blaðið - 31.01.2006, Side 16

blaðið - 31.01.2006, Side 16
16 I BÖRN OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 blaðiö Heilinn breytist viðfœðingu barns Mæður eru klárari, óhræddari og sneggri! Það sem einu sinni var sjálfhverf lífvera sem einblfndi á sínar eigin þarfir og eigin sjálfsbjargarviðleitini verður að veru sem einblínir einungis á umönnun og aðhlynningu afkvæmisins. Ekkert dýr á jörðinni sýnir afkvæmum sínum viðlíka umhyggju og manneskjan. Þessi umhyggja er það sem tryggir manninum stöðu sína í ríki náttúrunnar en nýlegar rannsóknir benda til að ástæður þessarar umhyggju séu að finna í líkamlegum breytingum á verðandi mæðrum. Þungun og móðureðli breytir byggingu heila mæðra og gerir þær umhyggju- samari og betri uppalendur. Nánast öll kvenkyns spendýr, frá rottum til mannfólks, ganga í gegnum hegðunarbreytingar á meðan á meðgöngu stendur og þegar móðurhlutverkið tekur við. Það sem einu sinni var sjálfhverf lífvera sem einblíndi á sínar eigin þarfir og eigin sjálfsbjargarviðleit- ini verður að veru sem einblínir á umönnun og aðhlynningu afkvæmisins. Þrátt fyrir að vís- indamenn hafi lengi fylgst með og dáðst að þessari umbreytingu eru þeir fyrst núna að uppgötva hvað veldur henni. Nýjar rannsóknir gefa til kynna að þessar áhrifamiklu hormónabreyt- ingar sem konur finna fyrir meðan á meðgöngu, fæðingu og brjóstgjöf stendur geti endurskapað heila kven- mannsins, stækkað taugafrumur á sumum svæðum heilans og fram- kallað breytingar á öðrum. Þessar breytingar hafa áhrif á móðureðlið, eins og að vernda börn frá hættu, búa þeim öruggari stað og svo fram- vegis. En þessar breytingar hafa líka áhrif á aðra þætti svo sem minni, lærdómsgetu, og svörun við ótta og stressi. Hingað til hafa nagdýr einungis verið rannsökuð en það er líklegt að heilar kvenna breytist líka við meðgöngu og fæðingu. Flest spendýr eru með keimlíkt móður- eðli, sem er sennilega stjórnað af sömu heilasvæðum í mannfólki og í rottum. Veröiaunin eru afkvæmið sjálft Eftir að æxlunarhormónarnirhrinda af stað móðureðlinu þá hættir heil- inn að treysta á hormónana og frá þeim tíma getur afkvæmið hrint af stað sömu tilfinningum. Þrátt fyrir að nýfædd spendýr séu kröfuharðar litlar verur þá er hollusta móður- innar meiri en hjá flestum öðrum dýrum. Fræðingar hið vestra benda á að afkvæmið sjálft gæti verið „verð- launin“ sem eflir móðureðlið. Þegar mæður af rottukyni fá að velja um unga eða kókaín þá velja þær und- antekningarlaust ungana. Nokkrir rannsakendur hafa komið fram með þá tilgátu að þegar ungarnir sjúga spena mæðra sinna þá losnar um lítið magn af endorfíni í líkama móðurinnar. Þetta náttúrulega verkjalyf svipar til deyfilyfja, sem dregur móðurina aftur og aftur að unganum. Sogið og snertingin við ungana getur líka orðið til þess að hríðahormón losnar í líkama móður sem hefur svipuð áhrif á hana. Önnur spendýr, eins og mýs og rottur, skortir sennilega frumefni og hvatir mannfólksins og annast því unga sína vegna þeirrar einföldu ástæðu að það er gott. Finna síður fyrir hræðslu og kvíða Jeffrey P. Lorberbaum, við læknahá- skólann í Suður-Karólínu rannsak- aði heila mennskra mæðra þegar þær hlustuðu á grát barna sinna. Hegðunarmynstur þeirra var svipað og hjá nagdýrum þar sem ákveðin svæði í heilanum lýstust upp við það að heyra ungana gráta. Auk þess komust Andreas Bartels og Semir Zeki frá London að þvi að þau heilasvæði sem hafa stjórn á umbun verða virk þegar mennskar mæður horfa á börn sín. Líkindin á milli mennskra mæðra og nagdýra gefa til kynna að það sé almennt móð- ureðli í heila spendýra við fæðingu afkvæma þeirra. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að rottumæður eru fljótari að næla sér í bráð heldur en rottur sem eru jómfrúr og munaði þar um 220 sekúndur. Eins virð- ast rottumæður finna síður fyrir hræðslu og kvíða. Fertugar mæður lifa lengur Móðureðlið sjálft virðist hafa lang- tímaáhrif á heilsu mæðra. Thomas Perls við háskólann í Boston komst að þeirri niðurstöðu að konur sem urðu óléttar í kringum fertugsald- urinn voru fjórum sinnum líklegri til að lifa til 100 ára aldurs en konur sem urðu óléttar fyrir fertugsaldur- inn. Perls túlkar þessar niðurstöður á þann veg að konur sem urðu nátt- úrulega óléttar við fertugsaldurinn eldast hægar en aðrar. Einnig er mögulegt að meðgangan og móður- eðlið hafi aukið við heila kvennanna á viðkæmum tímapunkti, einmitt þegar breytingarskeiðið minnkar æxlunarhormónana. Vitsmunalegir kostir móðureðlisins geta þar af leiðandi leitt til betri heilsu og lang- lífi. Nýverið hófu rannsakendur að skoða hvort sá hæfileiki að geta gert margt í einu tengist móðureðlinu. Enn sem komið er vita vísindamenn ekki svarið við því en rannsóknir gefa til kynna að heili mannsins sé mjög auðmótanlegur, bygging og virkni hans getur breyst þegar staðið er frammi fyrir áskorun. 