blaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 14
blaðið
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
TAL OG TJANING
Pví hefur nokkrum sinnum verið haldið fram á þessum vettvangi að
ástæða sé til að breyta kennslu í erlendum tungumálum á fslandi.
Minnst var á þetta m.a. í sambandi við svokallaða „tvítyngis-
umræðu" og því haldið fram að auka beri hlut fleiri tungumála en ensku í
skólakerfinu. Því var m.a. haldið fram að færa þyrfti spænsku inn í fyrstu
bekki grunnskólans ásamt ensku.
Á það hefur einnig verið bent að ekki er síður mikilvægt að hugað verði
að þvi hvernig erlend tungumál eru kennd á íslandi. í því efni gildir að óhóf-
leg áhersla er lögð á málfræði og lestur bókmennta í stað þess að kennd sé
skipulega og með nútímalegum aðferðum tjáning og málbeiting. Þetta á
raunar við um íslenskukennslu einnig.
Um erlend tungumál gildir almennt ogyfirleitt að áhugi fólks á að kynna
sér bókmenntir og menningarheim framandi þjóða eykst í réttu hlutfalli
við vald viðkomandi á þeim sömu tungumálum. Málfræðivillur og fram-
burðargalla má yfirleitt laga án mikillar fyrirhafnar þegar viðkomandi
nemandi hefur náð ákveðinni færni í að tjá sig á viðkomandi tungumáli.
Af þessum sökum skal því fagnað hér sem fram kom á ráðstefnu um nor-
rænan málskilning sem fram fór í Reykjavík í liðinni viku. Michael Dal,
lektor í dönsku við Kennaraháskóla íslands, sagði m.a. í erindi sínu að ís-
lensk ungmenni skildu dönsku ágætlega en meiri áherslu þyrfti að leggja á
kennslu í tali og tjáningu.
Þessi niðurstaða lektorsins er hárrétt og á við um alla tungumálakennslu
á íslandi. Hún á raunar sérstaklega við um Norðurlandamálin sem enn
er lögð veruleg áhersla á í menntakerfi fslendinga þó svo fáir beiti þeim
í daglegu lífi. Vilji stjórnvalda er sýnilega sá að hlutur Norðurlandamála
verið áfram verulegur innan menntakerfisins. Fyrst svo er þarf að taka
kennslu í þessum tungumálum til sérstakrar skoðunar því mjög skortir
á að ungt fólk fái tjáð sig á tungum grannþjóða. Um Norðurlandamálin
gildir almennt og yfirleitt að fslendingar eru í litlum sem engum tengslum
við þau og á það ekki síst við um hina yngri.
Aukin áhersla á tal og tjáningu er lykillinn að því að tryggja að Norður-
landamál haldi einhverri stöðu hér á landi. Róttækrar endurskoðunar er
því þörf. Um leið þarf að tryggja ungu fólki aðgang að áhugaverðu efni sem
unnið er á þessum tungumálum. Reynslan kennir að því mun hinn frjálsi
markaður ekki sinna. Þar sem ágæt sátt virðist ríkja um að ríkisvaldið
haldi uppi öflugri fjölmiðlun á íslandi hljóta fulltrúar þess að leita lausna
á þessum vanda. Að öllu óbrey ttu mun kunnátta og færni íslendinga á vett-
vangi Norðurlandamála minnka ört á næstu árum.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur.
HUSBYGGJANDANS
nn 21 .mars
ALLT SEM TENGIST NYBYGGINGUM OG
VIÐHALDI Á ATÝJUM SEM GÖMLUM HÚSUM
722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
23 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net
856 4299 • bjami@bladid.net
14 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 blaðið
"HíRRfl ToRSÆ.TíSrADHeRra,
s nv >FS§flR
<5JÁÍST AUUBÍPlKÁ
GLfMNUM. r—;
EiTÍMlTT.
M GFÍ/I M.
EKKiKUKKAt!
diLifl&i! W> SÝNiUQuM
vcnni/M íí fsuNíi
\ -
Varið land
Dramatíkin og snerpan í varnamál-
unum kom eins og köld demba yfir
stjórnmálalífið. Sérstaklega yfir Sjálf-
stæðisflokkinn sem líklega átti sinn
svartasta dag í áratugi í liðinni viku.
