blaðið - 18.02.2006, Page 6

blaðið - 18.02.2006, Page 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR * EAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 blaAfö Sérbýli lækka í verði Ibúðaverð á höfuðborgarsvæðinu mun haldast frekar stöðugt næstu mánuði samkvæmt spá greiningar- deildar Islandsbanka frá því i gær. I janúar hækkaði íbúðaverð um hálft prósentustig þrátt fyrir lítil viðskipti og samdrátti í veltu. Þá lækkaði sérbýli á höfuðborgar- svæðinu í verði um 2,7% í janúar en samtals nemur lækkunin rúmum 5% frá þvi í nóvember í íyrra. Á sama tíma hefur fjölbýli hækkað um rúmlega eitt prósent. Strangari skilyrði bankanna fyrir íbúðalánum á ríkan þátt í þessari þróun að mati grein- ingardeildar Islandsbanka www.expressferdir.is Byrjunarlaun slökkviliðsmanna um 108 þúsund krónur á mánuði „Byrjunarlaun slökkviliðsmanna eru mjög lág miðað við að kröfur eru gerðar um fjögurra ára framhaldsnám til að komast í slökkviliðið,“ segir Vernharður Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vernharður er einnig formaður samninganefndarslökkviliðsmanna en samningafundur var haldinn í morgun, laugardag. „Miðað við þá ábyrgð sem slökkviliðsmenn bera í sínu starfi finnst mér ekki ósann- gjarnt að gera kröfur um 175 þúsund króna grunnlaun. ISLAND- TRINIDAD OG TOBAGO 27. FEB. - 1. MARS íslenska landsliðið i knattspymu mætir Trinidad og Tobago 28. febrúar I London. Þetta verður fyrsti leikur Eyjólfs Sverrissonar með íslenska landsliðið. Leikurinn er undir- búningurTrinidad og Tobago fýrir HM og verður eflaust stórskemmtilegur og spennandi. FOTBOLTAFERÐ TIL LONDON 31.900 kr. INNIFALIÐ: Rug og flugvallaskattar, 2 nætur á hóteli I London með morgun- verði og miði á leikinn. Miðað er við að tveir séu saman I herbergi. Samningafundur sem haldinn var á fimmtudag var árangurslaus en þar fengu slökkviliðsmenn til- boð sem hljóðaði upp á 25% hækkun. Ég met stöðuna þannig að ef ekki er samningsvilji á fundinum í dag neyðist slökkviliðsmenn til að grípa til aðgerða.“ Vernharður segir strangar kröfur gerðar til slökkviliðsmanna um end- urmenntun. „Þá þurfa þeir að taka fornám skökkviliðsmanna og grunn- nám sjúkraflutningamanna sem tekur 6-12 mánuði. Að þessu námi loknu hækka slökkviliðsmenn upp i 116.348 krónur á mánuði. Slökkviliðs- menn sinna almennum útköllum, reykköfun og sinna slösuðum á heimilum sínum og í sjúkrabíl, gefa lyf og framkvæma endurlifganir. Eftir atvinnumannanám slökkvi- liðsmanna, neyðarbílanámskeið og þriggja ára starfsmenntun fá slökkvi- liðsmenn 151.836 krónur." Fá 20 þúsund krónur árlega fyrir að vera alltaf til taks Vernharður segir vinnuviku slökkvi- liðsmanna 42 klukkustundir og inn Vernharður Guðnason, formaöur Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkraflutinga- manna. í samningum er innbyggð skerðing á matar- og kaffitímum. „Þess utan eru slökkviliðsmenn með boðtæki allan sólarhringinn, allan ársins hring. Fyrir að vera alltaf til taks fá slökkviliðsmenn einungis 20 þúsund krónur árlega.