blaðið

Ulloq

blaðið - 18.02.2006, Qupperneq 48

blaðið - 18.02.2006, Qupperneq 48
48 I MENNING LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Maöiö Sálfræðitryllir um svelti, ofát og þráhyggjur Leikritið Hungur eftir Þórdísi Elvu erfrumsýnt í kvöld en þaðfjallar um mat ogþráhyggju á nýstárlegan hátt Emma (Ásta Sighvats Ólafsdóttir) og Dísa (Elma Lísa Gunnarsdóttir) í Hungur. Leikritið Hungur eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann verður frumsýnt í Borgarleik- húsinu í kvöld. Hungur er þriðja verk Þórdísar sem sett er upp af atvinnumönnum þrátt fyrir ungan aldur, en hún er einungis 25 ára gömul. Leikarahópurinn er glæsilegur en hann samanstendur af Helgu Brögu Jónsdóttur, Þor- steini Bachmann, Ástu Sighvats Ólafsdóttur og Elmu Lísu Gunnars- dóttur. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Þórdís varvalintilaðvera fyrsti full- trúi Islands á ráðstefnu í Ástralíu fyrir 50 bestu leikskáld heims undir 25 ára aldri. Handritið að leikritinu Hungur fór því á ráðstefnuna hálfklárað og var unnið þar í samvinnu við leiklist- arfræðinga frá þremur heimsálfum. ,Þetta er sálfræðitryllir því þetta er hvorki kómedía né drama,“ segir Þórdís þegar hún er spurð um inni- hald verksins. „Hungur fjallar um svelti, ofát og alls konar þráhyggjur sem fólk hefur varðandi eigið útlit, líkama, mat og hvernig það tengist sjálfsímyndinni. En þetta er alls ekki fræðsluleikrit eða forvarnarverkefni. Þetta er innsýn inn í ákveðinn heim sem flestu fólki er sem betur fer hul- inn því hann einkennist af mikilli firr- ingu, vanlíðan og þráhyggju. Þetta er í raun og veru mjög raunsönn lýsing á þessu ástandi." Anorexía sem lífsstíll Þórdís segir að hugmyndin að leikrit- inu hafi komið upp fyrir rúmlega ári þegar hún vann í þurri og leiðinlegri skrifstofuvinnu. „Ég þurfti að sitja fyrir framan tölvu allan daginn og var því mikið að vafra á Netinu til að drepa tímann og þá urðu á vegi 99............................... Það er engin furða því til dæmis er Kate Moss hampað eins og hún sé heilbrigð fyrir- mynd ungra kvenna og hún er náttúrlega bara kókaínfíkill. mínum Pro-Ana síður, vefsíður sem mæla með anorexíu sem lífsstíl. Vef- síðurnar boða að það sé allt í lagi að svelta sig, blekkja vini, fjölskyldu og lækninn. Sjúkdómurinn er því tek- inn og málaður léttvægu ljósi og þetta er vitanlega stórhættulegur áróður. Mér brá því mjög mikið þegar ég sá þetta og vitanlega bregður manni því þarna eru fimmtán ára stelpur að skiptast á ráðum um hvernig ber að hylja merki vannæringar. Ég fékk því algjört áfall fyrst en varð svo undar- lega heilluð af þessu því mig langaði svo að komast til botns í því hvað það er sem hrekur fólk svona langt. Hvað er það sem veldur svona ofboðslega mikilli firringu?" Kate Moss hampað sem fyrirmynd Þórdís segir því að þessar vefsiður og sjúku samböndin sem sumir mynda á Netinu hafa verið helsti innblástur verksins enda segir hún að allar úr- kynjanir blómstri á Netinu. „Svo hefur mér lengi blöskrað þróunin í samfélaginu, það er svo ofboðslega mikil útlitsdýrkun sem er orðin svo firrt. Það þarf ekki að leita langt, þetta er sífellt í umræðunni og þeir sem eru með skekkta sjálfsmynd verða sífellt yngri. Það er engin furðu því til dæmis er Kate Moss hampað eins og hún sé heilbrigð fyrirmynd ungra kvenna og hún er náttúrlega bara kókaínfíkill. Samfélagið er á rangri leið og það varð líka inn- blástur verksins. Þess fyrir utan hafa átraskanir verið í ýmiss konar mynd í mínu lífi.