blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 30
30 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 blaóiö Harður og óvœginn heimur Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samíylkingarinnar, er nýkominn úr leiðangri til eins fátækasta ríkis Afríku, Togo, þar sem samtökin Spes eru að byggja heimili fyrir foreldralaus börn. að fyrirtækin hafi móralska skyldu til að láta hluta af hagnaði sinum renna til mannúðarmála. Þeir hafa tekið mér afburða vel. Það má segja að þetta sé íslensk útrás á sviði mann- úðar og hjálparstarfs." „Ég er barnakarl. Mér fannst svo merkilegt að íslendingar skyldu hafa frumkvæði að því að byggja barna- heimili niður í svörtustu Afríku fyrir munaðarlaus börn að ég sagði strax já þegar Njörður P. Njarðvík, sem er einn frumkvöðlanna, bað mig að ganga í Spes. Þegar hann bað mig síðan að verða fyrsti formaður Is- landsdeildarinnar tók ég því í byrjun víðsfjarri. Það réði úrslitum að ég . hafði sótt lífshamingju mina að veru- legu leyti á barnaheimili í annarri álfu, þar sem ég eignaðist tvær dásam- legar dætur. Ég komst að þeirri niður- stöðu að ég stæði í skuld. Ég er með vissum hætti að greiða hana með því að verja töluverðu af tíma mínum í þetta starf,“ segir Össur þegar hann er spurður af hverju hann er farinn að snúa sér að hjálparstarfi í Afríku. „Starfið hefur gengið vel. íslenskum stórfyrirtækjum hefur vegnað ótrú- lega vel í útrás á síðustu árum, þau hafa hagnast mikið, og það er útbreitt viðhorf hjá forystumönnum þeirra Hvernig var að hitta börnin í fyrsta sinn? „Ég gleymi líklega aldrei tilfinning- unni sem greip mig þegar ég kom inn á barnaheimilið okkar í Togo og horfði yfir barnaskarann sem stóð syngjandi á flötinni. Þótt ég væri að- komumaður fannst mér eins og ég bæri ríka ábyrgð á þeim. En svo setti að mér svolitinn beyg: Hvernig reiðir þeim af þegar þau fara úr öruggu skjóli okkar í Spes? Götur Afríku eru harður og óvæginn heimur. Ég velti því fyrir mér hvernig hægt væri að tryggja framtíð þeirra þegar þau hætta að vera börn og eru ekki lengur í umsjá okkar.“ Ruddaleg nýlendustefna Hvað kom þér mest á óvart í þessari heimsókn? „Örbirgðin. Ég hélt ekki að til væri svona mikil fátækt í heiminum. Nema þá þar sem hamfarir eða stríð hafa geisað. Ég kom að nóttu en þegar ég vaknaði um morguninn og gekk Kornung móðir í Lóme, höf uðborg Togo, með stálpað bam á baki fyrir framan heimili sitt. Konur eiga erfitt líf f Tógó, margar verða þungaðar kornungar og skortur á heilbrigð- isþjónustu veldur þvf að dánartíðni ungra mæðra er há. um hverfið sá ég hálfnakin börn, götur sem voru slóðar ofan á rauðu rykinu úr Sahara eyðimörkinni og hús sem voru hreysi. Fyrst hélt ég að hreysin væru einungis í hverfinu þar sem ég bjó. Svo komst ég að því að Lóme, sem er milljón manna borg, er nánast eintóm hreysabyggð. 1 glugg- unum eru aldrei önnur ljós á kvöldin en blaktandi sprittlampar eða kerti. Það eru heldur engin götuljós í Lóme. Sorpið er ótrúlegt, stórir haugar af rotnandi úrgangi. Fyrir framan bú- stað okkar var gamalt sjávarlón, eins konar safnþró þar sem menn losuðu úrgang sem safnaðist síðan saman við útfallið. Þar stóðu menn síðan í mið læri i eðjunni og reyndu að fleyta mesta sorpinu upp á bakkana. Ég hugsaði með mér: Hvað gerist ef hér brýst út faraldur af einhverju tagi?“ Á hverju lifir þá fólk við svona aðstœður? „Það er örbirgð í Togo en menn svelta ekki. Það vex allt vel og hratt sem stungið er niður í jörðina. Menn lifa af jarðargróða og það virðist vera nóg af honum. Mér fannst athyglis- vert að þrátt fyrir mikla fátækt sér maður færri betlara en á götum Par- isar eða á Austurvelli. Þarna ganga menn heldur ekki með hangandi haus þrátt fyrir örbirgð heldur ríkir líf og fjör, músík, drynjandi trumbu- sláttur og dans, og það er ævintýri lík- ast að vera á mörkuðunum sem iða af lífi. Atvinnuleysið er hins vegar gríðarlegt og hálf þjóðin er ólæs. Heil- brigðiskerfið er í molum. í hverfisskól- anum sem krakkarnir okkar ganga í eru 80-100 nemendur í bekk og þar er ekkert rafmagn. Landið er nánast án nokkurra auðlinda, fyrir utan jarð- veginn. Ekkert fjármagn er í landinu Aida Lóa Leifsdóttir. I höfufiborginni Lóme nær markaðurinn yfir margar götur og þar iðar allt af lífi. Tógóska moldin er frjósöm, og heldur lifi i fátækri þjóð. Á markaðnum eru það konurnar sem sjá um að selja uppskeruna BlaSII/Frikki Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga í bláu húsunum við Faxafen Sími:568 1800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.