blaðið - 20.03.2006, Page 30

blaðið - 20.03.2006, Page 30
p MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 blaöió 38IFÓLK FRÁ DÓNUM TIL DÓNA x Smáborgarinn var hneykslaður, já náöi vart upp í nef sér, yfir framgangi bandarískra stjórnvalda í síðustu viku. Smáborgaran- um erfullkunnugt um hversu smáborgara- legt það er að hneykslast á hinu fyrirsjáan- lega en samt sem áður, einhver vara, vara, varaeitthvað að tilkynna íslensku þjóöinni ! um uppsögn á varnarsamningnum. Já, auð- • vitað er þetta ekkert annað en uppsögn, í alveg sama hvað hver segir, því Kaninn verður farinn með haustinu. Maddaman á ekki til orð yfir dónaskapnum. Hrmf. Smáborgarinn, líkt og aðrir, áttar sig vel á því gríðarlega fjárhagstjóni sem af þess- ari ákvörðun hlýst. Nú þurfa fslendingar ■* sjálfir að standa straum af kostnaði við flug- umferð við Leifsstöð eins og þessi litla þjóð hafi nú ekki alveg nóg að borga. Snjómokst- ur og malbikun fer nú á reikning vesalings íslenskra skattborgara þó allir hljóti að sjá að það eru heilmargir útlendingar sem eru að lenda og taka á loft á þessum brautum. Þetta er náttúrlega fyrir neðan allar hellur, að minnsta kosti bundið slitlag. Já, bundna slitlagið er kannski efst í huga en það var nauðsynlegt til að halda | afturafskjótum breytingum á lifnaðarhátt- i um okkar þrátt fyrir nærveru þessarar risa- j vöxnu herþjóðar, eða menningarafkima hennar undir stjóm Sams frænda. Með alís- lerrskum útreikningum tókst okkuraödrita dollurunum niður til jafns við úrslit alþing- iskosninga, áratugum saman, eins og hin- ; um lýðræðiselskandi Könum er alltaf efst í huga. Ó, lýðræðisgyðja, fyrir þína niðja, okkar vegi að ryðja. Þannig hafa bændur landsins fengist við að bera möl í þjóðveg- inn í hálfa öld í stað þess að leyfa Kananum að malbika hringinn eins og hann þrábað - um. Ó, nei, við íslendingar vernduðum þjóð- ararfinn með aðferðum sem jafnvel Bjartur hefði kunnaðað meta. Kaninn hefur auðvitað í gegnum árin staðið straum af alls kyns öðrum kostnaði og það er ekkert nema eðlilegt í Ijósi þess að hann hefur fengið að hírast á þessu einu dásamlegasta rokhorni landsins. Veðrar- brigðin sem yfir Miðnesheiðina ganga eru slík að það hefur nú vart minna mátt vera gjaldið sem við (slendingar höfum þurft að innheimta fyrir afnotin. Smáborgarinn verður þó reyndar að viöurkenna, sem einn af þeim sem ávallt sá allt hið besta við veru Kanans hér á ^ landi,aðuppsagnarhátturinnkomhonum minnst á óvart. Kaninn er bara einhvern veginn svona, það hefur nú sýnt sig öll þessi ár. Auk þess áttu íslendingar þetta skilið. Hvernig sögðu þeir sig ekki úr lögum við Danmörku? Líkur sækir líkan heim. HVAÐ FINNST ÞÉR? I Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndagerðarmaður. Hvað á að gera við herstöðina? „Þarna á að stofna tollalaust fríríki. Gera þetta að mjög alþjóðlegum stað mitt á milli Evrópu og Ameríku. Við ættum að fá 500 Kínverja frá Hong Kong til að hanna þetta fyrir okkur. Það væri hægt að stofna um þetta hlutafélag og bjóða stóru alþjóðlegu flugfélögunum að vera með í þessu gegn því að lending- argjöldum verði aflétt. Þarna myndu gilda allt aðrar reglur en á íslandi, það væri hægt að reka spilavíti og stunda alþjóðlega fjármálastarfsemi. Þetta gæti orðið hinn besti leikur.“ BlaðiÖ/Gúndi Margar hugmyndir hafa kviknað í sambandi við hvað gera skuli við iandsvæðið sem bandaríski herinn mun skilja eftir sig á Miðnesheiðinni. Lohan langar í kœrasta Leikkonan rauðhærða, Lindsay Lohan segist bráðvanta kærasta með góðan húmor sem þolir hennar lífsstíl, en hann einkennist af Ijósmyndurum og mik- illi fjölmiðlaathygli. „Á hverjum degi eru ljósmyndarar á eftir mér sem taka mynd af hverri hreyf- ingu minni,“ sagði Lohan í samtali við tímaritið US Weekly. „Það væri fínt að vera öruggari og hafa einhvern til að fara í bíó með.“ Lohan neitar líka orðróminum um að hún lifi villtu kynlífi. „Að sofa hjá um hverja helgi heillar ekki, en að gera það með einhverjum sem maður elskar er æðislegt," sagði stúlkan. Hún hefur verið orðuð við fjölmarga unga Hollywood pilta, til dæmis Jared Leto, Dean Lennon og Wilmer Valderrama og viðurkennir að hún sé oft skotin í strákum. „Það hljómar kannski undarlega, en það eru til strákar sem mér finnst gaman að vera skotin í.