blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 18.02.2006, Blaðsíða 32
32 I TILVERAN LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 í WaÖÍÖ Gríman sem reddar öllu... Ég hef aðeins velt fyrir mér hátterni okkar allra og hlutverka- skipan þegar á reynir - þessu lífsins leikhúsi sem mannfólkið tekur ómeðvitað þátt í. Þetta lífsins leikhús er nefnilega svolítið skondið og óneitanlega kaldhæðnislegt þegar tekið er mið af okkur þátttakendunum, viðbrögðum okkar, grímunni og því að „halda alltaf haus - sama hvað á dynur.“ Þetta er nú kannski ekki mikilsvert umræðuefni, en þó kannski eitthvað sem vert er að skoða. Við erum nefnilega öll leikarar og það sem meira er - mörg hver afbragðs leikarar. Eitt dæmi er mér sérstaklega hugleikið í þessu samhengi. Það var þannig að vinkona mín varð fyrir þeirri ógæfu að kærast- inn kvaddi hana eða með öðrum orðum: Hann gaf henni reisu- passann án nokkurs fyrirvara. Þessi vinkona mín (sem hafði verið ástfangin upp fyrir haus) kom að máli við mig og þegar Gott og vel hugsaði ég með mér og furðaði mig á þessari sterku afstöðu vinkonunnar, auk þess að horfa til himins og óska þess að fá einhvern daginn dass af þessum styrk hennar. En það var ekki liðin vika þegar ég barði á dyr hjá henni og út kom út- grátin manneskjan, ósofin og með bauga niður á brjóst. Hún hafði sem sagt ekki tekið þessu eins stórkostlega vel þegar öllu var á botninn hvolft - þvert á móti var henni svo mikið niðri fyrir að ætla mætti að hringja þyrfti á menn í hvítum sloppum! Við nánari athugun getum við séð að við erum öll þátttakendur í leiknum og reynum eftir fremsta megni að halda haus hvað sem öðru líður. Enginn má sjá á okkur aumur og síst af öllu að blikna, töpum fótboltaleik með fullri reisn, líður „ferlega fínt“ þegar makinn er farinn frá okkur eða föllum á prófi og er alveg sama... Eða þar til heim er komið og örugglega enginn annar en heimiliskött- urinn verður vitni að volæðinu. Án þess að ég ætli að hljóma eins og móðir Theresa þegar hún var og hét leyfi ég mér að draga fram þennan löst okkar allra. Kannski höfum við gott af því að taka stundum niður grímuna, leiða fólkið í sannleikann um okkur og hleypa því endrum og eins inn í skúmaskot sálar okkar... á mig eins og illa misskilið fífl og sagði: „Hvað meinarðu? Mér viljum við „missa stoltið“ fyrir framan aðra. Þetta \ er skítsama, eiginlega bara ferlega fegin! Ég var búin að ákveða kemur ekki einungis fram í ástarmálunum heldur 1 að þetta væri ekki að ganga hvort sem er!“ flestum sviðum lífsins. Við missum vinnuna án þess ' — Á i | Halldóra Þorsteinsdóttir HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HE EIMILIÐ Parf hann að vera fullkominn? Hverjar eru vœntingar þínar til hins kynsins? „Hvað er þessi glæsilega kona að gera einsömul?11 er spurning sem margir velta fyrir sér þegar þeir sjá flotta konu á lausu. Oft skilur fólk þetta ekki og hugsar með sér að viðkomandi hafi hreinilega engan áhuga á að kynnast manni. Staðreyndin er hins vegar sú að flestar vilja konur eignast maka og margar eyða nokkrum árum í leit að hinum „eina rétta“. En það er einmitt málið - margar konur eru haldnar fullkomnunaráráttu í þessum efnum og vilja ekkert nema fullkomið mannsefni. Spurningin er einfaldlega - ertu að bíða eftir einhverjum sem er hreini- lega ekki til? IVinkona þín vill koma þér saman við starfsfélaga hennar sem er víst sérstaklega góður maður, skemmtilegur og vegnar vel í starfi. Það er reyndar einn smá galli; hann er sköllóttur. a) Oh, það var nú leiðinlegt. En svona í ljósi þess að maður verður að hafa opinn huga í þessu þá skelli ég mér kannski á eitt stefnumót með honum - maður veit aldrei. b)Kallarðu það að vera sköllóttur galla? Ég myndi kannski kalla það galla ef að maðurinn hefði nýlega komið úr margra ára fangelsi. Skalli er ekkert vandamál! c) Þá verður ekkert úr þessu. Það er ekki möguleiki á að ég verði hrifin af manni sem er minni en i,8o, í slæmu formi og já, án heilbrigðs hárs! 2Fyrsta stefnumótið með spennandi manni var frá- bært - þar til kom að „góða nótt kossinum“ sem var alvarlega slakur. Hvert er álit þitt á honum? a)Þetta er ómögulegur maður. Það ætti að vara mann við svona... Næsti! b)Það er allt í lagi. Það er margt mik- ilvægara en kossahæfni manna, eins og...eins og... ég veit