blaðið - 18.02.2006, Síða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
ÁBYRGÐ AUÐVALDSINS
Hvað felst í þeirri staðhæfingu að fyrirtæki á íslandi beri „samfé-
lagslega ábyrgð“? Þessi hugsun er áberandi í þjóðmálaumræðu
nú um stundir en líkt og iðulega gildir um skoðanaskipti um
grundvallaratriði hér á landi verður engan veginn greint nákvæmlega til
hvers er vísað og hvernig skilgreina beri þá ábyrgð, sem sagt er að stærri
fyrirtækjum beri að axla.
Algengt er að forystumenn í stjórnmálum og atvinnulífi geri „samfélags-
lega ábyrgð“ fyrirtækja að umtalsefni í hátíðarræðum eða á samkundum
innvígðra.
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, opinberaði skilning sinn á ábyrgð
stórfyrirtækja í ræðu er hann flutti 17. júní í fyrra. Forsætisráðherra sagði
m.a: „Frelsinu fylgir ábyrgð og skyldur og í litlu þjóðfélagi er sérstaklega
mikilvægt að hinir stærri axli samfélagslega ábyrgð sína, svo hinir minni
fái notið sín í ríkara mæli... Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstak-
lega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp.
Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og
velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun
og fjölbreytni í atvinnulífi.“
Forsætisráðherra getur þess sérstaklega að fyrirtæki beri ábyrgð gagn-
vart starfsmönnum sínum og að framlag þeirra eigi að vera fallið til að
„hinir minni", eins og hann kýs að orða það, fái notið sín. Viðtekið er og í
umræðu um þetta samfélagsfyrirbrigði að auðvaldinu beri að leggja fram
fjármuni til menningarstarfsemi.
Önnur nálgun er hins vegar einnig auðfundin í þessu viðfangi. Hún er
sú að fyrirtækjum beri fyrst og fremst að fara að lögum, greiða skatta og
gjöld og leita ekki leiða til undanskota eða freista þess í krafti fjármagns
að skapa sér einokandi aðstöðu.
Loks má nefna það sjónarmið að í „samfélagslegri ábyrgð“ stórfyrirtækja
felist að ótækt sé að krafan um hagræðingu og arð feli í sér að réttmætt sé
að flytja starfsemi og atvinnu að vild á milli landshluta eða til útlanda og
leggja með því móti jafnvel heilu byggðarlögin í rúst.
Nú þegar íslensku „útrásar-víkingarnir“, eins og einn stjórnmálamaður-
inn kaus að orða það á dögunum, láta sífellt meira til sín taka í útlöndum
vaknar sú spurning hvort krafan um „samfélagslega ábyrgð“ eigi ekki við
um starfsemi þeirra þar. Eru „aðkomumenn“ ef til vill undanþegnir þess-
ari kvöð og gildir það þá einnig um erlenda fjárfesta á íslandi? Athyglis-
vert er að alþýðu- og verkalýðsleiðtogar hér á landi sýna útrás og ábyrgð
íslenskra fjárfesta erlendis lítinn áhuga. Er nauðvörnin slík á heimavelli
að sjálf alþjóðahyggjan situr á hakanum?
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aöalsfmi: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711.
Netföng: vbl@vbi.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: fslandspóstur.