“ Poppskvísan umdeilda Pink neitar að hlusta á fólk sem segir hana feita og seg- ist vera í fullkomnu líkamlegu formi. Pink segir mjög særandi þegar fólk segir hana of þunga en hefur lært að hundsa það og segir gagnrýnendur sína afbrýðisama. „Fólk á það til að segja að ég sé feit en ég skil bara ekkert í því,“ sagði Pink í nýlegu viðtali. „Það hefur tekið mig langan tíma að jafna mig á ummælunum en í dag læt ég þau ekki á mig fá. Ég er i mjög góðu líkamlegu formi.“ Lýtaaðgerðir hrœðilegar Breska leikkonan Elizabeth Hurley hefur lofað sjálfri sér að fara aldrei nokkurn tíma í lýta- aðgerð vegna þess að henni finnst slíkar aðgerðir láta fólk líta hræðilega illa út. Hin fertuga Hurley segist vilja eldast náttúrulega enda sé ekkert vit í því að reyna að halda í ungdóminn með því að láta endalaust strekkja á húðinni eða stækka brjóstin. „Lýtaaðgerðir eru hræðilegt hættuspil," sagði Hurley. „Mér finnst hræðileg tilhugsun að láta strekkja á andlitinu mínu, það myndi bara líta verr út fyrir vikið. Flestar aðgerðir skila slæmum árangri sem sést úr mílu fjarlægð.“ Gita, 9 ára eftir Jim Unger Hún gat ekki skipt fimm þúsund kalli. Loftfimleikar til lífs idversk stúlka, stundar loftfimleika á götum Bhopal á Indlandi til þess að framfleyta sér. Þrátt fyrir að búist sé viö rúmlega sjö prósenta hagvexti á árinu í landinu þurfa um 26 af hundraði fbúa landsins að framfleyta sér af tekjum sem eru undir fá- tækramörkum. OJim Unger/dist. by United Media, 2001 5-31 HEYRST HEFUR... Islenskir? Við? Nei, enganveginn. Við erum nor- rænir, alveg í gegn. Saman- ber nýja nafn- ið. Við getum varla fundið ísland á kortinu...“ Þannig hefst pistill, sem blaða- maðurinn Mark Gilbert skrifar fyrir viðskiptafréttastofuna Bloomberg. Gerir hann stólpa- grin að íslandsbanka fyrir að reyna að klæðast dulargerv- inu Glitni og fjallar svo í nokk- uð háðskum tón um íslenskt viðskiptalíf almennt. Greinir hann m.a. frá svörum Geirs H. Haarde í móttöku hjá bresk-ís- lenska viðskiptaráðinu á dögun- um þegar hann var spurður út í hvort ekki væri ráð að Bretar fjárfestu á íslandi til mótvægis við útrásarfjárfestingar íslend- inga y tra. Geir samsinnti því og minnti á viðkvæði Rússa hér á árum áður, komið og heimsæk- ið okkur áður en við komum og heimsækjum ykkur... Pað er ekki aðeins íslands- banki, sem telur nafn sitt varhugavert á erlendri grund. Silvía Nótt, óskabarn þjóðar- innar, er í óða önn að undirbúa sig við að leggja Evrópu og helst heimsbyggðina alla að fótum sér. Liður í þyí er gerð mynd- bands við lagið Til hamingju, ísland og alls kyns kynningar- starfsemi við það. Nú bregður hins vegar svo við að dansararn- ir Hommi og Nammi, sem leik- ararnir Rúnar Freyr Gíslason og Björn Thors ljá líkama sína, þykja þannig ekki bera nægi- lega alþjóðleg nöfn og mun nefnast Romario og Peppe þar syðra. Hvað er fyndið við það? Puto og Bonbon hefðu verið meiravið hæfi... Ef t i r sýkn- unaíBaugs- m á 1 i n u voru sak- borning- arnir ekki lengi á sér að gefa 300 milljónir króna til Barna- spítala Hringsins, þar sem þeir fjármunir koma örugglega að góðum notum. Gjöfin mun svo sjálfsagt nýtast gefendunum vel líka til skattaafsláttar, þann- ig að segja má að þannig njóti Jóhannes í Bónus og börn hans þeirra forréttinda umfram aðra skattborgara. Með þessu móti geti þau stýrt því að einhverju marki í hvað skattpeningarn- ir þeirra fara og valið verðuga viðtakendur, sem þeim finnst Alþingi vera of naumt við í fjár- lagagerð. Gárungarnir benda svo á að upphæðin sé tæpast nokkur tilviljun, þetta séu aurarnir sem Davíð vildi ekki þiggja um árið... Brynja Þ o r - geirsdóttir, frétta- og þáttagerðar- kona, vakti verðskuld- aða athygli með þátt- um sínum um hestamennsku, Kóngur um stund, sem sýndir voru á Stöð 2 á liðnu ári. Nú berast þær fregnir að Brynja hafi látið ofan í hnakktöskur sínar og riðið sem leið lá yfir til Ríkissjónvarpsins. Hestaáhuga- menn munu því að líkindum fá eitthvað við sitt hæfi á RÚV áður en langt um líður...

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.