blaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 16
16 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 bla6Í6
Stórtíðindi í vamarsamstarfinu
Tíðindi vikunnar
eru að sjálfsögðu,
að hinn 15. mars
tilkynnti Banda-
ríkjastjórn utan-
ríkisráðherra
og forsætisráð-
herra, að fyrir lok
september yrðu
bandarísku her-
þoturnar á brott
frá íslandi.
1 ræðu, sem ég flutti á Alþingi hinn
16. mars, leitaðist ég í stuttu máli við
að lýsa stöðunni, eins og hún hefur
blasað við mér, frá því að Sovétríkin
hrundu árið 1991.
Ég var í nefnd, sem skilaði skýrslu
í mars 1993, undir heitinu: Öryggis-
og varnarmál Islands. Lagði nefndin
mat á stöðu íslands á þeim tíma og
taldi öryggi og varnir best tryggðar
með aðild að NATO og varnasamn-
ingi við Bandaríkin. Þetta væri einnig
mat bandamanna okkar austan hafs
ogvestan.
Árið 1999 gaf utanríkisráðuneytið
út greinargerð, sem unnin var á þess
vegum, og ber heitið: Öryggis- og
varnarmál íslands við aldamót. Grein-
argerðin var kynnt i ríkisstjórn, áður
en hún var birt. Þar er byggt á sömu
meginsjónarmiðum og gert var árið
1993. Þar segir meðal annars:
„Samkvæmt varnarsamningi ís-
lands og Bandaríkjanna frá 5. maí
1951 ber Bandaríkjunum fyrir hönd
Atlantshafsbandalagsins að gera
viðeigandi ráðstafanir til varnar
landinu. Framkvæmd samningsins
er hins vegar háð gagnkvæmu sam-
komulagi samningsaðila. Á þessum
áratug [þ. e. 10. áratug 20. akiar] hafa
rikin tvisvar gert sérstaka bókun um
framkvæmd samningsins, árin 1994
og 1996, en síðari bókunin gildir til
ársins 2001. Það hefur verið grund-
vallaratriði í bókununum tveimur að
mikilvægi varnarsamningsins hefur
verið áréttað, en hann jafnframt
aðlagaður breyttum aðstæðum, m.
a. með tilliti til herstyrks sem ríkin
telja nauðsynlegan til að sinna trú-
verðugum vörnum landsins."
Eins og áður sagði er þessi texti
skrifaður 1999 ogþá er nefnt að síðari
bókunin frá 1996 gildi til 2001 - en
fyrir 2001 var ekki gengið frá nýrri
bókun og segja má, að vegna þess
hafi í raun verið óvissa eða stöðugar
viðræður - með hléum þó - milli rík-
isstjórna landanna um þessi máli. I
ræðu og riti hef ég gagnrýnt aðferðina,
sem upp var tekin árið 1994, að tíma-
binda fyrirkomulag um framkvæmd
varnarsamningsins. Það brýtur gegn
anda samstarfs ríkjanna og kallar
frekar á vandræðagang en leiða til
farsældar. Hefúr það sannast núna,
þegar Bandaríkjastjórn tilkynnir, að
herþoturnar verði kallaðar héðan.
Hlutverk orrustuvéla í
vörnum landsins
í greinargerðinni frá 1999 segir um
hlutverk orrustuvélanna: „Fyrir
átta árum [þ. e. 1991] flugu orrustu-
flugvélar frá Keflavíkurflugvelli í
veg fyrir tuttugu og sex sovéskar
herflugvélar á tólf mánaða tímabili.
Síðan þá hefur engin rússnesk her-
flugvél komið í námunda við landið.
Loftvarnir taka þó ekki einvörð-
ungu mið af breytilegu hættumati
og verður ávallt að gera ráð fyrir að
þessi afmarkaði þáttur varna lands-
ins og Norður-Atlantshafssvæðisins
sé trúverðugur.11
Loftvarnir töldu íslensk stjórnvöld
best tryggðar með stöðugri viðveru
fjögurra bandarískra orrustuþotna.
