi við þetta loforð frekar en mörg önnur, en honum hefur verið legið á hálsi að efna ekki gefin kosn- ingaloforð. Þrátt fyrir að Berlusconi hafi ekki mátt vera að því að efna loforð sín hefur hann haft nægan tíma til að hljóðrita tvær geisla- plötur með ástarlögum frá síðustu kosningum. ■ Grímuklæddir, vopnaðir menn lögðu undir sig skrifstofur Evrópu- sambandsins á Gasaströnd í gær til að mótmæla birtingu Jótlandspósts- ins á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Mennirnir kröfðust þess að dönsk og norsk stjórnvöld bæð- ust afsökunar og sögðu að ríkisborg- urum landanna tveggja yrði ekki hleypt inn á Gasaströnd. Danska utanríkisráðuneytið hvatti í gær Dani til að gæta sérstakrar varúðar í löndum múslima. Teiknimyndirnar tólf birtust í Jótlandspóstinum í september og voru endurbirtar í norska blaðinu Magazinet á dögunum. Bannað er að gera teikningar af spámann- inum samkvæmt íslamstrú af ótta við að það kunni að leiða til persónudýrkunar spámannsins. Teiknimyndunum hefur víða verið mótmælt og sums staðar hefur fólk verið hvatt til að sniðganga danskar vörur. Þá brenndu menn danska fán- ann á götu úti í tveimur bæjum á Vesturbakkanum. Mennirnir réðust inn á skrif- stofur Evrópusambandsins en yfir- gáfu þær fáeinum mínútum síðar. Um 15 grímuklæddir og vopnaðir menn stóðu fyrir utan og sáu til þess að enginn kæmist inn. Ekki var hleypt af skotum og enginn særðist í aðgerðunum. Hersveitir píslarvotta A1 Aqsa moskunnar lýstu yfir ábyrgð á aðgerðunum. Silvio Berlusconi Maður kveikir á kerti fyrir utan sýningar- höllina í Chorzow. Þjóðarsorg í Póllandi Lech Kaczynski hefur heitið því að hafa sjálfur umsjón með rannsókn á tildrögum þess að þak sýningar- hallar í bænum Chorzow hrundi um helgina. Hann hét því jafnframt að slíkt slys myndi ekki endurtaka sig en 66 manns fórust. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í land- inu á sunnudag í kjölfar harmleiks- ins sem talið er að megi rekja til snjóþunga á þakinu. Að minnsta kosti 200 manns voru í höllinni þegar þakið gaf sig. Að minnsta kosti 140 slösuðust, þar af margir útlendingar. ■ Sprenging í flugeldageymslu Líbýa lokar sendiráði sínu Stjórnvöld i Líbýu hafa lýst því yfir að þau hyggist loka sendiráði sínu í Kaupmannahöfn i mótmælaskyni. Sendiherrar nokkurra múslima- ríkja hafa kvartað undan myndbirt- ingunum við Anders Fogh Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur og hótað að sniðganga danskar vörur. 1 síðustu viku kölluðu Sádí arabar heim sendiherra sinn í Kaupmannahöfn. ■ Sextán manns fórust og nærri 40 slösuðust þegar sprenging varð í flugeldageýmslu í Kína á sunnu- dag. Þeir sem létust voru að fagna kínverskum áramótum í grennd við geymsluna þegar hún sprakk. 1 Peking þurftu á annað hundrað manns að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofum um helgina og í borginni Chongqing í suðvestur- hluta landsins kviknuðu nærri 200 eldar af völdum flugelda. ■ Einstök trjáþyrp- ing frá júratíma- bilinu i hættu Sveppasýkingar hefur orðið vart í einstakri og afskekktri trjáþyrpingu í Ástralíu. Talið er að hún hafi borist þangað með óboðnum gesti. Eina þyrping sjaldgæfrar trjáteg- undar, sem hefur verið til frá júra- tímabilinu, er talin vera í hættu. Wollemi-furan var talin útdauð þegar þjóðgarðsvörður gekk fram á þyrpingu tæplega hundrað trjáa í afskekktu gili í Wollemi-þjóðgarð- inum í Ástralíu árið 1994. Staðsetningu trjánna hefur verið haldið vandlega leyndri síðan trén fundust. Fáum er leyft að skoða trén og er klæðnaður og búnaður þeirra ætíð sótthreinsaður vandlega til að koma í veg fyrir sýkingar. 1 nóvember á síðasta ári uppgötv- aðist afbrigði sveppasýkingar í tveimur trjánna sem talið er nán- ast fullvíst að hafi borist með ferða- manni sem hefur farið þangað í heimildarleysi. John Dengate, talsmaður umhverf- isstofnunar Nýju Suður Wales, segir að trjáþyrpingunni kunni að stafa hætta af sýkingunni. „Það veit eng- inn á þessu stigi hve mikil hættan er en við tökum þetta mjög alvar- lega,“ sagði Dengate. Hann sagði að starfsmenn stofnunarinnar væru vongóðir um að þeim tækist að eyða óværunni. Tegundin ekki í útrýmingarhættu Þrátt fyrir allt er tegundin ekki talin Steingervingur af Wollemi-furu. Hún var lengi vel talin útdauö en fyrir rúmum áratug fannst trjáþyrping í Wollemi-þjóð- garðinum í Ástralíu. í útrýmingarhættu þar sem þús- undir trjáa hafa verið ræktuð utan trjáþyrpingarinnar og sum þeirra seld til almennings. „Fururnar hafa verið þarna í um 200 milljón ár án utanaðkomandi áhrifa,“ sagði Dengate og bætti við að þess hefði verið vandlega gætt að starfsfólk bæri ekkert með sér inn í lundinn. „Við skiljum að fólk vilji sjá trén í sínu eðlilega umhverfi en þar sem aðeins eru fáeinir tugir eftir og þau eru afar viðkvæm fyrir sýk- ingum verðum við að biðja fólk um að halda sig fjarri," sagði hann. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.