Dramatíkin er raunveruleg. Svika-
brigsl ganga á milli og stjórnarflokk-
arnir liggja undir því ámæli, réttilega,
að hafa brugðist í bæði varnarmálum
landsins og því að búa atvinnulíf á
Suðurnesjum undir hið óhjákvæmi-
lega: Að herinn væri að fara.
Hvort að Bush Bandaríkjaforseti
sé að svikja heiðursmannasamkomu-
lag við Davíð Oddsson, fyrrverandi
forsætisráðherra, um að hér verði
áfram fjórar þotur og þyrlusveit
hefur ekki enn komið í ljós. Þannig
mátti skilja Guðna Ágústsson, vara-
formann Framsóknar og varafor-
sætisráðherra landsins. Einhliða
ákvörðun Bush. Svik við ísland.
Davíð var afdráttarlaus hér um árið.
Lágmarksvarnir upp á fjórar þotur
eða herinn burt! Engir fangar teknir
og engar málamiðlanir gerðar.Um
það verður Davíð að vitna á næstu
dögum. Hann tók málið af Halldóri
utanríkisráðherra sínum og getur
ekki með neinum hætti skotið sér
undan því að greina frá atvikum og
ferli málsins.
Davíð farinn og herinn líka
Það eimir ekki einu sinni eftir af
þessu herskáa og töffaralega viðhorfi
Davíðs í viðbrögðum stjórnvalda við
tilkynningunni um brottför hersins.
Aðstoðarmaður innan úr ráðuneyti
hringir og tilkynnir að leiknum sé
lokið. Viðbrögð forystumanna ríkis-
stjórnarinnar voru ósköp ræfilsleg
og þeir voru býsna umkomulausir
eitthvað að sjá og heyra.
Andvaraleysið gagnvart þróun-
inni er í sjálfu sér ámælisvert enda
hefur það hangið yfir landinu um ára-
bil eins og snjóhengja á fjallsbrún að
herinn myndi fara. Hvað sem hverju
liði. Okkar var að undirbúa og aðlag-
ast. Skilgreina varnarþörf og milda
áhrifin fyrir atvinnulífið á Reykja-
nesskaganum. Hvorugt var gert og
því ríkti það uppnám í herbúðum
stjórnarflokkanna sem reyndin var
á miðvikudaginn.
Sváfu á verðinum
Ríkisstjórn íslands svaf á verðinum
og brást hlutverki sínu. Annars vegar
því að endurmeta og tryggja varnir
landsins til framtíðar. Meta þörf og
möguleika á fyrirkomulagi varna fs-
lands og hins vegar því að búa Suður-
á
[ w ■
Viðhorf
Björgvin G. Sigurðsson
nesin undir endalok veru herliðsins.
Taka höggið af atvinnulífinu þar og
milda áhrifin sem kostur er.
Nú þarf að bregðast við af viti og
varkárni. Varið land var viðkvæðið
hér áður. Nú þarf að meta upp á
nýtt þörf og kosti á vörnum og því
hvort beri að segja upp varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin og semja við
NÁTO um framtíðarvarnir landsins.
Klippt & skorið
„Sagðar [hafa verið] afþvi fréttiraö þingmað-
urinn Valdimar Leó Friðriksson hafi brotið
blað í sögu Alþingis meðþvl að gera hlé d
ræðu sinni um frumvarp tii
vatnalaga til að kasta afsér
vatni, en hingað til hefur verið
litið svodað þingmenn haldi
sig I ræðustólnum d meðan
þeir flytja ræður sínar en
sinni öðrum þörfum að loknum ræðuflutningi.
Það er eins meðþetta merkilega framlag
Valdimars til þingsögunnar ogdmóta merki-
legt framlag Hlyns Hallssonarþingmanns
vinstri grænna, sem neitaði fyrst að hnýta d
sig hdlsbindi og mætti svo meö hanakamb I
ræðustólinn, að djúpthugsað mdlefnalegt
innlegg þessara manna hefur gleymst. Það er
þó ekkertfagnaðarefni, því að mólefnalegt
innlegg Valdimars vot ekki síður gagnlegt en
salernisferðin."
