blaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 6
+
6 I INNLENDAR FRÉTTIR mánudagur 20. mars 2006 blaöiö
Háskólaþorp á svæði varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli?
Um leið og stjórn Samfylkingar-
innar í Reykjanesbæ harmar að
nú skuli koma til uppsagna starfs-
manna bandaríska varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli bendir hún á að
við þessi tímamót skapist óþrjótandi
möguleikar við uppbyggingu á svæð-
inu. Þetta kemur fram í ályktun sem
stjórnin sendi frá sér í gær.
Offramboð af þjónustu
„Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingar bentu frambjóðendur Sam-
fylkingarinnar á að eitt af mikil-
vægustu verkefnum kjörtímabilsins
væri að undirbúa viðbrögð vegna
verulegrar fækkunar í herliðinu á
Keflavíkurflugvelli.
Viðbrögð sjálfstæðismanna voru
þau að þetta mætti ekki ræða enda
lýsti oddviti þeirra, Árni Sigfússon,
því yfir að hann ætlaði að sjá til þess
að ekki yrði um verulega fækkun
að ræða, þetta tal væri hins vegar
sönnun þess að Samfylkingin í
Reykjanesbæ ætlaði að reka herinn,“
segir meðal annars í ályktuninni.
Síðar segir hins vegar:
„Þá er mikilvægt að tekið sé tillit til
þess, að við brotthvarf varnarliðsins
verður til umframgeta (offramboð) á
þjónustu vegna þess að hermenn og
aðrir sem tilheyra varnarliðinu hafa
nýtt sér margvíslega þjónustu utan
vallarsvæðisins. Þess vegna þarf að
skapa möguleika á að „nýtt“ fólk setj-
ist að, jafnvel tímabundið, í þeirri
byggð sem nú er á Keflavíkurflug-
velli. Mikilvægt er einnig að þess sé
gætt að íbúðir og önnur mannvirki
sem þarna eru í miklum mæli fari
ekki inn á almennan markað, því
það gæti riðið byggingariðnaðinum
á Suðurnesjum að fullu og hefði
einnig veruleg áhrif á fasteignaverð
á svæðinu.
Sem dæmi um starfsemi sem
hentað getur vel á þessu svæði má
nefna háskólaþorp, þannig væri
hægt að nýta íbúðarhúsnæðið sem
vistir, mötuneyti, íþróttahús o.s.frv.
Þetta gæti t.d. verið útibú frá þeim
háskólum sem starfa hér á landi og
e.t.v. í samstarfi við erlenda háskóla.
Óþrjótandi möguleikar
Möguleikarnir eru óþrjótandi. Það
er því mikilvægt að menn sameinist
nú um samninga um viðskilnaðinn
svo hægt sé að hefja uppbygginguna
sem fyrst.
Stjórn S amfylkingarinnar í Reykja-
nesbæ skorar því á alla sem koma
að þessu máli að taka nú höndum
saman í þeim tilgangi að mæta
þeim tímabundnu erfiðleikum sem
brottför hersins hefur í för með sér,
nægur tími hefur nú þegar farið for-
görðum,“ segir að lokum í ályktun
Samfyikingarinnar í Reykjanesbæ.
Engin áhrif á innanlandsflug
1 kjölfar þess að Bandaríkjamenn
hafa sagst vera á förum frá Kefla-
vík hafa vaknað spurningar varð-
andi framtíð innanlandsflugsins
á Reykjavíkurflugvelli. Það virðist
ljóst að íslendingar þurfa nú að
leggja mun meira til reksturs Kefla-
víkurflugvallar en áður var. Það
mætti því ætla að þessi staðreynd
muni vega þungt þegar kemur að
því að ákveða um framtíð innan-
landsflugsins á Islandi.
Keflavík inni í myndinni
Bergþór Ólason, aðstoðarmaður
Sturlu Böðvarssonar, segir í sam-
tali við Blaðið að ákvörðun Banda-
rikjamanna hafi ekki mikil áhrif.
