blaðið - 31.01.2006, Side 22
30 I ÍPRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 blaöiö
Handbolti: w
3. umferð Islandsmótsins í 5. flokki
Á laugardag og sunnudag voru um
350 stelpur á aldrinum 12-13 að spila
handbolta á Akureyri. Um var að
ræða þriðju umferð íslandsmóts-
ins og því var mikið um að vera.
Keppt var í KA-heimilinu og einnig
í íþróttahöllinni en vegna mikils
fjölda leikja var ekki unnt að hafa
mótið aðeins á einum stað. Kepp-
endur gistu í Lundarskóla sem er
rétt við KA-heimilið. Það voru KA
og Þór sem stóðu að þessari þriðju
umferð og sáu um skipulagningu og
allt mótshald. Vel þótti takast til og
allir skemmtu sér ágætlega.
I flokki A-liða voru 12 lið í tveimur
riðlum. í A-riðli var það Stjarnan
úr Garðabæ sem varð númer eitt
í sínum riðli og Grótta(i) sigraði í
B-riðlinum. Það var síðan Stjarnan
sem sigraði í úrslitakeppninni í
flokki A-liða í 5. flokki. Grótta(i)
varð í öðru sæti, Fylkir í þriðja,
Grótta(3) í fjórða og ÍR í fimmta sæti.
HK(2) varð svo í sjötta sæti, HK(i) í
sjöunda og HK(3) í áttunda. Aðeins
var leikið um átta efstu sætin.
í flokki B-liða voru 11 lið skráð
til leiks og í A-riðli varð lið Gróttu í
fyrsta sæti en í B-riðli urðu 1R og HK
efst og jöfn en fR hafði betri marka-
tölu en liðin skildu jöfn 9-9 og því
varð að fara í markatölu liðanna. Það
varð síðan ÍR sem varð í fyrsta sæti í
úrslitakeppninni, Fylkir varð í öðru
sæti og Stjarnan í þriðja sæti. Fram
varð í fjórða, HK í sjötta, Fram í sjö-
unda og HK í áttunda sæti í flokki
B-liða. Ármann/Þróttur og KR léku
sem gestalið í flokki B-liða.
f C-liða keppninni voru 12 lið
skráð til leiks. Stjarnan sigraði í A-
riðli og Gróttustelpur skipuðu sér
í tvö efstu sætin í B-riðli þar sem
Grótta(i) sigraði. Það var síðan
Stjarnan úr Garðabæ sem sigraði í
flokki C-liða. Grótta(i) varð í öðru
og Fylkir í þriðja sæti. Grótta(3) varð
svo í fjórða sæti, fR í fimmta, HK(2)
í sjötta, HK(i) í sjöunda og HK(3) í
áttunda sæti.
B-lið Hauka
Úr leik Stjörnunnar og
(R í flokki c-liða
Eins og áður kom fram voru sam-
ankomnar um 350 stelpur á Akur-
eyri um helgina ásamt foreldrum
og því má áætla að heildarfjöldinn
hafi verið um eittþúsund. Gott mál.
Því má svo bæta við að heilmikið
myndasafn frá mótinu er hægt að
nálgast á pedromyndir.is.
Þorgerður Atladóttir
Vinátta Hauka og FH
Stjarnan í flokki c-liða
Rooney og Carragher mætast í 16 liða úrslitum Enska bikarsins
Enski bikarinn:
Rauði herínn og rauðu
djöflarnir mætast
I gær var dregið í 16-liða úrslit ensku
bikarkeppninnar. 1 pottinum voru
12 lið úr ensku úrvalsdeildinni. Stór-
Iiðin Liverpool og Manchester Un-
ited drógust saman og verður leikið
á Anfield heimavelli rauða hersins.
Samanlagt hafa þessi lið unnið
bikarinn 17 sinnum. Lið Greame
Souness framkvæmdastjóra Newc-
astle, sem hefur ekki átt sjö dagana
sæla að undanförnu, fær heimaleik
gegn Southampton en Souness var
einmitt framkvæmdastjóri Sout-
hampton fyrir ekki svo löngu siðan.
Smálið Colchester mætir sigurveg-
aranum úr leik Chelsea og Everton
og var Phil Parkinson framkvæmda-
stjóri Colchester í skýjunum með
mótherjann og sagði að þetta borg-
aði reikninga út leiktímabilið að
minnsta kosti. Chelsea og Everton
mætast 8. febrúar til að fá úr því
skorið hvort liðið fer í 16-liða úrslit.
Bofton sem sló út bikarmeistara síð-
asta árs, Arsenal um síðustu helgi,
mætir úrvalsdeildarliði West Ham á
Reebok leikvanginum í Bolton.
Leikirnir í 16-liða úrslitum FA-
bikarkeppninnar eru eftirfarandi:
Preston eða Crystai Palace - Coventry eða
Middlesbrough,
Newcastle - Southampton,
Aston Villa - Manchester City,
Everton eða Chelsea - Colchester,
Charlton - Brentford,
LIVERPOOL - MANCHESTER UNITED,
Bolton -West Ham,
Stoke City - Reading eða Birmingham.
Leikirnir í 16-liöa úrslitunum fara fram
helgina 18.- og -19. febrúar.
Körfubolti:
6-11 börn í körfubolta í Smáranum
Hið árlega KEA-skyr mót í körfu-
bolta fór fram um helgina og var
leikið i Smáranum í Kópavogi. Þetta
er í níunda sinn sem mótið er haldið
og að þessu sinni var metþátttaka.
Alls tóku tæplega 600 keppendur
þátt og komu þau frá 72 liðum. Kepp-
endur voru á aldrinum 6-11 ára og
fengu allir bol og medalíu frá KEA
sem var aðalstyrktaraðili mótsins.
Vegna mikillar þátttöku varð að
þessu sinni að leika nokkra leiki í
íþróttahúsi Kársnesskóla. Að vanda
var aðeins leikið til skemmtunar
en ekki sóst eftir úrslitum eða hver
yrði sigurvegari á mótinu. Því voru
allir sigurvegarar og allir fóru glaðir
heim. Að sögn Péturs Hrafns Sig-
urðssonar eins aðstandanda móts-
ins þá var markmiðið með þessu
móti að hafa gaman og að þeir sem
töpuðu sínum leikjum var til dæmis
stundum reynt að telja í trú um að
þetta skipti engu máli og það var ein-
mitt það sem þetta snérist um. Að
hafa gaman. Það var Breiðablik sem
stóð að mótinu og það er ástæða til
að óska þeim til hamingju með vel
heppnað mót.