Konotiu' ho H/UsH'H'L to ówcort tí K o H/U/da/j Lton,
/'■' mflm PcoH/ti/% tinocoH/ie/aco
r/ýfrrí. -'.jí-zzí
sk
YtK
Laugarvegi 55b
Borðapantanir i síma 534 4700
www.vinogskel.is
14 I ÁLIT
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 bla6Í6
7.000
6.000
5000
4000
3.000
2000
1 ooo
ÍVWflW frmÍltAR. WvG,2>ie MLL-BCtfM
Vft> VTTIPUM ZrjN 'BjARrSrNtU
wöYorum 199% þA X/EKKAr. úrvp\$-
VíSítALaH KQMSKi AlVKEi flFTUl? •
Æpandi innihaldsleysi
Hvað gerir miðaldra stjórnmála-
maður sem finnur að persónufylgi
hans er að dala og flokkurinn um
það bil að þurrkast út? Jú, hann fer í
náttfötin og hoppar upp í rúm með
Strákunum á Stöð i. Innihaldsleysi
íslenskra stjórnmála náði ákveðnu
hámarki þegar Halldór Ásgrímsson
greip til þessa örþrifaráðs. Vissu-
lega hafa aðrir stjórnmálamenn
djammað í skemmtiþáttum á
ekki ósvipaðan hátt en þegar for-
sætisráðherra landsins á í hlut þá
verður maður óneitanlega hugsi. En
kannski ekkert óskaplega hissa.
Engin stefnumál
íslensk stjórnmál eru í æ ríkari
mæli farin að snúast um yfirborð.
Innihaldið þykir einfaldlega fremur
leiðinlegt. Þetta viðhorf endurspegl-
ast ágætlega í ráðleggingu sem
kosningastjóri ungs frambjóðanda
til borgarstjórnar gaf skjólstæðingi
sinum. En hún var þessi: Vertu
ekki að einblína um of á stefnumál,
fað er hvort sem er svo mikið af
jeim. Einn frambjóðenda Sjálfstæð-
isflokksins var reyndar búinn að
átta sig á þessu lögmáli fyrir löngu
og sagði í viðtali nokkru fyrir próf-
kjör Sjálfstæðismanna í borginni
að hann ætlaði ekki að leggja fram
nein málefni enda skiptu þau engu
máli. Þetta svar kom einhverjum
á óvart en svo var eins og menn
sættust á að þetta væri alveg gilt
viðhorf. Það væri jú verið að kjósa
á milli samherja og því skiptu mál-
efnin engu heldur miklu fremur
það hvern frambjóðanda kjósendur
kynnu best við. Fyrir vikið standa
stjórnmálamenn í bullandi fegurð-
arsamkeppni og tala eins og fegurð-
ardrottningar. Iklisjum. Umleiðog
stjórnmálamaður mætir og ræðir
um málefni er eins og umhverfið
ókyrrist og bíði eftir að hann fari að
verða skemmtilegur.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Sprell stjórnmálamanna
Það er ekkert að því að stjórnmála-
menn fari í viðtöl og mæti í sjón-
varpssal. Það eiga þeir að gera og
svo sannarlega er til bóta að þeir
sýni á sér mannlega hlið en ræði
ekki eins og kaldlyndir tæknikratar
um skipulag og umbætur þannig að
syfja sækir á hlustandann. En þegar
stjórnmálamenn eru farnir að fækka
fötum fyrir framan kvikmyndatöku-
vélar eða hella í sig svokölluðum
,ógeðisdrykk“ í því skyni að hala inn
atkvæði þá hvarflar óneitanlega að
manni sú hugsun að þeir séu að mis-
skilja hlutverk sitt. Stjórnmálamenn
eiga ekki að vera skemmtikraftar
þótt vissulega sé betra að þeir séu
skemmtilegir fremur en leiðin-
legir. Fyrst og fremst eiga þeir að
vinna vinnuna sína, móta stefnu og
koma henni á framfæri. Því miður
eru flestir stjórnmálamenn búnir
að gefast upp á þessu. Kannski
finnst þeim auðveldara að mæta
í fjölmiðla, breyta sér í trúða og
sprella fremur en að leggja málefni
á borðið, berjast fyrir þeim og
gefa hvergi eftir vegna þess að þeir
hafa sannfæringu. Einu sinni var
eitthvað til sem hét ástríðupólitíkus.
Nú eigum við aðallega henti-
stefnustjórnmálamenn.
