blaðið - 24.02.2006, Side 32

blaðið - 24.02.2006, Side 32
32 I MEWNIWG FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2006 blaöiö 109 SU DOKU talnaþrautir í síðustu viku voru Ullarvett- lingar Myndlistarakademíu íslands afhentir tilgerðarlausum íslenskum myndlistarmanni. Viðurkenningunni er ætlað að beina augum þjóðarinnar að því nauðsynlega afli sem myndlistin er á þroskabraut hverrar þjóðar og gildi hennar í fortíð, nútíð og framtíð. Verðugur handhafi Ullarvettling- anna árið 2006 er Sigríður Björg Sigurðardóttir. Hún hefur getið sér gott orð fyrir myndlist sína bæði á íslandi og erlendis. Sigríður býr og starfar í Glasgow í Skotlandi, þar sem hún stundaði framhalds- nám eftir útskrift frá Listaháskóla íslands. í ávarpi Benedikts Gestssonar stjórnarformanns Myndlistar- akademíunnar sagði hann meðal annars „Það sem gerði útslagið að Sigga Björg varð verðugur Ullarvettlinga- hafi er eftirfarandi: „Nefnilega Benedikt Gestsson afhendir Sigríði Björgu Sigurðardóttur verðlaunin. myndefnið og hvar hún sýndi myndir sínar; í Gallerí Dvergi á Grundarstíg 21. Allt var þar eins og nútímabaðstofuloftogþeirsemskoð- Falinn fjársjóður! Þjóðminjasafn íslands á Sainanófl Föstudaginn 24. febrúar ki. 19 > 24 Allt kvöldiö Hver er hvað og hvað er hvurs? Gestir búa til myndatexta við gamlar Ijósmyndir Opnunartími: Alla daga nema mánudaga kl. 11-17 www.thjodminjasafn.is Suðurgötu 41 101 Reykjavík Sími: 530 2200 WÓDMINJASAFN ISIANDS National Museum of Iceland uðu sýninguna máttu vera kýttir og beygðir (saga þessarar þjóðar í ell- efuhundruð ár) og skoða sig sjálfa í spegli sem öskraði á þá að rétta úr sér með þeim óskilgreindu forynjum ímyndunaraflsins sem hafa mótað hugmyndaheim þjóðarinnar fram að tilkomu sjónvarpsins og vídeó- tækni, sem Sigga Björg hefur einnig notað til að miðla hugmyndaheimi sínum. Þar mætast fortíð og nútíð. Hinar óstaðfærðu fígúrur sem teikn- aðar eru á pappírinn, eins og klipptar út úr hugarfari þjóðsögunnar, fullar að boðskap um ógnvekjandi tilvist handan hins skilgreinda heims, hvort heldur póstmodernískur eða búandkarlalegur, segja okkur að við erum hér; ennþá að miklu leyti í torfkofanum, og líka í forjsárver- öld þeirra sem byggja túlkun sína á einkaveröld markaðssetningar- innar. Þannig verður til sterk teng- ing þess mögulega og hins ómögu- lega, þess sem var og þess sem er. Þannig verður til list sem afhjúpar og særir um leið og hún heimtar að fyrirframgefnar skilgreiningar séu bull, (eins og þessi sem hér er viðhöfð), en um leið samt gluggi að okka eigin sjálfi.“ Draumsæi og náttúrufar Ný sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar opnar á Vetrarhátíð í Reykjavík. Sýningin er hugsuð sem samræður milh þriggja ólíkra efnisforma og þar verða tré- og kop- arverk Sigurjóns Ólafssonar, textílar eífir Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og ljóð Berglindar Gunnarsdóttur. Verkin lýsa náttúrufari draums og jarðar; í ljóðunum er brugðið upp myndum af nokkrum stöðum í Reykjavík, meðal annars af Laugar- nesinu og Helga Pálína yfirfærir á textílverk sín meðal annars form af bæjarrústum í Engey, sem aðeins eru sýnileg úr lofti. Hún þrykkir á örþynnt silki með