1 rann- sóknum háskólans í Regensburg kom í ljós að það fundust brey tingar í heila ungra manna og kvenna sem höfðu lært að gera þrennt í einu. Á sama hátt gætu heilar mæðra breyst í þá átt að þær geta ráðið betur við kröfur foreldrahlutverksins giftu- samlega. Rannsóknir á heilum feðra eru ekki eins langt á veg komnar en benda samt til að heilar feðra breyt- ist og aðlagist á svipaðan hátt og heilar mæðra. svanhvit@bladid.net Þrátt fyrir að nýfædd spendýr séu kröfuharðar litlar verur þá er hollusta móðurinnar meiri en hjá flestum öðrum dýrum. Þegar mæður afrottukyni fá að velja um unga eða kókaín þá velja þær undantekningarlaust ungana. « *> * ■ * *?«* Börn læra >að sem fyrir >eim er haft Það barn sem býr við hnjóð lærir að fordæma. Það barn sem býr við hörku lærir fólsku. Það barn sem býr við aðhlátur lærir einurðarleysi. Það barn sem býr við ásakanir lærir sektarkennd. Það barn sem býr við mildi lærir þolgæði. Það barn sem býr við örvun lærir sjálfstraust. Það barn sem býr við hrós lærir að viðurkenna. Það barn sem býr við réttlæti lærir sanngirni. Það barn sem býr við öryggi lærir kjark. Það barn sem býr við skilning lærir að una sínu. Það barn sem býr við alúð og vináttu lærir að elska. Lestur bóka á að vera skemmtilegur Ert þú dramadrottning eða kóngur? Hlæið, grátið, öskrið og hvíslið. Lestur þarf ekki endilega að vera hljóð athöfn heldur er hægt að um- breyta lestrinum í eins manns sýn- ingu sem mun örva áhuga barnsins á skrifuðu og töluðu orði. Dragðu út dramadrottninguna eða drama- kónginn og leyfðu þeim aldeilis að njóta sín með látbragði, úrvali radda og fleira. Einu sinni var.... Rithöfundar eyða miklum tíma i inngang sögunnar. Það er því við hæfi að gefa orðunum það vægi sem þau eiga skilið með því að leggja áherslu á þau. Gríptu athygli barnsins með ákveðinni en skemmtilegri röddu. Lestu nöfn sögupersóna hægt og ró- lega svo barnið skilji greinilega um hvern er verið að ræða. Bækur snú- ast um persónur svo vertu viss um að barnið viti hver er hvað til að forð- ast rugling. Leiktu persónurnar með mismun- andi röddum. Ef þú hefur tíma þá skaltu skoða bækurnar áður en þú lest þær upphátt fyrir barnið. Ann- ars gætirðu sett persónurnar í stað- alímyndir og gefið vondri prinsessu sæta rödd eða góðum risa skugga- lega rödd. Leitaðu að tónaflæði og sjáðu orðin fyrir þér. Treystu tímaskyni höfund- arins til að leggja áherslu á rétta hluti. Notafiu látbragfi. Þótt þú þurfir ekki afi leika eftir hverri einustu hreyfingu f bókinni þá lifnar textinn vifi ef þú leyfir orðunum að stjórna látbragði þínu. Margar barnabækur hafa að geyma nokkurs konar lag sem gleður unga hlustendur. Talaðu hátt og lágt. Forðastu tón- lausan lestur með því að hækka tóninn og auka hraðann. Setningar sem segja frá örvæntingarfullum aðstæðum skulu lesast hátt og lágt. En setningar þar sem aðstæðurnar eru afslappaðar skal lesast hægt og rólega. Notaðu látbragð. Þegar þú lest bók fyrir barn því þá mun það taka eftir andliti þínu og líkama. Þótt þú þurfir ekki að leika eftir hverri ein- ustu hreyfingu í bókinni þá lifnar textinn við ef þú leyfir orðunum að stjórna látbragði þínu. En forðastu það að ofleika. Leyfðu barninu líka að nota ímyndunaraflið. Þú ert, þrátt fyrir allt, einungis sögumaðurinn. Vertu vakandi fyrir stemningunni í bókinni. Hver einasta saga endar með mikilvægu atriði. Taktu eftir hvernig höfundurinn skapar spennu og notaðu þá þekkingu til að búa til dramatíska spennu. Þér hefur tekist vel upp ef augu barnsins eru galopin af spennu. Að lokum, hægðu á þér og dragðu djúpt andann. Ljúktu bókinni á ró- legri nótum og endaðu á ákveðnum lokum svo ekkert fari á milli mála.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.