Nú hverfa þoturnar og þá vaknar
að sjálfsögðu spurning um, hvernig
tryggt verði, að loftvarnir íslands
séu trúverðugar og raunar inntak
varnarsamningsins í heild.
Spyrja má: Hafði George W. Bush
Bandaríkjaforseti heitið því, að hér
yrðu fjórar herþotur til frambúðar?
Hefur ekki verið tekist á um stöð-
uga viðveru orrustuþotnanna innan
bandaríska stjórnkerfisins? Varn-
armálaráðuneytið vildi þær til ann-
arra starfa en utanríkisráðuneytið
teldi skynsamlegt að halda þeim á
íslandi, svo að málið sé einfaldað.
Forsetinn ætti síðasta orðið.
Þegar spurt var, hvort íslendingar
gætu tekið að sér hlutverk þyrlu-
sveitar varnarliðsins, var svarið já.
Hins vegar gætum við ekki fyllt allt
skarðið eftir bandarísku þyrlurnar,
sem hafa notið þjónustu eldsneytis-
vélar og taka eldsneyti á fktgi.
Þegar tilboð íslenskra stjórnvalda
um leitar- og björgunarstörfin var
gefið, lá í loftiau, að það myndi
auka líkur á þvf, að Bandaríkjafor-
seti tæki ákvörðun um varanlega
viðveru orrustuvélanna hér á landi.
Nú er ljóst, að sú skoðun var ekki á
rökum reist.
Harka Bandaríkjastjórnar
Guðni Ágústsson, félagi minn í rfk-
isstjórn, kennir því um, að Bush
sé forseti og þess vegna séu íslend-
ingar sviptir þotunum. Hvaða
rök hefur hann fyrir því? Er þetta
flokkspólitískt mál í Bandaríkj-
unum? Telur Guðni, að reka eigi
málið á þeim grunni af okkar hálfu
í Washington?
Guðni sagði í útvarpsviðtali í
gær, 17. mars: „Og auðvitað verð ég
að segja eins og er að þessi einhliða
ákvörðun Bush-stjórnarinnar er
óbilgjörn og harkaleg í garð íslend-
inga. Og mér finnst á margan hátt
að þeir hafi dregið okkur á asna-
eyrum í þrjú ár. Þegar að þjóðir sitja
við samningaborð þá er það siðuð
regla að menn reyni að ljúka því þar.
En svo kemur þessi sending hingað
einhliða að þeir séu að fara með allt
sitt hafurtask og stærsti þáttur varn-
arsamningsins virkar ekki alveg
eins og utanríkisráðherra hefur sagt.
Við sitjum uppi með varnarsamning
án varna... Bush-stjórnin er hörð og
mér finnst að viðhorf Bandarf kjanna
hafi breyst með henni. Ég er þeirrar
skoðunar að Demókratastjórn hefði
ekki unnið svona og kannski engin
stjórn f Bandarfkjunum fram að
þessum tíma.“
Morgunblaðið lýsir svipaðri
skoðun í leiðara í dag, þegar blaðið
gagnrýnir Carol von Voorst, sendi-
herra Bandaríkjanna, á íslandi og
spyr, hvort nokkuð sé að marka
orð hennar um, að nú sé að hefjast
„nýr kafli í traustu varnarsamstarfi"
Islands og Bandaríkjanna eins og
hún orðaði það í viðtali við blaðið.
Efast blaðið um gildi þessara orða
sendiherrans, enda hafi í utanrík-
isþjónustu Bandarfkjanna „orðið
til mikil hæfni í þvf að hafa mörg
og falleg orð um ekki neitt.“ Blaðið
segir íslendinga hafa góða reynslu
af samstarfi við Bandaríkjamenn en
við höfum einnig kynnst „eigingirni
þeirra, þegar hagsmunir þeirra eru
annars vegar.“ Blaðið setur banda-
ríska sendiherranum kosti og segir:
„Þess vegna er ráðlegt fyrir banda-
rískan sendiherra að hafa ekki uppi
neinn fagurgala áþessari stundu. Við
sjáum í gegnum innantóm orð.“ Leið-
aranum lýkur svo á þessum orðum:
„Atburðarásin síðustu sólarhringa
verður varla talin til beztu stunda í
rúmlega sex áratuga nánu samstarfi
íslands og Bandaríkjanna."
