blaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 29
blaðið MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 DAGSKRÁ 1 37 Fýluferð Svo virðist sem margir af helstu papparazzi-ljósmyndurum heims hafi farið í fýluferð til Como vatns á Ítalíu um helgina. Orðrómur um að stjörnuparið Brad Pitt og Angelina Jolie hafi ætlað að nýta sér hús ósk- arsverðlaunahafans George Clooney við vatnið til að ganga í það heilaga, reyndust ekki á rökum reistar. íbúar smábæjarins þar sem húsið er staðsett voru misánægðir með þessa auknu athygli sem fylgdi fregn- unum. „Hverjum er ekki sama um SkjárEinn, 19.30 Malcolm in the Middle Vandamál Malcolms snú- ast sem fyrr um að lifa eðlilegu lífi sem er nánast ómögulegt eigi mað- ur vægast sagt óeðlilega fjölskyldu. Hal, Lois og strákarnir hafa unnið hug og hjörtu áhorfenda enda erfitt að standast eðlislæga persónutöfra þeirra. Bráðskemmtilegir gaman- þættir fyrir alla fjölskylduna. SkjárEinn, 20.00 The O.C. Ma- rissa leitar til nýju vina sinna til þess að fá ráð hvernig hún eigi að leysa vandamál hennar og Ryan. Charlotte býður Julie svolítið sem að hún getur ekki hafnað. ...hreystimenni Sýn, 19.10 Skólahreysti 2006 45 grunnskólar á höfuðborgarsvæð- inu keppa í Skólahreysti. Keppt er í upphífingum armbeygjum, dýfu, fitnessgreip og hraðbraut. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum úr 9. og 10. bekk. Haldnar verða fjórar undankeppnir þar sem tveir skólar úr hverri keppni komast áfram i úrslit. Clean í bíó Félagið Alliance Fran^aise heldur áfram með ciné-club kvöld sín þar sem sýndar eru áhugaverðar fransk- ar kvikmyndir. í kvöld verður mynd- in Clean, sem Olivier Assayas leik- stýrir, sýnd í Háskólabíói. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í A.F. en aðrir fá tvo miða á verði eins. Eftir að unnusti Emily deyr af völdum eiturlyfjaneyslu á hún þá ósk heitasta að endurheimta son þeirra sem elst upp hjá tengdafor- eldrum hennar. Til þess að svo megi verða þarf hún að hefja nýtt líf og losa sig við dópið. Myndin er sýnd klukkan 20 í kvöld, næstkomandi fimmtudag klukkan 22.20 og sunnudag klukk- til italíu Brad Pitt?“ spurði Marco Berna, 26 ára íbúi bæjarins á föstudagskvöldið þar sem hann saup á vínglasi. „Hann er bara leikari, ekki guð.“ Þóvirðastaðrirhafatekiðljósmynd- urunum fagnandi. Til að mynda varð uppi fótur og fit þegar svartur eðal- vagn nálgaðist torg bæjarins og inni í honum sást glitta í brúði. Þegar bíl- stjórinn opnaði fyrir henni sást þó maður um fertugt stíga út brosandi mót linsum ljósmyndaranna. Sá svar- aði þó eingöngu ef hann var kallaður Hús George Clooney við Como vatn á Italíu. Angelina Jolie. Síðar kom í ljós að hans rétta nafn er Massimo. Sjónarhorn „Það er einungis eitt sem skilur migfrá brjáluðum manni. Éger ekki brjálaður.“ Salvador Dali, spænskur málari (1904 -1989) Þennan dag... ...árið 1966 var heimsbikarnum í knattspyrnu stolið af sýningu sem haldin var í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar. Sjö dögum síðar fann hundurinn Pickles gripinn vafinn í dagblöð í runna í suðurhluta Lundúna. •'W"

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.