blaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 1
Frjálst;
óháð &
ókeypis!
mánudagur
20. mars 2006
65. tölublað 2. árgangur
■ MENNING
Óhamingjusamasta
kona Evrópu
Ný ævisaga varpar
Ijósi á Evu Braun,
ástkonu Hitlers
Sérblað um tísku
fylgir Blaðinu *
ídag „ Ag
| SlÐUR 17TIL24
Vill frekar
höggva af sér
hendurnar en að
auglýsa Iceland
Victoria Beckham, fyrrverandi
kryddpía og núverandi eiginkona fót-
boltastjörnunnar David Beckham,
hefur brugðist ókvæða við orðrómi
þess efnis að hún ætli að taka þátt í
auglýsingaherferð fyrir bresku mat-
vöruverslanakeðjuna Iceland, sem
er að hluta til í eigu íslendinga. Búð-
irnar þykja víst ekki á meðal þeirra
fínustu í Bretlandi og Victoria, sem
gekk undir nafninu „snobbaða
kryddið" þegar hún tróð upp með
Kryddpíunum, virðist sama snobb-
hænan eftir sem áður og þvertekur
fyrir að leggja nafn sitt við lágvöru-
verðsverslanir á borð við Iceland.
„Victoria myndi fpekar skera af sér
hendurnar og hárlengingarnar en
að koma fram í auglýsingu fyrir
Iceland,“ var haft eftir talsmanni
hennar, sem leggur greinilega að
jöfnu útlimi og gervihár.
Höfuðborgarsvæðið
meðallestur
BlaÖiÖ/Frikki
Rýnt í þokuna við Dumbshaf
Dr. Flemming Lundgreen-Nielsen, dósent viö Kaupmannahafnarháskóla, pfrir út í þokuna viö Ifkneskiö af Leifi heppna Eírfkssyni
á Skólavörðuholti, þungur á svip. Erindi hans á Isiandi var enda ekki beinlínis broslegt, þvf hingað var hann kominn að fjalla um
ragnarök. i þau myrkur sögunnar rýndi hann á Vigdísarþingi, en til þess efndi Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir og var umfjöllun-
arefnið hið norræna og það þjóðlega; hvernig fslenskar fornbókmenntir voru meðvitað notaðar til þess að byggja upp þjóðernis-
kennd f Norðurálfu á 19. öld.
Fólk á ekki að fara fram úr sér
Hœnunum á Krakkakoti var „komið fyriru afótta við fuglaflensu.
Á náttúruleikskólanum Krakka-
koti á Álftanesi voru til skamms
tíma nokkrar hænur en þar er lögð
áhersla á að börnin þjálfist í að
skoða umhverfi sitt, náttúrulegt og
manngert. 1 skólanum eru því dýr
af ýmsu tagi en vegna fuglaflens-
unnar alræmdu, var ákveðið að
„koma hænunum fyrir um óákveð-
inn tíma,“ eins og segir í frétt á vef-
síðu leikskólans. Haraldur Briem,
sóttvarnarlæknir, segir enga hættu
á ferðum og að fólk þurfi að passa
að „fara ekki fram úr sér“ þegar
kemur að fuglaflensunni.
Astæðulausar aðgerðir
Á heimasíðu leikskólans segir að
þar sem fuglaflensan virðist vera að
breiðast hratt út og farfuglarnir séu
farnir að tínast til landsins, „verður
hænsnfuglunum okkar komið fyrir
um óákveðinn tíma eða þar til öll
hætta verður liðin hjá.“ Ennfremur
kemur fram að þetta sé gert af ör-
yggisástæðum vegna þess að skól-
inn vilji ekki taka neina áhættu í
þessum efnum. 1 samtali við Blaðið
sagðist Haraldur Briem, sóttvarna-
læknir, ekki sjá nauðsyn á aðgerðum
sem þessum eins i og staðan er í
dag. „Við höfum ekki talið ástæðu
til aðgerða á borð við þessar," sagði
Haraldur. „Það eru ennþá engar
vísbendingar um að hún sé komin
hingað, fuglaflensan.“ Hann segir
að menn séu að horfa til Bretlands
þegar kemur að fuglaflensunni.
Þar í landi sé mjög náið fylgst með
ástandinu og þar hefur flensunnar
enn ekki orðið vart. „Síðan er verið
að taka próf í fuglum hér á landi
þannig að það er ákveðin vöktun
í gangi." Haraldur segir að það sé
ekki þörf á aðgerðum í likingu við
þær sem farið var út í á Krakkakoti
fyrr en flensan greinist hér. „Þarna
eru menn nú svolítið á undan sér.“
Engin ástæða til að óttast tjörnina
Heimildir Blaðsins herma að
margir leikskólastjórar hafx tekið
þá ákvörðun að fara ekki með
börnin niður á tjörn eða í fjöru-
ferðir í vor af ótta við fuglaflens-
una. Haraldur segir enga ástæðu
til að óttast slíkar vettvangsferðir.
,Menn myndu sjá það mjög fljótt
ef fuglaflensan skyti upp kcálinum
hér á landi og á meðan það er ekki
að gerast er engin hætta á ferðum.“
Haraldur segist hafa heyrt af ótta
fólks við fugladrit, sem nóg er nú
af við tjörnina til dæmis. „Það er í
því sambandi sem aðrir fuglar geta
smitast, en ég þekki engin dæmi
um það að fólk hafi smitast af driti
úr villtum fuglum. Það fer engum
sögum af þvi,“ segir Haraldur og
bætir við að tjarnarferðir séu því í
góðu lagi. Fólki sé því óhætt að um-
gangast fugla á sama hátt og áður.
Amerískar heilsudýnur í
hæsta gæðaflokki.
King Koil hefur framleitt
hágæða rúm í Banda-
ríkjunum síðan árið 1898
og framleiðir í dag einu
dýnurnar sem eru bæði
með vottun frá FCER og
Good Housekeeping,
stærstu neytenda-
samtökum Bandáríkjanna.
MARS TILBOÐ
King Koil Fiesta
spine support Queen size
(153x203) á aðeins
Allar King Koil heislu-
dýnur eru með svæða-
skiptum stífleika, bæði í
gormakefi og í bólstrun,
þannig að þau veita
fullkominn stuðning við
mjóbak og háls.
------------qp------
Refefeian
Skipholt 35 Sími 5881955
www.rekkjan.is
Gleymum ekki í leit okkar að góðu lífi
að það eru lífsgæði að fá góðau svefn
Kl\(,
kon
FRJALS IBUÐALAN
Okkar markmið er að veita framúrskarandi þjónustu
á sanngjörnum kjörum. Komdu til okkar í Lágmiila
6, hringdu í 540 5000 eða sendu okkur póst á
frjalsi@frjalsi.is. Við viljum að heima sé best!
FRJALSI
FIARFESTINGARBANKINN