“ Vernharður segir að miðað við allt sem á undan sé talið sé 25% launahækkun ekki ásættanleg. Til samanburðar má geta þess að iðnaðarmenn sem starfa hjá bæjar- félögum fá um 165 þúsund krónur í grunnlaun. Meirihluti slökkviliðsmanna með einkenni áfallastreitu Það gefur auga leiða að slökkviliðs- menn lenda í ýmsu í starfi sínu enda hefur rannsókn sem hjúkrun- arnemar við Háskólann á Akureyri gerðu sýnt fram á að 10% slökkviliðs- manna greinast með áfallastreitu og 50-60% þeirra hafa einkenni áfallastreitu. Vernharðursegirslökkviliðsmenn hafa dregist aftur úr í launakjörum á síðustu áratugum og að núna nái þeir ekki launum ófaglærðs starfs- fólks sveitarfélaganna. „1 seinni tíð hefur orðið gríðar- leg auking á útköllum og slökkvi- liðsmenn gegna í raun tveimur hlutverkum: Hlutverki slökkviliðs- manns og sjúkraflutningamanns. Báðar þessar séttir eru löggiltar og starfa á eigin ábyrgð og við viljum fá laun í samræmi við það.“ » Nánar á www.expressferdir.is Express Ferðir, Grlmsbæ, Efstalandi 26, slmi 5 900 100 Skráðu þitt tölvupóstfang á ba.com fyrir 31.mars 2006 til að njóta þessa afsláttarfargjalds. Gildirfyrir flug frá Reykjavíktil London. Ljúka þarf ferð fyrir 31. ágúst 2006. Skattar og flugvallargjöld innifalin. Athugið skilmála og skilyrði, nánar á ba.com Vöruskiptahallinn þrefaldast Vöruskiptahallinn á síðasta ári nam um 94,; milljörðum króna samkvæmt úttekt Hagstofunnar Frá 6.073 kr. aðra leið, London hefur aldrei verið nær Kynntu þér málið núna, á ba.com BRITISH AIRWAYS Innflutnlngur á bílum jókst enn í fyrra. á utanríkisverslun árið 2005. Þá voru fluttar inn almennar neyslu- vörur að verðmæti 47 milljörðum árið 200;. Mest flutt út af sjávarafurðum Alls nam innflutningur á síðasta ári tæpum 289 milljörðum en á sama tíma fluttu Islendingar út vörur að verðmæti 194 milljörðum. Heildar- vöruskiptahallinn nam því rúmum 94 milljörðum sem er um 60 millj- örðum meira en árið 2004. Á milli ára jókst verðmæti útflutn- ings um 13 milljarða. Mest var flutt út af sjávarafurðum og nam heildar- verðmæti þeirra alls 110 milljörðum. Þá voru fluttar út iðnaðarvörur að verðmæti 67 milljörðum og land- búnaðarvörur að verðmæti tæpum fjórum milljörðum. Mikil aukning í bílainnflutningi Mest var flutt inn af hrávörum og rekstrarvörum og nam heildarverð- mæti þeirra alls 69 milljörðum og jókst um 8 milljarða milli ára. Þá var mikil aukning á innflutningi bif- reiða og flutningatækja á síðasta ári og jókst hann um 18 milljarða eða úr 40 milljörðum árið 2004 í 58 millj- arða árið 2005. Töluverð aukning varð einnig i innflutningi á neyslu- vörum en heildarverðmæti þeirra nam um 47 milljörðum og jókst um rúma fjóra milljarða milli ára. Tíu sækja um Ásprestakall Alls hafa tíu sótt um embætti sóknarprests í Ásprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn miðvikudag. Það er dóms- og kirkjumála- ráðherra sem skipar í emb- ættið að fenginni niðurstöðu valnefndar sem í sitja fulltrúar úr prestakallinu ásamt vígslu- biskup Skálholtsbiskupsdæmis. Ráðið er i embættið til fimm ára frá 1. maí næstkomandi en þeir sem sóttu um eru: Sr. Elínborg Gísladóttir, sr. Flosi Magnússon, sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sr. Jón Ragnars- son, sr. Ólafur Jens Sigurðsson, sr. Sigurður Jónsson, sr. Yrsa Þórð- ardóttir og sr. Þórhildur Clafs. Nýr og betri heimabanki Þægileg, örugg og hagkvæm leið í bankaviðskiptum - allan sólarhringinn. Upplýsingar í síma 550 1400 eða á www.spron.is * ’spron • _ f\ Ifl ¥• I - fyrir allt sem þú ert

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.