blaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 10
MÁNUDAGUR 20. MARS 2006 blaðiö 10 I ERLENDAR FRÉTTIR Andófsmanni sleppt í íran Einum þekktasta andófsmanni ír- ans hefur verið sleppt úr haldi. Blaðamaðurinn Akbar Gamji var árið 2000 dæmdur í sex ára fangelsi fyrir greinaflokk sem hann skrif- aði þar sem hann hélt því fram að háttsettir embættismenn tengdust morðum á andófsmönnum. Erlendir fréttaritarar í Iran segja að Ganji hafi með framgöngu sinni aukið baráttuanda þeirra sem berj- ast fyrir umbótum þar í landi en þar ræður afturhaldssöm klerkastjórn ríkjum. Ganji sætti löngum einangrunar- vist í fangelsinu og mótmælti því með nokkurra mánaða hungurverk- falli í fyrra. Þar hélt hann áfram að gagnrýna mannréttindabrot stjórnvalda. Ganji tilheyrði forðum Byltingar- verðinum, sérsveit og stjórnmála- lögreglu klerkastjórnarinnar. Hann hafði hins vegar forréttindi, gerðist blaðamaður og fullyrti í greina- flokki að ráðamenn hefðu komið nærri morðum á andófsmönnum á tiunda áratugnum. Ganji hélt áfram skrifum sínum í fangelsi og tókst að smygla út bréfum sem birt hafa verið á Netinu. Árið 2002 barst frá honum stefnu- skrá lýðveldissinna þar sem hann lýsir því hvernig breyta beri Iran í lýðræðisríki. Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa lýst yfir stuðningi við baráttu Ganji og hefur George W. Bush lofað hugrekki hans sérstaklega. Kosningar í Hvíta-Rússlandi neuters Forsetakosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi í gær þar sem gjarnan er sagt að við völd sé síðasti einræðisherra Evrópu. Þar ræðir um Alexander Lukas- henko, forseta. Stjórnarandstaða hefur vænt forsetann um svik og ólýræðisleg vinnubrögð og hefur verið tekið undir þær fullyrðingar á Vesturlöndum. Forsetinn hefur m.a. komið í veg fyrir að andstæðingar hans fái aðgang að fjölmiðlum. Fullvíst er talið að Lukashenko fari með sigur af hólmi og boðaði stjórnarandstaðan til mótmælafundar í höfuðborginni, Minsk, í gærkvöldi. Myndin sýnir Alexander Milinkevich, annan tveggja frambjóðenda stjórnarand- stöðunnar, ásamt konu sinni Inna Kulei eftir að hafa greitt atkvæði í gær. Vilja losna við ræður Chavez Stjórnendur sjónvarpsstöðvar einnar í Caracas, höfuðborgar Venesúela, hafa farið þess á leit við yfirvöld dómsmála að breytt verði lögum sem gera fjölmiðlum í einkaeigu skylt að varpa út ræðum stjórnmálaleiðtoga. Beiðni þessi er einkum sett fram vegna ræðuhalda Hugo Chavez, for- seta Venesúela, sem fly tur oft í viku hverri langar ræður sem dreift er á útvarps- og sjónvarpsrásum. Að auki stjórnar forsetinn eigin sjón- varps- og útvarpsþætti, sem ber nafnið „Halló herra forseti", um helgar sem er sex klukkustunda langur. Honum dreifa ríkismiðlar Venesúela. Samkvæmt gildandi lögum geta stjórnvöld skyldað önnur fjölmiðla- fyrirtæki til að dreifa ræðum stjórn- málamanna. Lögin gilda einnig um varaforseta landsins og ráðherra í ríkisstjórninni. Iðulega gerist það að ráðamenn flytja ræður hver á eftir öðrum og er þeim miðlað til al- mennings líkt og lög kveða á um. Framkvæmdastjóri IBC-sjón- S?TkR BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00 - 20.00 Okkur vantar fólk til starfa við afgreiðslustörf.. VERKSVIÐ • Grænmetisborð og pantanir • Vöruáfylling • Kassi Um er að ræða fullt starf eða hlutastarf... Upplýsingar veitir verslunarstjóri Friðrik Sigþórsson Verslunarstjóri: Þín verslun Spar Gsm: 897-0379 Sími: 544-4510 Frissi@sparverslun.is ~ ~ Reuters varpsfyrirtækisins í Venesúela sagði í viðtali að Chavez forseti misnotaði aðstöðu sína til að halda uppi inn- rætingu sem minnti á framgöngu ráðamanna á Kúbu og í Zimbabwe. „Þessi ræðuhöld þekkjast hvergi í lýðræðisríkjum. Þetta er nokkuð sem gerist aðeins í löndum þar sem stjórnvöld eiga í miklum vanda,“ sagði framkvæmdastjórinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.