Hér er skýrt að orði kveðið og
af tilfinningahita blaðs, sem ekki
verður sakað um að hafa dregið
taum andstæðinga Bandarfkjanna
eða almeant veitast að bandaríska
sendiherranum.
Stefnan hefur verið skýr
Þeir, hér heima fyrir, sem telja sig í
færum til að gagnrýna framgöngu
fslenskra stjórnvalda í öryggis- og
varnarmálum undanfarin ár eða
stefnu þeirra í samskiptum við
Bandaríkjastjórn, geta ekki með
neinum rökum sakað stjórnvöld um
að hafa ekki haft skýra stefnu út á
við og inn á við. Krafa íslendinga
gagnvart Bandaríkjastjórn hefur
verið skýr og íslenskir viðmælendur
hennar hafa verið í góðri trú, nema
eitthvað hafi breyst, án þess að frá
því hafi verið skýrt opinberlega.
Kjarnaatriði stöðunnar til þessa
birtist í eftirfarandi orðum í leiðara
Morgunblaðsins:
„Sendiherrann leggur áherzlu á
það í viðtalinu við Morgunblaðið
í gær, að forsetinn hafi tekið þessa
ákvörðun [um brottför þotnanna].
Það er rétt. En forsetinn tók líka
ákvörðun um það á árunum 2003
og 2004 að íslandi yrðu tryggðar
loftvarnir. Breytir Bandaríkjafor-
seti ákvörðunum sínum eftir þvf,
hvernig vindurinn blæs hverju
sinni?“
Af þessum orðum má að vísu
ráða, að ákvörðunin, sem kynnt
var 15. mars 2006, sé sama eðlis og
ákvarðanir Bandaríkjaforseta 2003
og 2004. Svo er ekki. Hið rétta er,
að forsetinn var að bíða eftir niður-
stöðu innan eigin stjórnkerfis, áður
en hann komst að niðurstöðunni
frá 15. mars 2006 og íslenskir við-
mælendur Bandaríkjastjórnar töldu
sig geta treyst því, að við ákvörðun
sína kæmi forsetinn á móts við óskir
íslendinga.
Varnarsamningi sagt upp?
Dr. Valur Ingimundarson, dósent
í sagnfræði við Háskóla íslands,
dregur þá ályktun af samskiptum
þjóðanna í aðdraganda þessarar
niðurstöðu, að hún hljóti að leiða
til uppsagnar varnarsamningsins.
Morgunblaðið gengur ekki svo langt
í leiðara sínum en er sama sinnis
og Valur, sem sagði f samtali við
blaðið 17. mars: „Þetta er það stórt
mál að það mun leiða til grundvall-
arendurmats á samskiptum Islands
við Bandaríkin." Að mati Vals mun
Island fjarlægjast Bandaríkin í
utanríkismálum.
Valurtelurraunar.aðíslenskstjórn-
völd geti nú sagt, að þau llti svo á, að
með brottkalli orrustuvélanna hafi
Bandaríkin brotið varnarsamning-
inn, þar sem samsetning herliðsins
eigi að vera sameiginleg ákvörðun.
Robert G. Loftis, formaður banda-
rfsku samninganefndarinnar um
varnarmálin, sagði 17. mars í sam-
tali við Morgunblaðið, að bandarfsk
stjórnvöld skikiu varnarsamning-
inn á þann veg, að íslensk stjórn-
völd gætu hafnað því, að bætt væri
í heraflann hér á landi, en þau gætu
ekki neytt Bandaríkjamenn til að
hafa hér her gegn vilja bandarískra
yfirvalda.
