blaðið - 24.02.2006, Síða 18

blaðið - 24.02.2006, Síða 18
18 I HEILSA FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 blaöið YOGASTOÐIN HEILSUBOT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Sértímar fyrir byrjendur og bamshafandi konur. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. www.yogaheilsa.is NÝTT! Astanga yoga Bóntis • Hagkaup • World Class • Hreyfing • Hress Nauðsyn að efla lífrœna rœktun hérlendis en þar eru hlutföll lífræns nytjalands í kringum 15%. „ísland er lægra í samanburði við næstum sérhvert Evr- ópuland. En hins vegar hefur íslenski markaðurinn verið að eflast mjög á síðustu árum og innflytjendur hafa svarað þeirri eftirspurn með vaxandi innflutningi lífrænna afurða. Því er svo komið nú að almenningur getur keypt flestallar algengustu tegund- irnar allt árið um kring, bæði fers- kvörur og unnar vörur.“ Gunnar segir þrjár ástæður fyrir því að íslandi standi svona aftarlega í þessum málum. „í fyrsta lagi hefur viðhorf innan landbúnaðarins verið fremur neikvætt gagnvart lífrænni ræktun og menn hafa haft litla trú á henni. I öðru lagi hefur mikið verið ýtt undir markaðssetningu svo- nefndra vistvænna afurða. í þriðja lagi hafa islensk stjórnvöld ekki tekið upp neinn skipulegan stuðning við lífræna ræktun á borð við það sem tíðkast í flestöllum Evrópuríkjum. Hér er ekki fyrir hendi nein fram- kvæmdaáætlun um að efla lífræna framleiðslu.“ Gunnar segir vistvæna ræktun vissulega skref í rétta átt en hún feli þó hvorki í sér breytingu á búháttum né eðlisbreytingu á framleiðslunni. „Þar að auki er orðið „vistvænt" mjög villandi fyrir markaðinn þar sem það er svo keimlíkt orðinu „lífrænt,“ bætir hann við. island óvarið gegn erfða- breyttum matvælum Gunnar segir að engin leið sé til þess að vita hversu mikið sé um innflutt erfðabreytt matvæli á Islandi þar sem engin reglugerð sé hér á landi um merkingar á slíkum matvælum. „ísland er líklega eina landið í ger- vallri Evrópu sem hefur ekki lögfest reglugerðir um skyldumerkingar á erfðabrey ttum matvælum. Samt sem áður er talsverður innflutningur frá Bandaríkjunum og Kanada þar sem ekki er skylda að merkja erfðabreytt matvæli. Vegna þess hversu erfða- breytt ræktun er umfangsmikil í þessum löndum er líklegt að hingað sé flutt inn talsvert magn af erfða- brey ttum vörum,“ segir Gunnar. Hann segir erfitt að segja til um hversu skaðlegar erfðabreyttar vörur séu en allt bendi til þess að þær séu mjög óöruggar. „Það eru uppi veru- legar efasemdir um erfðatæknina og hversu örugg hún er. 1 öðru lagi hafa verið gerðar ýmsar athuganir á fóðrun dýra og á áhrifum erfða- breyttra efna á menn. Margar þess- ara rannsókna gefa vísbendingar um mjög skaðleg áhrif á lífeðlisfræðilega þætti. Það er full ástæða til að ætla að þarna kunni að leynast hættur fyrir heilsufar manna til lengri tíma litið,“ segir Gunnar. „Við mælum fyrst og fremst með þvf að erfðabreytt matvæli verði merkt þannig að neytandinn hafi val. f öllu falli á neytandinn að hafa fullt val um það hvort hann neytir slíkra afurða eða ekki. Við teljum það siðferðislega skyldu að merkja erfða- breytt matvæli og stöðva alla ræktun á slíkum plöntum þar til óháðar rann- sóknir hafa sýnt fram á að þær séu skaðlausar fyrir umhverfið og heilsu- far,“ segir Gunnar að lokum. bjorn@bladid.net Vottunarstofan Tún er fyrirtæki sem gefur út staðla fyrir lífræna framleiðslu og náttúruvörur og vottar framleiðendur. Gunnar Á Gunnarsson, framkvæmdastjóri, segir ísland vera mjög aftarlega þegar kemur að lífrænni ræktun og heldur því fram að stjórnvöld verði að setja reglugerð um að erfðabreytt matvæli verði merkt