blaðið - 24.02.2006, Síða 10
10 I EELErjrmH FRÉTTTK
Bónus * Hagkaup • World Class • Hreyfing • Hreís
Reuters
Rannsóknarlögreglumaður við peningageymsluna ITonbridge í Kent í gær þar sem
stórt rán var framið á þriðjudagskvöld. Ræningjarnir höfðu að minnsta kosti 25 milljónir
punda upp úr krafsinu.
Hugsanlega stærsta
rán í sögu Bretlands
Breska lögreglan leitaði í gær manna
sem rændu að minnsta kosti 25 millj-
ónum punda (tæpum þremur millj-
örðum ísl. kr.) úr peningageymslum
í Tonbridge í Kent á þriðjudagskvöld.
Lögregla segir að ránið hafi verið
þaulskipulagt en mennirnir sem
voru dulbúnir sem lögreglumenn
rændu framkvæmdastjóra öryggis-
gæslunnar og fjölskyldu hans til að
komast inn í geymslurnar.
í geymslunum voru geymdir pen-
ingar fyrir Englandsbanka og sögðu
fulltrúar bankans á miðvikudag að
fjárhæðin sem stolið var næmi að
minnsta kosti 25 milljónum punda.
Óstaðfestar fregnir herma að hún
kunni að nema allt að 44 milljónum
punda (rúmlega 5 milljarða ísl. kr.).
Ef satt reynist er ránið það lang-
stærsta í sögu landsins. Bankastjóri
Englandsbanka fór í kjölfar ráns-
ins fram á endurskoðun á öryggis-
málum bankans. Talsmaður bank-
ans sagði í gær að öryggisfyrirtækið
hefði þegar endurgreitt 25 milljónir
punda og myndi inna af hendi frek-
ari greiðslur um leið og ljóst væri
hve miklu hefði verið stolið.
Framkvæmdastjóra ör-
yggisgæslu rænt
Ræningjarnir stöðvuðu bíl fram-
kvæmdastjórans á þriðjudagskvöld.
Maðurinn hélt að mennirnir væru
raunverulegir lögreglumenn og fór
því með þeim í bíl þeirra þar sem
hann var handjárnaður. Ræningj-
arnir hótuðu honum að fjölskyldu
hans yrði gert mein ef hann hjálpaði
þeim ekki.
Tveir ræningjar sem einnig voru
dulbúnir sem lögreglumenn námu
á sama tíma konu og son fram-
kvæmdastjórans á brott.
Sex menn sem sumir voru
vopnaðir ógnuðu og kefluðu
starfsfólk peningageymslunnar,
komu peningunum fyrir í flutn-
ingabíl og óku á brott snemma á
miðvikudagsmorgni.
Hollusta
í hverjum bital
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 blaöiö
íranar heita stjórn
Hamas stuðningi
Ali Larijani, þjóðaröryggisráðgjafi ír-
ans, hét því á miðvikudag að útvega
palestínskum yfirvöldum undir for-
sæti Hamas-samtakanna fjárstuðn-
ing. „Við munum án nokkurs vafa
aðstoða þessa stjórn fjárhagslega
til að hún geti staðist harðneskju
Bandaríkjamanna,“ sagði Larijani
eftir fund hans og Khaled Meshal,
háttsetts leiðtoga í Hamas-samtök-
unum, í Teheran á miðvikudag.
Larijani skýrði ekki frá því í smá-
atriðum hvernig staðið yrði að að-
stoðinni eða hversu mikil hún yrði.
Hamas-samtökin sem unnu sigur
í þingkosningum í síðasta mánuði
komust að samkomulagi um stjórn-
armyndunarviðræður við Fatah-
hreyfinguna á miðvikudag.
Israelsmenn hafa hætt mánað-
arlegum tolla- og skattgreiðslum
til Palestínumanna sem nema 50
milljónum Bandaríkjadala. Þetta
hefur leitt til tekjuhalla sem nemur
110 milljónum Bandaríkjadala á
mánuði. Bandaríkjamenn og ísraels-
menn halda því fram að íranar leggi
þegar sitt af mörkum til fjármögn-
unar Hamas-samtakanna en því
neita stjórnvöld í íran.