Þegar þessi orð eru lesin, er nauð-
synlegt að árétta, að nokkur munur
er á því, að „neyða“ bandarísk stjórn-
völd til einhvers eða að þau virði
það meginsjónarmið, að ákvarðanir
um skuldbindingar samkvæmt
varnarsamningnum skuli vera sam-
eiginlegar en ekki einhliða. Aðferð
Bandaríkjastjórnar við að komast
að niðurstöðu sinni og tilkynna
hana er ein til þess fallin að vekja tor-
tryggni íslendinga, hvað sem sjálfu
efni málsins líður - einmitt þess
vegna hvetur Morgunblaðið sendi-
herra Bandarfkjanna á Islandi til
þess að halda ekki að diplómatískt
orðagjálfur dugi til að draga úr tor-
tryggni í samskiptum þjóðanna.
Samstaða um samninginn
Spyrja má: Á að líta á einhliða
ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem
riftun varnarsamningsins eða upp-
haf endaloka hans?
Ekki að mati Bandaríkjastjórnar.
Hún vill viðræður um sýnilegt inn-
tak varnarsamningsins við nýjar
aðstæður.
Ekki að mati Halldórs Ásgríms-
sonar, forsætisráðherra, sem sagði
í þingræðu 16. mars: „Við þurfum
að halda vöku okkar með opnum
huga f þessu máli og tryggja öryggi
landsins til frambúðar. Én ég vil end-
urtaka það að við eigum að gera það
áfram á grundvelli varnarsamnings-
ins og á grundvelli aðildarinnar að
Atlantshafsbandalaginu. Það hefur
verið grundvallaratriði í utanríkis-
stefnu Islands um áratugaskeið og
við eigum ekki að hverfa frá því.“
Ekki að mati Geirs H. Haarde,
utanríkisráðherra, sem sagði í þing-
ræðu 16. mars: „Bandaríkjastjórn
lýsti jafnframt yfir eindregnum
vilja til að standa við varnarsamn-
ing ríkjanna frá 1951 og Norður-Atl-
antshafssáttmálannsemAtlantshafs-
bandalagið hvílir á. Hún leggur enn
fremur til að viðræður milli land-
anna um framhald varnarsamstarfs-
ins haldi sem fyrst áfram. íslensk
stjórnvöld leggja í því efni áherslu á
að viðræðum verði hraðað því brýnt
sé að niðurstaða náist um framtíðar-
skipan í varnarmálum þjóðarinnar."
Ekki að mati Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, sem var spurð um kom-
andi viðræður við Bandaríkjastjórn
f Morgunblaðinu 17. mars og sagði,
að líklegast verði þær aðallega um
hvernig varnarsamningurinn verði
útfærður í framhaldinu. Og f frétt-
inni sagði: „Ingibjörg telur að það
eigi að reyna halda í varnarsamning-
inn og segir hægt að þjónusta Island
með ýmsum hætti. Það verði aðeins
að setjast niður og útfæra það.“
Morgunblaðið vill ekki, að varn-
arsamningnum verði rift, þótt það
óttist, að inntak hans geti orðið lftið
eins og segir í Reykjavíkurbréfi þess
sunnudaginn 19. mars: „Ef lítið inni-
hald verður í raun í tvíhliða varnar-
samstarfi íslands og Bandarikjanna
er sú sérstaða. sem samband okkar
við Bandaríkin hefur notið, úr
sögunni."
Skynsamlegt er, að í umræðum
um framtíð varna Islands verði
áfram byggt á varnarsamningnum
við Bandaríkin, enda sé unnt að
treysta orðum Bandaríkjastjórnar
um að inntak hans birtist með sýni-
legum varnarviðbúnaði. Jafnframt
verða íslendingar að axla meiri
ábyrgð á eigin öryggi.
Höfundur er dómsmálaráðherra.
Greinin birtist upphaflega á vef
Bjarnar, www.bjorn.is,
en millifyrirsagnirnar eru Blaðsins.
Björn
Bjarnason
FERMINGARDAGURINN MINN
FÆST í
ÖLLUM
HELSTU
BLÓMA-
OG BÓKA-
VERSLUNUM
LANDSINS
Gestabók • Myndir • Skeyti
S rmi inaArvXvanritm mí
tftAtak tDyntNt
Framleit af Múlalundi vinnustofa SÍBS
MUL-ALUNDUR
VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • Pósthólf 5137 • 125 Reykjavík