blaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 30
38IFÓLK MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 blaðið EITT í DAG, ANNAÐ Á MORGUN Smáborgarinn er rasandi yfir Bandaríkja- mönnum. Hvað er að þessu fólki? Getur það aldrei ákveðið sig? Utanríkisstefna þessa ofurríkis tekur slíkum breytingum að fyrir vindbarinn (slending eins og Smá- borgarann er það líkt og að hann hafi alið manninn í rjómablíðu. Fyrst tóku Bandarikjamenn sig til og réðust inn í írak á grundvelli þess að ofureinræðisharðstjór- inn hann Saddam Hussein væri að fela efna- og kjarnavopn um allt land og af þess- um feluleik hans stafaði þvílík ógn að ekki væri annað gerandi en að yfirbuga kallinn og hans lið. Þetta var auðvitað gert þrátt fyrir hávær mótmæli vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna, og þegar i Ijós kom að engin voru kjarnavopnin, ekki einu sinni svo mikið sem ein lítil sinnepsgassprengja, var brugðið á nýja réttlætingu. Ofurréttlætissannleikansfrelsismerkis- beri Norður Ameríku vildi nú að heimurinn vissi að hin raunverulega ástæða bess að farið var með vopnavaldi inn í Irak var auðvitað lýðræðisást hinna frjálsbornu bandarísku þjóðar. Þjóðarleiðtogar þeir sem höfðu bakkað Bush upp í innrásinni fengu tár í augun af þessari dásemdarhug- myndafræði í framkvæmd og klöppuðu taktinn. Enda farnirað svitna all svakalega í darraðadansinum sem kostar daglega álíka mörg líf óbreyttra íraskra borgara og goslítraneysla meðalfjölskyldu á Islandi. Það er bara, eins fallega og þessi vopn- aða friðarleitun Kananna kann að hljóma, þá eru þeir ekkert sérlega sjálfum sér samkvæmir í lýðræðislostanum. Nú hefur palestínska þjóðin, sú sem hefur verið múr- uð inni í gettói útbúnu af ísraelsmönnum, þeirra sem kvarta sáran undan meðferð Evrópumanna á gyðingum síðastliðnar aldir, kosið sér nýja landsstjórn. Þetta hefur þessi innilokaða þjóð gert eftir leikreglum lýðræðissins, þessa fyrirbæris sem Banda- rikjamenn meta ofar öllu öðru. Þess vegna á Smáborgarinn afar erfitt með að skilja hvað utanríksiráðherra Bandaríkjanna, Condolezzu Rice gengur til með að hvetja þjóðir heims til að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn. Smáborgarinn stóð f þeirri trú að Bandaríkjamenn væru svo lýðræðiselskandi að þessi ráðahagur Palest- ínumanna gæti ekki verið annað en einmitt það sem Bandarfkjamenn eru alltaf að bás- úna. En kannski eru þetta eitthvað flóknari lýðræðisreglur sem þeir eru að tala um þessir Kanar. Kannski hefur þetta eitthvað að gera með rokgróða Exxon og hinna olíu- félaganna og þeirra flóknu reglna allra sem snúast um ósýnilegu höndina. Smáborgar- innjátarsigsigraðanfyrirvindhænsnunum í USA. Þau snúast alltof hrattfyrir einfaldan íslending. HVAÐ FINNST ÞÉR? Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Áttu bágt? „Nei ég á ekki bágt. En þeir sem þurfa að nota svona orðbragð í grafalvarlegri málefnalegri umræðu, það lýsir þeim ansi vel.“ Gunnar Birgisson, bæjarstjóri f Kópavogi hefur farið mikinn gegn andstæðingum sínum í bæjarmálunum í Kópavogi að undan förnu. Að minnsta kosti tvisvar sinnum hefur hann sagt minnihlutamenn í bæjarstjórn „eiga bágt." Vinavitleysan heldur áfram Vinirnir í Friends eru pottþétt á leiðinni aftur á skjáinn samkvæmt gesta- leikkonunni Kathleen Turner. Eins og margir vita var slúðrað um hugs- anlega endurkomu vinanna í fjórum tvöföldum sérþáttum í síðustu viku. Þeir sem ráða málum hjá NBC sjónvarpsstöðinni neituðu öllu en Turner, sem lék móður Chandler Bing í þáttunum, segir að leitað hafi verið til hennar vegna hugsanlegra aukaþátta. „Ég er fullviss um að þau komi aftur saman, þrátt fyrir það sem þið hafið heyrt. Ég veit að höfundarnir eru með einhverjar hugmyndir en veit ekki hvenær þær koma til fram- kvæmda.