“ Unnustinn leikstýrir Þegar Blaðið ræddi við Þórdísi var hún mjög spennt enda frumsýning framundan. „Við erum öll búin að leggja okkur 120% fram og ég er af- skaplega ánægð með alla sem hafa komið að þessu verki. Ég er að vinna með topplistamönnum og það er góður mórall hjá okkur. Leikararnir eru með glæsilegar ferilskrár og þegar ég gerði leikskrána þá varð ég næstum því feimin. Ég er mjög upp með mér að hafa þau í verkinu mínu. Ég vissi náttúrlega að þau voru stórkostlegir listamenn enda búin að æfa með þeim í 6 vikur en að fá að skyggnast í fyrri störf þeirra var áhugavert." Auk leikaranna leikstýrir Guðmundur Ingi verkinu en það vill svo vel til að hann er unnusti Þór- dísar. „Við höfum unnið saman áður en þetta er í fyrsta sinn sem hann leik- stýrir verki eftir mig. Þetta er ekkert sem lærist, stundum sýður upp úr og stundum er sofið sitt hvorum megin í rúminu," segir Þórdís og hlær. „En þegar uppi er staðið er margfalt meira jákvætt og gefandi að vinna saman.“ svanhvit@bladid.net BLACK CAT POOLBORÐ GLÆSILEGT 7 FETA POOLBORÐ FRÁ GÆÐAFRAM- LEIÐANDNUM BCE VERÐ: 95.200,- VERÐÁÐUR: 119.000,- DIISI Sportdeildin • Bæjadind 1-3 • 201 Kópavogur • Sfmi: 577 4040 • www.holeinone.is Níu hluta sett fyrir bæði hana og hann! Hér er allt sem til þarf 5.933,-kr Cyber-skin nuddtæki fyrir konur 5 mismunandi stillingar. 2.993,-kr Reykjavík 517-1773 Sæbraut/Holtavegur Opið Virka daga 10.00 til 22.00 Laugardaga 12.00 til 21.00 Sunnudaga 14.00 til 20.00 Akureyri 461-3031 Sunnuhlið Opið Virka daga 10.00 til 19.00 Laugardaga 12.00 tiM 8.00 Sendum um allt land Sendingar bera ekki nafn Adam og Evu MEGASTORE adamogeva.is Konudagurinn er á morgun. Gefðu spennandi gjöf. Falleg korselett og buxur Margar stærðir 4.933,-kr Bleikt sett Þrjár stærðir 2.993.-kr ID Millenium sleipiefni Hágæða sitikon sem klístrast ekki eða þornar. Vatnshelt! Verð 1.493 litll og 2.493,-kr stór Nuddtæki sem festist á tungu. Þetta er tækið sem var kynnt í Sex-lnspector þættinum á Skjánum. Verð aðeins 5.993,-kr > ’_______y Konduagspakki Unaðskulur Titrari Blindfold Nuddolia Ástarsápa og g-strengur 2.243.-kr / —-" ... Vandaður nuddhringur með mörgum stilli- möguieikum Verð 4.993,- __________ ________ jjr Cyber skin nuddtæki. Efni sem likist húð. Einfaldur hraðastallir. - „Verð 1-893,-kr y Titrandi tunga Notar 2 AA rafhlöður Mjukt gel efni 2.933,-kr ' \ Golden nugget Kraftmikið egg sem notar 9V rafhlöðu 2.893,-kr \_______________ /.... 1 Unaðshringur með tvöföldum titringir 3.993,-kr Korselett og buxur Margar stærðir 2.993,-kr •------------------- Tvö egg tengd i eina fjarstýringu 2.933,-kr Titrandi parahringur 2.933,-kr V 4 I

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.