blaðið - 31.01.2006, Síða 24

blaðið - 31.01.2006, Síða 24
32 I MENNING ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 2006 blaAÍA Harper Lee kemur úr felum Árið 1960 kom út skáldsagan To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee. Bókin, sem var fyrsta bók höf- undar, fékk Pulitzer verðlaunin árið eftir og hefur selst í rúmlega 10 milljónum eintaka. Gerð var eftir henni fræg kvikmynd þar sem Gregory Peck fór með aðalhlutverkið og hlaut verðug Ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn. Lee er feimin og hlé- dræg og hefur haldið sig fjarri sviðsljósinu allt frá því bókin kom út. Hún veitir ekki viðtöl og kemur ein- ungis örsjaldan fram opinberlega en þá neitar hún að halda ræðu. Aukin áhugi á persónu hennar hefur vaknað eftir kvikmyndina Capote þar sem henni er lýst sem eins konar samvisku æskuvinar hennar Truman Capote. Bráðlega verður frumsýnd myndin Harper Lee.To Kill a Mocking- bird er eina skáldsaga hennar og viðurkennt meistaraverk. Infamous sem einnig fjallar um Ca- pote en þar fer Sandra Bullock með hlutverk skáldkonunnar. Um daginn birtist Lee við verð- launaveitingu í mið- skóla í Alabama en þar er haldin árleg ritgerðarsamkeppni um bók hennar To Kill a Mockingbird. Hin hlédræga Lee, sem er 79 ára, hefur síðustu fimm árin mætt á þessa athöfn og rætt við verðlauna- hafa og stillt sér upp á myndum með þeim. I ár hitti Lee til dæmis unga stúlku sem sagði henni að hún hefði verið skírð Harper vegna þess að móðir hennar las To Kill a Mockingbird þegar hún var barnshafandi og hafði heillast af bókinni. önnur stúlka, 15 ára gömul og verðlaunahafi, hefur lesið skáldsöguna sex sinnum og segir höfundinn vera mikilvægustu Gregory Peck f atriði úrTo Kill a Mockingbird. manneskju í lífi sínu. mikil, er fyrsta persónu frásögn verja blökkumann sem er ranglega To Kill a Mockingbird er eina ungrar stúlku sem elst upp ásamt ákærður um nauðgun. skáldsagan sem hefur komið út eftir bróður sínum hjá föður þeirra sem Lee. Bókin, sem er gríðarlega áhrifa- er ekkill en hann tekur að sér að Þrjátíu ára yfirlits- sýmng Dagana 1-5. febrúar heldur Nýlistasafnið yfirlitssýningu á verkum Curvers Thoroddsen. Listamaðurinn verður þrítugur miðvikudaginn 1. febrúar en þá verður kvöldopnun. Verk á sýningunni spanna allan hans listamannsferil auk verka frá bernsku og unglings- árum en hann hóf feril sinn snemma jafnt í myndlist sem tónlist. Auk myndlistarverka í sýningarsölum verða tón- leikar með hljómsveitum sem Curver er meðlimur í eða hefur unnið með í nánu samstarfi. Hápunktur sýningarinnar er nafnabreyting listamanns- ins en hann mun taka upp nafnið Curver Thoroddsen alfarið á þessum þrítugasta fæðingardegi sínum. Hingað til hefur hann gengið undir hinum ýmsu nöfnum en nafnabreytingin tekur gildi á þeirri mínútu sem hann fæddist á, nánar tiltekið kl. 01:00. Biður listamaðurinn þjóðina, vini sína og vanda- menn að virða ákvörðun sína. Ókeypis er á sýninguna og alla atburði hennar. Sýn- ingin stendur aðeins yfir í fimm daga, 1-5. febrúar. J.K. Rowling. Ekki kemur á óvart að hún á metsölubók ársins í Bretlandi. Rowling og Brown á toppnum í Bretlandi Bretlandi voru nýlega veitt svonefnd Bookseller Bestseller Awards, en eins og nafnið gefur til kynna eru þetta verðlaun sem miðast við metsölu ársins þar í landi. Veitt eru verðlaun í 16 flokkum. Ekki kemur á óvart að Johanna Rowling, höfundur Harry Potter bókanna, og spennu- sagnahöfundurinn Dan Brown eru ótvíræðir sigurvegarar ársins 2005 í Bretlandi. Rowling á metsölubók ársins, Harry Potter og Blendingsprinsinn, sem seldist í tæpum 3 milljónum eintaka. Dan Brown á svo bækurnar í sæti 2-5 sem eru í réttri röð: Da Vinci lykillinn, Englar og djöflar, Blekkingaleikur og Digital Fortress. Þessar bækur Dan Brown einoka svo kiljulista ársins í Bretlandi, í þessari sömu röð. Meðal sigurvegara í öðrum flokkum má nefna að Bóksalinn í Kabúl eftir norsku blaðakonuna Asne Seierstad trónar á toppi listans yfir bækur um pólitík og sagnfræði og Sharon Osbourne á metsölubók- ina í flokki ævisagna og minninga. Skáldið og nœturgalinn í kvöld, þriðjudag 31. janúar kl. 20, halda þau Sólrún Bragadóttir, sópran og sænski baritonsöngv- arinn Thomas Lander ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara söngtónleika í TÍ- BRÁ tónleikaröðinni í Salnum. Á efnisskránni eru sönglög eftir Jos- ephsson, Berg, Grieg, Lindblad, Mendelssohn, Schumann og aríur og dúettar eftir Haydn, Meyer- beer, Verdi, Bellini og Donizetti. Á tónleikunum er ævintýrið um sænsku sópransöngkonuna Jenny Lind, sem fékk viðurnefnið Nætur- galinn, og danska skáldið H.C.And- ersen, fléttað saman með söngvum, aríum og dúettum eftir tónskáld þeirra tima. Allt er þetta tónlist sem Jenný Lind hafði á sinni efnisskrá og sem gerði hana dáða og virta. Má þar til dæmis nefna hlutverk Am- aliu úr óperunni I Masnadieri sem Verdi samdi sérstaklega fyrir hana og einnig Normu eftir Bellini sem jafnframt er hennar best þekkta hlutverk. Sólrún er í hópi okkar þekkt- ustu söngvara en hefur um árabil starfað erlendis. Hún kemur nú ásamt sænska baritonsöngvaranum Thomas Lander og önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, og saman flytja þau þessa forvitnilegu og spennandi efnisskrá. 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 1 2 4 5 8 6 7 3 9 6 3 9 7 2 4 8 5 1 5 8 7 9 3 1 2 6 4 7 1 6 8 4 2 3 9 5 3 9 2 1 5 7 4 8 6 4 5 8 6 9 3 1 2 7 9 7 3 4 6 8 5 1 2 2 4 5 3 1 9 6 7 8 8 6 1 2 7 5 9 4 3 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt i reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eöa lóðrétt. Sömu tölu má auMn heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 6 4 8 9 7 7 2 8 3 6 5 5 1 1 3 2 8 6 7 9 6 5 4 3 9 3 4 1 9 5

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.