nýstárlegri aðferð sem breytir áferð trefjanna þannig að þær spegla ljósið á annan hátt. Verk Sigurjóns veita hinum listformunum aukið þyngdarafl, en loftkennt eðh ljóðsins ýtir undir draumsæi viðarmyndanna og textílverkanna. Listakonurnar tvær eru báðar fæddar árið 1953. Berglind Gunn- arsdóttir ljóðskáld lagði stund á spænsku og málvísindi í Madrid og Reykjavík og hefur fengist við ritstörf, svo sem ljóðagerð, þýðingar, þáttagerð fyrir útvarp og heíur skrifað greinar um bókmenntir. Hún hefiir gefið út ljóðabækur, eina skáldsögu og ritað ævisögu Svein- björns Beinteinssonar allsherjagoða. Helga Pálína Brynjólfsdóttir textíl- hönnuður býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr textíldeild Listiðn- aðarskólans í Helsinki (UIAH) árið 1988, hún hefur kennt textilþrykk og hönnun við Myndlista- og handíða- skóla Islands og Listaháskóla Islands og tekið þátt í hönnunar- og textíl- sýningum hér heima og erlendis. Sýningin sem nefnist Út á skýjateppið verður formlega opnuð laugardaginn 25. febrúar kl. 15, en í tilefni af Safnanótt og Vetrarhátíð í Reykjavík verður safnið opið fyrir gesti og gangandi fóstudagskvöldið 24. febrúar milli klukkan 19 og 24. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík flytja tónhst klukkan 20 og Berglind mun lesa ljóðin sín kl. 21. Jarðarrúnir eftir Helgu Pálínu Brynjólfs- dóttur Tveir meistarar íslenskrar myndlistar Maður og kona. Gunnlaugur Blöndal í kvöld opna í Listasafni íslands sýningar á verkum Gunnlaugs Blöndals og Snorra Arinbjarnar. Sýningin á verkum Gunnlaugs ber heitið Lífsnautn og ljóðræn ásýnd og sýningin á verkum Gunnlaugs Blöndals nefnist Máttur litarins og spegill tímans. Gunnlaugur og Snorri eru meist- arar litrænnar tjáningar í íslenskri listasögu og í evrópsku samhengi hafa þeir sterka skírskotun til ex- pressjónismanns í upphafi aldar- innar. Samt sem áður er litaheimur þeirra, ásetn ingur og listsöguleg staða um flest ólík. List Gunn- laugs er upphafin, róm- antísk og ljóðræn en raunsæínu í list Snorra er miðlað með merk- ingu litarins og verður það sem spegill tím- ans og tákn um samfé- lagslegt ástand. Hér er um tvær sjálfstæðar sýningar að ræða með ákveðið sam- spil sem skerpir hin sterku persónulegu höfundareinkenni og ólíku áherslur í list Gunnlaugs og Snorra. Sýning- arstjórar eru Harpa Þórsdóttir Gu,i ’ v Snorri og Ólafur Kvaran. Tvær veglegar sýningarskrár um listamennina koma út með greinum eftir Kristínu G. Guðnadóttur og Hörpu Þórsdóttur listfræðinga, ásamt ljósmyndum af verkum teknar af Kristjáni Pétri Guðnasyni ljósmyndara. Á Safnanótt verður leiðsögn um sýningarnar kl. 22 og 24. Hádegis- leiðsögn er alla þriðjudaga kl. 12.10 - 12.40 og hádegiserindi um lista- mennina er alla föstudaga kl. 12.10 -12.40 Arinbjarnarson Lausn siðustu gátu Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir i hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 9 3 2 1 7 6 9 5 8 9 7 1 5 5 3 1 9 5 6 8 6 3 2 3 1 8 7 9 6 1 2 7 3 9 5 8 4 5 3 8 4 1 6 7 2 9 9 4 7 2 5 8 3 6 1 8 6 3 5 4 2 1 9 7 2 5 9 8 7 1 4 3 6 1 7 4 9 6 3 2 5 8 7 2 6 1 9 5 8 4 3 4 9 5 3 8 7 6 1 2 3 8 1 6 2 4 9 7 5

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.