Sjálfsvirðing til sölu
Fjölmiðlafólk og þáttastjórnendur
eru sífellt að fylla upp 1 dagskrá
sína og til þess þarf viðfangsefni,
sem sagt annað fólk sem er tilbúið
að mæta með litlum fyrirvara.
Kosningabarátta léttir þessu fjöl-
miðlafólki óneitanlega lífið því þá
er hægt að fá frambjóðendur til að
gera nánast hvað sem er. Við eigum
eftir að sjá frambjóðendur í óttalega
ræfilslegum hlutverkum á þeim
mánuðum sem eru til borgarstjórn-
arkosninga. Fæstir munu þora að
skorast úr leik. Það er einfaldlega
svo að þegar kemur að atkvæðas-
mölun missa stjórnmálamenn sjálfs-
virðinguna eða eru tilbúnir selja
hana fyrir spottprís.
Höfundur er blaðamaður
Klippt & skorið
kUpptogskorid@vbl.is
Samfylkingin ætlar greinilega að gera
fjármál sveitarfélaganna að kosn-
ingamáli í vor.
fram sveitarstjórnar-
ráðstefna flokksins og
segir Flosi Eiríksson,
formaður sveitarstjórn-
arráðs Samfylkingar-
innar,að þarséætlunin
að stilla sama strengi
fyrir baráttuna sem
framundan er. Þing-
flokkur Samfylkingarinnar birti á fimmtudag
ályktun um byggðamál þar sem segir að nauð-
synlegt sé að sveitarfélögin fáiaukið sjálfstæði
og trygga tekjustofna sem gera þeim kleift að
eflast af eigin rammleik. Verkefni sveitarfé-
laga og skyldur hafi verið aukin f tfð núverandi
ríkisstjómar en tekjustofnar þeirra hafi ekki
aukist að sama skapi. Hrollur hlýtur að fara um
skattgreiðendur um land allt. Er hér á ferðinni
lítt dulin hótun um hækkanir skatta? Eins og
Reykvíkingar þekkja var R-listinn ekki lengi
að hækka útsvarið upp (topp um leið og færi
gafst til að hiröa skattalækkanir ríkisstjórn-
arinnar úr vösum almennings. Skattpíning
eldrl borgara (Reykjavík er ekki síst til komin
vegna útsvarshækkana vinstri manna (höfuð-
staðnum. Á nú að hirða síðustu hrinu skatta-
lækkana ríkisstjórnarinnar af almenningi?
Jóhanna Sigurðardóttir, þingkona
Samfylkingarinnar, er jafnan sjálfri sér
samkvæm. I nýjasta netpistli sínum
(www.althingi.is/johanna) fjallar hún um
prófkjör og segir: „ótrúlegt fjáraustur fram-
bjóðenda (efstu sætin (prófkjörum flokkanna
fyrir komandl borgarstjórnakosninga f Reykja-
v(k eru alvarlegt áhyggjuefni. Skiptir þá engu
hvort um eraö ræöa frambjóðendur Framsókn-
arflokks, Samfylkingar eða Sjálfstæðlsflokks.
Fjáraustrið er farið að snúast gegn upphaf-
legum markmiðum með prófkjöri. Markmiðið
með prófkjöri var jafnræði allra til þátttöku (
prófkjörum gegn einokurvaldi flokkseigenda
á vali frambjóðenda til alþingis eöa sveita-
stjórna.. Nú eru það peningaöflin, sem hafa
afgerandi áhrif á úrslitin (stað flokkseigend-
anna áður. Samfylk-
ingin hefur verið (
fararbroddi fyrir því
aðkrefjast þessaðsett
verði lög um fjármál
stjórnmálaflokka. Þvi
er ástæða til að gera
þær kröfur til fram-
bjóðenda Samfylking-
arinnar að þeir birti opinberlega útgjöld og
tekjur vegna prófkjörsins og hverjir hafa veitt
þeim fjárhagstuðning."
dag, laugardag, fer