“ Jessica stelur snyrtivörum Söng- og leikkonan Jessica Simpson stendur frammi fyrir kæru eftir að kona frá Los Angeles ásakaði hana fyrir að herma eftir snyrtivörumerki sínu. Mara Fox fór af stað með Ástardrykkinn/ Love Potion, snyrtivörurnar árið 1989. Nú þykir henni Simpson og samstarfsaðilar hennar Sephora og D’Lish Fragrance hafa stolið hugmyndinni með Desert Beauty Deliciously Kissable Lo- ve Potion fyrir tveimur árum. Jessica Simpson hefur lagt fagurt andlit sitt við snyrtivöruauglýsingar lengi, m.a. fyrir bólumeðferð- arlyfið Proactiv. Pönkarinn Pink Söngkonan (og leikkonan ef maður miðar við Charlies Angels) Pink segir að ljóskur skemmti sér ekki betur en aðrir sbr. enska frasann „Blondes have more fun“. Pink segist skemmta sér mun betur en ljósk- urnar. Nú virðist sem hún hafi lýst yfir striði gegn „heimskum ljósk- um“ þ.m.t. Jessicu Simpson, Britney Spears og Paris Hilton. Pink segist vita að þessar yfirlýsingar muni valda deilum en er vel undirbúin og grínaðist m.a. með að hún væri búin að kaupa skothelt vesti. 1 nýju myndbandi Pink er hún sýnd ganga um líkt og Paris Hilton, með smá- hund í tösku og of litlum bolum. ÍFRJÁLST ■ blaök u ókeypis til heimila og fyrirtækj alla virka daga ^ ía eftir Jim Unger Miðað við Röntgen-myndina myndi ég segja að þú borðir of hratt. HEYRST HEFUR... Egill Helgason gerir Samfylk- inguna að umræðuefni í nýj- um pistli sínum og þá sérstaklega skorti á hæfileikafólki þar á bæ: „Mannvalið í flokknum virðist líka harla veikt; þingmenn eru yfirleitt ekki líklegir til að gefa eftir sæti sín, en flokksforystan þarf að fara að skima eftir nýju fólki.Flokkinnsár- vantar til dæmis öflugan og trúverðugan talsmann í efnahagsmálum. Guðmundur Magnússon hefur líka á réttu að standa þegar hann skrifar í Frétta- blaðið að það sé sérkennilegt að heyra talað um endurkomu Jóns Baldvins í pólitík eins og það sé brandari - auðvitað ætti Samfylk- ingin að ræða í fullri alvöru hvern- ig hún getur notað krafta þessa merkilega stjórnmálamanns. Því hvaða máli skiptir aldur í þessu sambandi - eða viljum við hafa fullt þing af ungliðum sem eru allir eins og sprottnir af sama færi- bandinu?“, segir Egill Helgason. Kvikmyndagagnrýnandi bandaríska dagblaðsins Chic- ago Sun-Times, hinn rómaði Roger Ebert, gefur kvikmynd Baltasars Kormáks, A little trip to heaven, ansi jákvæða um- sögn í umfjöllun sinni um hátíðina. Eða svo mætti álykta, þrátt fyrir að grein Eberts nefni einungis mynd sem nefnist A little bit of heaven. Leikararnir Forest Whita- ker, Julia Stiles og Jeremy Renn- er fá allir góða dóma fyrir leik sinn, en einnig hrósar hann hinu drungalega íslenska landslagi sem er bakgrunnur myndarinnar - seg- ir það nánast verða eina af söguper- sónum hennar. Viðtöl Kolbrúnar Bergþórsdótt- ur hér í Blaðinu eru farin að leita inn í kirkjur landsins. Þannig hljóp Kristján Valur Ingólfsson í skarðið fyrir Lang- holtsprest með litl- um fyrirvara um helgina og greip þá til þess ráðs að leita í viðtal Kol- brúnar við Kára Stefánsson þegar hugmyndir vant- aði að predikun. Kári ræddi meðal annars um Guð í þessu viðtali og fannst Kristáni Val svo mikið til koma að hann vitnaði orðrétt í þann kafla viðtalsins í messunni. Engum sögum fer af viðbrögðum kirkjugesta en auðvitað ber að fagna því ef viðtöl Kolbrúnar eru farin að koma í veg fyrir að messu- fall verði. P áttur Moggans er mikill lieins og flestir vita. En að hann næði alla leið inn í Evrópu- keppnina í handbolta í Sviss vita færri. Það vakti hins vegar athygli í landsleiknum á móti Ungverjum í fyrradag að gera ■■■ni varð hlé á leiknum [IIMjHKj vegna auglýsing- ar frá mbl.is á gólfi íþróttahúss- ins. Þannig var að líming hennar losnaði og var hún orðin hættuleg fótafimum handboltamönnum. Handboltamennirnir fengu hvíld á meðan reynt var að laga hlutina, en víst er að mbl.is hefur vart feng- ið betri auglýsingu í lengri tíma. Vegna mola hér í Blaðinu í gær um brotthvarfHannesarStein- dórssonar sölustjóra frá Sirkus vill hann taka fram að hann hafi sagt upp af eigin frumkvæði. Hannes var fenginn yfir á Sirkus frá Skjá 1 fyrir ekki svo löngu síðan, en hann hefur sem sagt leitað yfir á ný mið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.