Vefþjóðviljinn, i8.III.2006
Tilkynning Bandaríkjamanna um að þeir
hygöust fjarlaegja allan varnaviðbúnað
á íslandi, ef undan er skilin harðskeytt
hersveit húsvarða, kom misflatt upp á menn,
enda í raun sama ákvörðun og þeir höfðu kynnt
árið 2003. Um síðustu helgi, áður en nokkur vissi
um ákvörðunina hér á landi, tóku sumir eftir því
að fréttastofan Associated Press sendi frá sér
frétt um varnamálin, að því er virt-
ist af tilefnislausu. Þar var sagt frá
forsögunni í varnasamstarfinu og
talsvert fjallað um kostnaðarhlið-
ina. Var meðal annars rætt við Geir
H. Haarde, utanríkisráðherra, sem
(trekaði að ísland þyrfti á trúverðugum vörnum
að halda í hverfulum heimi. (lok greinarinnar
var vitnað í nokkra viðmælendurá götum Reykja-
víkur, en þeirslógu þann tón að (slendingar þyrftu
að greiða meira fyrir eigin varnir og að ef Banda-
ríkjamenn vildu fara með sitt hafurtask ættu
fslendingar ekki að malda (móinn. Tilviljun?
Ruddaskapur Bandaríkjamanna
ýtir á um að þetta verði athugað af
fullri alvöru. Ekki síst í ljósi þess hve
Bandaríkin hafa fjarlægst Evrópu á
síðustu árum og þeirra vatnaskila
sem urðu í samstarfi Bandaríkjanna
og Evrópu með innrásinni í írak.
Framtíð varnarsamningsins
Varnarsamningurinn er tvíhliða
samningur og að mínu mati er það
brot á samningnum að Bandaríkja-
menn hafi einhliða ákveðið hvernig
hann skuli framkvæmdur. Þess
vegna á að fara eftir 7. gr. varnar-
samningsins, þar sem segir m.a.:
„Hvor ríkisstjórn getur, hvenær sem
er, að undanfarinni tilkynningu
til hinnar ríkisstjórnarinnar, farið
þess á leit við ráð Noruður-Atlants-
hafsbandalagsins, að það endur-
skoði, hvort lengur þurfi á að halda
framangreindri aðstöðu, og geri til-
lögur til beggja ríkisstjórnanna um
það, hvort samningur þessi skuli
gilda áfram.“ Þetta er verkefnið
framundan og kjarni málsins. Að
við metum þegar í stað gildi samn-
ingsins fyrir varnir íslands.
Kannski eru þær litlar sem engar.
Þetta þarf að athuga vandlega í sam-
ráði við NATO og íslendingar hafa
sex mánuði til þess. Samkvæmt áð-
urnefndri grein samningsins. Það
mun því liggja Ijóst fyrir um svipað
leyti og herinn fer í haust hvort sam-
ingnum skuli sagt upp.
Fyrir slíka athugun er ekki rétt að
segja honum upp. Það væri bráðræði
þó freistandi sé í ljósi framkomu
Bandaríkjamanna.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
klipptogskorid@vbl.is
Bandaríkjamenn tilkynntu þó ekki að-
eins að þeir ætluðu að pakka saman
á íslandi, þv( í sama mund kynntu
þeirað vopnageymslum og að-
stöðu Bandaríkjahers í Bettem-
bourg í Lúxemborg yrði lokað.
Sú aðstaða var ætluð til þess
að unnt væri að senda herlið
með skjótum hætti þangað
ef átök brytust út í Evrópu og
hergögnin biðu liðsins, vel smurð og volg. (
þessu samhengi er gaman að rifja upp að í
margfrægu erindi Björns Bjarnasonar - þar
sem hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki
væri rétt að (slendingar væru vanmegnugir til
þess að annast nokkrar landvarnir sjálf ir - bar
hann ísland talsvert saman við Lúxemborg,
dvergríki í hjarta Evrópu, sem samt hefur
uppi nokkrar varnir á eigin vegum. Nú kynni
að vera ástæða til þess að blása rykið af þeim
samanburði.