blaðið - 18.02.2006, Side 22

blaðið - 18.02.2006, Side 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 18. FEBRÖAR 2006 blaAÍ6 Hef haldið jarðsambandinu Bim/FMi Samheitalyfjafyrirtækið Actavis er í hópi þeirra fyrirtækja sem vaxið hafa hvað hraðast í heim- inum á undanförnum árum en hefur jafnframt tekist að tryggja betri arðsemi en almennt þekk- ist á þessu sviði. Undir stjórn Róberts Wessman hefur Actavis vaxið úr litlu fyrirtæki og er á sex árum orðið fjórða stærsta sam- heitalyfjafyrirtækið í heiminum. Fyrirtækið starfar nú í 32 löndum í fimm heimsálfum. Þessi undra- skjóti árangur Róberts hefur vakið mikla athygli hér heima og erlendis og á dögunum prýddi mynd af hinum unga forstjóra forsíðu tímaritsins European CEO. Actavis hlaut fyrir skömmu þekkingarverðlaun Félags viðskipta-og hagfræðinga fyrir stefnumótun og stjórnun og er það í annað sinn sem fyrirtækið hreppir verðlaunin. Félagið valdi Róbert einnig sem viðskiptafræð- ing ársins fyrir árið 2004. Actavis fékk viðskiptaverðlaun Viðskipta- blaðsins nýverið, áður hefur Actavis verið kosið markaðsfyrir- tæki ársins af ÍM ARK auk þess að hafa fengið útflutningsverðlaun forseta Islands. „Ástæða þess að okkur vegnar vel er að hjá Actavis starfar kraftmikið fólk með gríðarlega mikinn metnað. Við höfum beint kröftum okkar að ákveðnum þáttum sem eru grunn- urinn að samkeppnishæfni fyrir- tækisins. Við erum með eins mörg lyf í þróun og við mögulega getum. Þeim mun fleiri lyfjum sem maður kemur á markað þeim mun meiri eru vaxtartækifærin og þeim mun minni áhætta er í rekstrinum því ef eitt lyf gengur illa þá eru önnur lyf sem verða til að auka veltuna og um- svifin,“ segir Róbert. „Með því að fara inn á þrjátíu lönd í staðinn fyrir eitt þá er verið að auka tekjumögu- leikana. Við leggjum mikið kapp á að halda öllum kostnaði í lágmarki. Við erum með verksmiðjur á Möltu og í Búlgaríu sem uppfylla ströng- ustu gæðakröfur en kostnaðurinn þar er lægri en í Vestur-Evrópu og samkeppnishæfur við Indland þar sem rekstrarkostnaður er hvað lægstur. Við erum með þróað sölukerfi þannig að um leið og ný lyf koma á markað náum við yfirleitt góðri markaðsstöðu á okkar lykilmörk- uðum. Tekjudreifing okkar á hinum ýmsu mörkuðum er því góð. Og svo skiptir hugarfarið miklu; að vera alltaf tilbúinn að ganga skrefinu lengra en keppinautarnir. Ef ég horfi til baka til ársins 1999 þegar Actavis var lítið íslenskt félag þá höfum við vaxið frá því að vera með hundrað starfsmenn yfir í að vera með tíu þúsund starfsmenn og verða fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. 1 byrjun höfðum við engar forsendur til að ná langt. Við vorum lítið fyrirtæki, með litla fjárhagslega burði, frá einu minnsta landi heims. Við höfðum hins vegar þekkingu á starfseminni og það var metnaður, framsýni og kraftur sem kom okkur áfram. Eftir tvö til þrjú ár verða sennilega ekki nema fimm eða sex stór alþjóðleg samheitalyfjafyrir- tæki í heiminum, sem er afleiðing mikillar samþjöppunar fyrirtækja á markaði. Actavis mun verða eitt þeirra.“ Óbilandi metnaður Róbert er fæddur árið 1969 og verður 37 ára á árinu. Wessman nafnið er upphaflega frá Þýskalandi en Róbert segir flesta sem nú tilheyra ættinni búa í Svíþjóð. „Afi minn fæddist í Danmörku og flutti til Islands eftir að hafa kynnst ömmu á sínum tíma. Þannig kemur nafnið til Islands," segir Róbert sem hóf starfsferil sinn á Hótel Sögu þar sem faðir hans, Wil- helm Wessman, var hótelstjóri. „Ég byrjaði að vinna þar ellefu ára við að bera töskur og fékkst síðan við flest störf þar, var þjónn, vann í gestamót- tökunni og í eldhúsinu. Vinna hefur alltaf skipt mig máli,“ segir hann. „Ég vann með skóla alveg frá því ég var krakki og vitanlega á sumrin og var yfirleitt í tveimur til þremur störfum í einu. Ég held að þetta hafi valdið því að ég varð snemma sjálf- stæður. Auðvitað fékk ég stuðning heiman frá eins og flestir en í grunn- inn vann ég sjálfur fyrir því sem ég eignaðist og ég tel að það hafi verið mér hollt.“ Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst barti? „Ég ætlaði að verða dýralæknir. Þegar nær dró háskólanáminu stóð valið á milli þessa að verða læknir eða viðskiptafræðingur. Ég hugsaði mig mjög vel um og endaði með því að velja viðskiptafræðina. Þegar upp er staðið held ég að hún hafi hentað Markaðsvaktin - Veist þú hvað er að gerast á markaðnum í dag? KEYPIS KwWiiTi Microsoft C E R T I F I E D Sigtúnl 42 105 Reykjavfk Slmi 570 7600 infoOmentis.is ^mentis HUGBUNAÐUR

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.