Sádí-Arabar halda áfram
fjárstuðningi
Stjórnvöld í Sádí-Arabíu lýstu því
NATO verður árum
saman í Afganistan
ast A1 Qaeda samtökunum hafa
haldið uppi mótstöðu.
Gauthier sagði að uppbyggingar-
starf hersveita NATO í suðurhluta
Afganistans á næstu mánuðum
væri stærsta verkefni bandalags-
ins í mörg ár og jafnvel áratugi
enda ætti þjóðin við mikil vanda-
mál að stríða.
Andófsmaður
látinn laus
Kínverski blaðamaðurinn, Yu
Dongyue, var látinn laus úr fangelsi
í Kína á miðvikudag eítir að hafa
setið inni í nærri 17 ár fyrir að hafa
slett málningu á mynd af Maó
formanni í mótmælunum á Torgi
hins himneska friðar árið 1989.
Yu og tveir vinir hans köstuðu
eggjum fylltum af rauðri máln-
ingu á fræga mynd af af Maó sem
stendur við inngang að Forboðnu
borginni á torginu. Fjölskylda
Yu hefur áhyggjur af geðheilsu
hans eftir fangelsisdvölina.
Bróðir hans Yu Xiyue sem
heimsótti hann í fangelsið á
síðasta ári segir að hann hafi ekki
þekkt sig og samtökin Frétta-
menn án landamæra segja að
hann hafi tapað geðheilsunni
vegna pyntinga í fangelsinu.
Auglýsingadeild 510-3744
blaðid=
Michel Gauthier, yfirmaður kan-
adískra friðargæslusveita í Afgan-
istan, sagði að hersveitir á vegum
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
verði í landinu árum saman í
viðtali við breska dagblaðið The
Guardian á miðvikudag.
Hermönnum á vegum alþjóð-
legra öryggis- og friðargæslusveita
mun fjölga um 6000 á næstu mán-
uðum og verða alls 16.000 í suður-
hluta landsins. Þar hafa fram að
þessu um 20.000 hermenn undir
stjórn Bandaríkjamanna leitt bar-
áttuna gegn uppreisnarmönnum.
Friðargæsluliðarnir munu
meðal annars sjá um uppbygging-
arstarf og berjast gegn eiturlyfja-
verslun í Helmand-héraði þar sem
Talibanar og vígamenn sem tengj-
ENN MEIRI AFSLATTUR:
500,1000,2000 OG 3000 KR SLÁR.
Ótrúleg verð Komdu og nýttu þér þetta einstaka tækifæri.
Sissa Tískuhús Glæsibæ
Opið 10-18.00 virka daga og laugardaga 10-16.00 Sími 5625110
Fagralund við Furugrund Kópavogi
Námskeið hefjast 8. mars
Skráning í síma 891 7190
Kennari:
Sigríður Guðjohnsen
Rope Yoga kennari
www.sigga.is
Aziz Dweik, forseti þings Paiestínumanna, kemur af fundi með Ahmed Qurie, fráfar-
andi forsætisráðherra Palestínumanna, I borginni Ramallah á Vesturbakkanum í gær.
Fatah-hreyfingin féllst á að hefja viðræður um stjórnarmyndun við Hamas-samtökin á
miðvikudag.
yfir á miðvikudag að þau væru
ófús til að hætta fjárhagsstuðningi
til Hamas-samtakanna eins og
Bandaríkjamenn hafa farið fram á.
Fjárstuðningur Sádí-Araba til palest-
ínskrayfirvaldanemuri5 milljónum
dala á mánuði. Prins Saud al-Fai-
sal, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu,
sagði eftir fund hans og Condole-
ezzu Rice, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, að það yrði kaldhæðið að
bregðast Palestínumönnum á sama
tíma og þeir vildu koma á friði og
þyrftu á aðstoð að halda.
Á þriðjudag höfnuðu stjórnvöld
í Egyptalandi beiðni um að hætta
stuðningi við Palestinumenn.
Bandarískir embættismenn segjast
hafa rætt málið við fulltrúa fleiri ar-
abaríkja og fengið svipuð svör.