„Það hefur í sjálfur sér engin breyt-
ing orðið í þessum málum," segir
Bergþór. „Það er vinna í gangi
hjá nefnd sem hefur það hlutverk
að kanna þá kosti sem eru í stöð-
unni varðandi framtíð innanlands-
flugsins.“ Bergþór segir Keflavík
vera einn af þeim kostum sem
verið sé að skoða þegar kemur að
framtíðar innanlandsflugvelli.
,Þegar sú nefnd hóf störf þá lá það
þegar fyrir að mikil aukning yrði
í kostnaðarhlutdeild íslendinga
við rekstur Keflavíkurflugvallar
þannig að þessi ákvörðun Banda-
ríkjamanna breytir engu í starfi
nefndarinnar. Ég reikna því með
að innanlandsflugvöllur í Kefla-
vfk sé jafn mikið inni í myndinni
nú sem hingað tiL“ Bergþór sagð-
ist gera ráð fyrir að nefndin skili
af sér á næstunni.
Blam/Frikki
Íraksstríðinu mótmælt
A morgun verða liðin þrjú ár frá því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra gerðu
innrás í írak. Af því tilefni safnaðist hópur fólks saman á Ingólfstorgi á laugardaginn
tU að mótmæla strfðinu.
VOLVOS40 VOLVOV50 VOLVOS60 VOLVOV70 VOLVOS80 VOLVO XC70 AWD VOLVO XC90 AWD
VELDU VOLVO S40. FALLEG STÆRDFRÆOL
Volvo S40 er hátækni. Gott dæmi um fallega stærðfræði og
verkfræðilega snilld. Fullur af orku. Búinn fádæma aksturs-
eiginleikum. Þú finnur ekki fyrir hreyfingu Volvo S40 á jöfnum
hraða. Aðeins fyrir veginum. Afstætt lögmál. Þú sérð um-
hverfið líða framhjá; hefur kannski á tilfinningunni að bíllinn
sé kyrr og jörðin á hreyfingu. Draumabíll.
Reynsluaktu draumabíl bllablaðamanns Morgunblaósins:
„Volvo hefur nefnilega tekist það sem margir hafa áður reynt
og flestir án árangurs; að smíða gæðabíl án þess að slá
nokkuð af kröfunum en um leið að stilla verðinu i hóf.“
Komdu I Brimborg. Skoðaðu fallegt dæmi um áratuga
umhyggju Volvo fyrir öryggi fjölskyldunnar. Öryggi er lúxus.
Veldu Volvo.
Verkfræðileg snilld einkennir Volvo S40
Berðu saman verð og gæði. Berðu saman staðalbúnað
Volvo S40 við staðalbúnað I öðrum lúxusbílum. Þú finnur
WHIPS bakhnykksvörn, SIPS hliðarárekstrarvarnarkerfi og
spólvörn með stöðugleikastýringu I Volvo S40. Einnig ABS
hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, 4 loftpúða auk hliðarloft-
púða, tölvustýrða loftkælingu með hitastýringu, hágæða
hljómflutningstæki með 8 hátölurum, rafdrifnar rúður, upp-
hituð sæti, 16" álfelgur og margt fleira. Sjö hátæknivélar
standa þér til boða. Bensín eða dísil. Komdu í Brimborg.
EuroNCAP öryggisstofnunin verðlaunaði Volvo S40 með
bestu einkunn (5 stjörnur), sama gerði US NCAP. Breska
bílablaðið Auto Express mat Volvo S40 sem besta bílinn í
sínum flokki lúxusbíla; betri en BMW 3 series og Jaguar
X-type. Volvo S40 er besti kosturinn að mati bandaríska
vegaöryggiseftiriitsins (IIHS) og sænska tryggingafélagið
Folksam verðlaunaði Volvo S40 fyrir að vera með bestu háls-
og bakhnykksvörnina. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo!
Komdu I Brimborg. Spurðu söluráðgjafa Volvo á íslandi um
verð og gæði. Við gerum þér gott tilboð um staðgreiðsluverð
fyrir gamla bílinn.
Volvo S40 bensín.
Verð frá 2.395.000 kr.*
Volvo S40 dísil.
Verð frá 2.765.000 kr.*
* Brimborg og Volvo áskilja sór rétt til aö breyta veröi og búnaöi án fyrirvara og aö auki er kaupverö háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráögjafar Brimborgar.