ekki. Hlýt að fínna upp á einhverju... c) Heyrðu - þetta er æðislegur maður og hann kemur mér til að hlæja. Það að kyssa vel er bara eitthvað sem hann lærir, algjört aukaatriði núna. 3Ef þú lítur til baka, hvernig myndirðu lýsaþínum fyrrver- andi sem særði þig og braut hjarta þitt? a) Alveg dæmigerður gæi. Algjörlega • eins og aUir sem ég hef verið með -baraverri. b)Fullkominn, á pappírunum allavega... c) Ekkert sérstaklega góður, en maður lendir auðvitað í einu slíku um ævina í það minnsta. Ég er bara mannleg og þetta hlaut að koma fyrir mig líka. Það er föstudagskvöld og þú getur valið um að eyða kvöld- inu ein heima eða samþykkja annað stefnumót með manni sem þú efast um að sé þín týpa. Hvað gerirðu? a) Heldur þig heima með DVD-mynd og nýtur þess vel. b) Það skiptir ekki máli hvaða ákvörðun þú tekur - eyðir hvort sem er kvöldinu í að óska að þú hefðir gert hitt! c) Þú ferð á stefnumótið. Það er ekk- ert að því að gefa mönnum annað tæki- færi, eðajafnvelþriðja... 5Hvað af eftirtöldu á best við þig varðandi hitt kynið? a) „Ég er bara að skemmta mér með því að fara á stefnumót og það er bara gaman að kyssa nokkra froska áður en ég fínn prinsinn!“ b),„Prinsinn á hvíta hestinum er þarna úti og ég sætti mig þá ekki við neitt minna!“ c)„Maðurinn mun líta dagsins ljós þegar ég á sist von á, en á meðan treysti ég bara innsæi mínu!“ 6Hversu mikinn tíma þarftu með manni til að fá tilfinn- ingu fyrir því hvort þið eigið framtíð saman? a) 5 mínútur geta dugað. b)5 vikur geta auðveldlega mótað hjá manni shka ást. c) 5 ár - örugglega ekki minna. Sérðu mikið af spennandi mönnum þegar þú labbar inn á skemmtistað eða á önnur mannamót þar sem mikið eraffólki? a)Enga! Það er lítið til af ásættan- legum mönnum þarna úti. b)Það eru alltaf einhverjir, en svo bara kemur í ljós við hverja maður talar. c) Það er sko yfirleitt allt vaðandi í mönnum - nóg til af þeim hér á landi skal ég segja ykkur! 8Ef þú sérð fyrir þér komandi kærasta, má hann vera „hald- inn nokkrum göllum" eða er þaðafogfrá? a) Enga galla, takk! Afhverju ekki bara að finna þá einhvern sem er betri?! b) Það er enginn fullkominn og því er úr vegi að vonast til að eignast kærasta sem enga galla hefur. c)Jú, það má alveg vera eitthvað minniháttar en enga stóra galla samt sem áður... 1. a) 2 stig b) 4 stig c) 1 stig 2. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 3. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig 4. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 5. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig 6. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 7. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 8. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 0-9 stig: Það er óhætt að segja að þú sért ein af þeim sem bíður eftir þessum fullkomna. Það þýðir Iftið að reyna að gefa mönn- um tækifæri enda stendur þú f þeirri trú að flestir séu þeir þér ósamboðnir. En þó svo að gott sé að gera kröfur til hins kynsins og velja maka við hæfi getur verið hættulegt að gera kröfur úr hófi fram. Eitt máttu vita - það er enginn fuilkominnl Ef þú stendur í þeirri trú að þessi fullkomni leynist þarna eínhvers staðar ertu á miklum viíligötum, það er ekkert öðruvisi. Reyndu nú að slaka á kröfunum og gefðu sjálfri þér og öðrum tækifæri - þú veist aldrei hvað getur komið út úr þvf að sleppa aðeins takinu á fullkomnunaráráttunni! 10-20 stig: Flestar einhleypar konur eru eflaust svipaðar og þú. Þið gerið ákveðnar kröf- ur en getið þó hugsað ykkur að veita öðrum en frambærilegustu prinsum tækifæri. Manneskja sem hagar sfnum málum á þennan háttinn ber þess merki að vera metnaðarfull og umhugað um eigið Iff, án þess þó að setja sig á stall ofar öllum öðrum. Þetta er bara hið besta mál...l 21-32 stig: Það er ekki mikið sem þú setur fyrir þig þegar kemur að samskiptum og pörun við hitt kynið. Efiaust komast ansi marg- ír inn i huga þinn og vafalaust fleiri en eiga þar heima. An þess að það eigi að hljóma fáránlega verður þó að benda þér á að leggja aðeins meiri metnað i val á hinu kyninu. Auðvitað er ekki átt við að margir séu þær lægri, heldur bara það að við erum öll misjöfn og alls ekki allir sem henta þér. Skoðaðu málin þvi aðeins betur og ekki taka það næsta sem býðst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.