sérstaklega, en ísland er eina Evrópuríkið sem ekki hefur sett reglur um slíkt. Gunnar segir fjölmargar ástæður fyrir því hvers vegna menn ættu frekar að velja lífrænar afurðir heldur en aðrar. „Það eru mjög margir á því að lífrænt ræktaðar vörur séu ein- faldlega betri - þær bragðist og nýtist betur. Vísindalegar rannsóknir hafa bent til þess að lífrænar afurðir hafi yfirburði gagnvart öðrum sambæri- legum matvörum hvað varðar nær- ingarinnihald og hollustu. Það eru minni líkur á því að þessar afurðir hafi að geyma leifar skaðlegra efni, þar sem slík efni eru ekki leyfð í líf- rænni ræktun. Þá vilja margir neyt- endur einfaldlega stuðla að bættu umhverfi með því að velja vörur sem eru framleiddar í bestu sátt við nátt- úruna,“ segir Gunnar. Hann segir lífræna ræktun auk þess hafa það framyfir aðra ræktun að stöðugt sé verið að efla frjósemi jarðvegsins. „Það er ekki verið að rækta í steinull eða vökva, eins og tíðkast í iðnvæddum matjurtabúskap, heldur er verið að nýta lífræn áburð- FitFood Heiisusioppan búin hollusta til að taka með Margskonar grænmetis- og ávaxta- bakkar, hollustulanglokur, pasta, ávaxtaskyrdrykkir, prótíndrykkir ávextir og grænmeti pg margt fleira. Nýbýlavegi 28, Kópavogi, sími 517-0110 avaxtabillinn@avaxtabillinn.is www.avaxtabillinn.is Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spiruiina ert þú að taka? Hollusta í hverjum bita! arefni. Þannig er verið að styrkja lífríkið í jarðveginum og möguleika þess til að fæða plönturnar á nauðsyn- legum næringarefnum. Aftur á móti hefur það sýnt sig að efnanotkunin sem tíðkast í hefðbundnum land- búnaði dregur úr lífríki og frjósemi jarðvegsins og möguleikum hans til þess að fóstra öflugar plöntur og mat- jurtir,“ segir Gunnar. „Við teljum að heimurinn verði á endanum að stefna að því að skipta alfarið yfir í sjálfbæran, lífrænan landbúnað ef að jarðvegurinn, sú grundvallarauðlind, á að geta brauð- fætt heiminn áfram og gert það með þeim hætti að umhverfinu og heilsu- fari neytenda sé ekki hætta búin,“ segir Gunnar ennfremur. „Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að það verði gert. En það tekur að sjálfsögðu tíma og krefst aukins undirbúnings og rannsókna.“ (sland aftarlega á merinni „Síðustu árin hafa hér á landi verið 20- 30 bændur og 10-15 vinnslustöðvar að framleiða lífrænar afurðir. Við erum því að tala um í kringum 40 aðila sem eru með vottun til ræktunar eða framleiðslu á þessum vörum,“ segir Gunnar aðspurður um þann fjölda sem stendur í lífrænni ræktun hér- lendis. Hann segir að tölur yfir hlut- fall lífrænna ræktenda á móti hefð- bundnum ræktendum vera nokkuð óáreiðanlegar en ísland standi mjög aftarlega í þessum málum. „ Innan við 1% íslenskra bænda stunda lífræna ræktun og hlutfall vott- aðs lífræns lands af öllu nytjalandi er einungis um 0,3-0,4%,“ segir Gunnar en bætir við að þau lönd sem lengst séu komin séu Svíþjóð og Austurríki 29 vítamín og steinefni ■ 1 8 aminósýrur • Blaðgræna ■ Omega ■ GLA fitusýrur • SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukið úthald, þrek og betri líðan Súrefnistæmdar umbúöir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaöir, ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. IS09001 • IS014001 Fæst í öllum apótekum. <^niaður lifandi SPORTÞRENNA er góð leið fyrir þá sem vilja styrkja sig til árangurs og auka getu I Iþróttum og Kkamvækt Jafnframt fyrir þá sem vflja aukafitubrennslu eiginfeika Kkamans. Hver dagskammtur af S3 Sportþrennu irmiheidur 1 fjöMtamintöflu, 2 L- Kamitfntófiur og eitt hyiki af omega-3 fitusýrum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.