blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 14
blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. MÁL ALLRA NATO-RÍKJA Atlantshafsbandalagið (NATO) er öryggisbandalag 26 aðildar- ríkja, sem gengist hafa undir skýrar og gagnkvæmar skuldbind- ingar. Mikilvægt er að þessu sé til skila haldið nú þegar tímamót hafa orðið á sviði íslenskra varnarmála. I varnarsamningi Islands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 er að finna skýra NATO-tengingu m.a. hvað varðar hugsanlega uppsögn hans. Því er sjálfsagt og eðlilegt að Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, fylgist ekki aðeins með framvindu mála í viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um mögulega framtíðarskipan varna hér á landi. Framkvæmdastjórinn hlýtur einnig að beita sér fyrir því að fram komi lausn sem allir aðilar, íslendingar, Bandaríkjamenn og aðildarríki NATO, geti fellt sig við. Nú hefur framkvæmdastjórinn í samtölum við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra látið orð falla sem ekki verða skilin á annan veg en þann að Jaap de Hoop Scheffer sé tilbúinn að taka þá forustu á þessum vettvangi sem fylgir embætti hans. Framkvæmdastjórinn hefur rætt varnir íslands við ráðamenn í Bandaríkjunum og komið því sjónarmiði á framfæri að brotthvarf varnarliðsins snerti ekki aðeins öryggishags- muni íslendinga heldur ræði um mál sem varði öll aðildarríkin 26. Þessi ummæli framkvæmdastjórans eru mikilvæg og sýna að viðræður varð- andi framtíðarskipan varna íslands eru komnar i ákveðinn farveg. Þótt ummæli íslenskra ráðamanna séu sum hver til marks um að þeir telji að trúnaðarbrestur hafi orðið með Islendingum og Bandaríkja- mönnum vegna einhliða ákvörðunar þeirra síðarnefndu að kalla her- þotur og þyrlur á brott frá íslandi er mikilvægt að menn rasi ekki um ráð fram. Lítt dulbúnar hótanir þess efnis að Islendingar muni jafnvel segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin eru ekki við hæfi á þessu stigi máls. Sjálfsagt og eðlilegt er að kannaðar verði ítarlega forsendur þess að samstarfinu verði haldið áfram. Telji fslendingar tillögur banda- rískra ráðamanna á hinn bóginn með öllu ófullnægjandi er ljóst að end- urmeta þarf stöðuna. Hin meginstoðin í íslenskum öryggismálum, NATO-aðildin, stendur óhögguð og þótt engu skuli spáð sýnist að gerlegt eigi að vera að tvinna þessar tvær stoðir saman með nýjum hætti. Þá er átt við framkvæmd loftvarna sem eðlilegt sýnist að leitað verði til NATO vegna og hins vegar öryggisviðbúnað í Keflavík og getu til að taka við herliði skapist óvissu- eða hættuástand sem áfram gæti verið á hendi Bandaríkjamanna. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Er hárið farið að (práíM) og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroöan lausnin! Langar þig til að ferðast á ótrúlega hagstæðu verði? Flug frá Kaupmannahöfn út í heim BANGKOK FRÁ ISK 49.900,- BALI FRÁ ISK 58.305,- BEIJING FRÁ 50.650,- BOSTON FRÁ 24.990,- J|||^ Bókið á netinu WWW.ferd.is y-r-c-Á-, 7c~; Eða hafið samband í 846 2510 Út í heim með Ferö is Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Greclan 2000 hárfroðan fæst : í apótekum, á hársnyrtistofum og í Hagkaupsverslunum. 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 blaóió ALVEG ER ÓTRÚLEGT fjVAt) >tSSÍR. RÍKiSSTARFSiíltNH GfTfl FjöLGAf SÉR. JáaA.Miw HefUR Víst TJolGtV LiM MEtRA EN ?000 í ReYKaVÍK Á Landkynning bankanna Ég var ekki orðinn tiltakanlega hár í loftinu þegar ég áttaði mig á því að Island væri lítið land úr alfaravegi. Um leið drakk ég í mig þá viðteknu skoðun að álit útlendinga á íslandi skipti máli. Þegar erlenda gesti bar að garði var mikið með þá látið og ekkert til sparað til þess að þeir hrif- ust af landi og þjóð. Ég nenni ekki að skrifa málsgreinina um „How do you like Iceland“ og allt það, en les- andinn áttar sig á því hvað ég er að fara. Kannski þessi löngun stafi af minnimáttarkennd eins og margir hafa haldið fram, en ég held nú raunar að afbrigði af gestrisni komi við sögu líka, líkt og áður vildu menn að gestir bæru bænum og ábúendum góða söguna. Hér má svo ímynda sér að ég skrifi setningu, sem endar á „hveim er sér góðan getur.“ Þegar ég var farinn að stauta mig á erlendum tungumálum man ég svo að ég var alltaf jafnstoltur þegar íslands var getið í erlendum fjölmiðlum eða bókum. Enn þann dag í dag finnst mér meira að segja nokkuð til um það þegar landsins er getið með einhverjum hætti í út- lendum bókum. Það veit þá einhver að við erum til, hugsa ég. Ekki alltaf alveg rétt sagt frá En á hinn bóginn hefur lesningin ekki alltaf verið jafnánægjuleg. Ekki vegna þess að menn fjalli svo illa um land og þjóð, oftast öðru nær, en van- þekking höfundanna á Islandi hefur jafnan sviðið sárast. Maður hefur nefnilega rekið sig á það aftur og aftur - nánast undantekningalaust - að í hvert sinn, sem fjallað er um Island í erlendum miðlum, er rangt farið með staðreyndir, einhver dauð- ans della dregin fram eða málin mis- skilin. Þetta á jafnvel við um virðu- legustu fréttastofur og fjölmiðla, sem maður hefur vanist að treysta í hvívetna. Stundum stendur manni hjartanlega á sama; ofmælt álfatrú íslendinga skiptir ekki miklu máli til eða frá. En það eru til ranghermi, sem geta skipt verulegu máli. Andrés Magnússon Er kreppan að koma? Þetta fór ég að hugsa um leið og ég las fréttir héðan og þaðan í Evrópu um íslenskt efnahagslíf, ástand banka- kerfisins og ríkisfjármála. Ekki vil ég draga úr því að þenslan hér kann að vera varhugaverð, sumir bankarnir hafa kannski verið fulláhættusæknir fyrir minn smekk og Guð veit að rík- isstjórnin hefur engan veginn haft þann hemil á ríkisútgjöldum, sem ég hefði kosið. En á sama tíma held ég að það sé afar erfitt að benda á eitthvað ákveðið, sem óumfýjanlega verður þess vald- andi að allt komist hér á vonarvöl með verðbólgubáli, fallandi gengi og hruni framleiðni og hagvaxtar. Eigin- lega alls ekki. Hitt má hins vegar vel vera að það slái eitthvað í bakseglin, en það þarf síður en svo að vera af hinu illa. Hagkerfið má alveg við því að hægja aðeins á sér. Þegar maður les hinar erlendu greiningardeildarskýrslur verður maður þess fljótt áskynja að þar er sjaldnast að finna neinar nýjar stað- reyndir, sem okkur Islendingum hafa ekki verið ljósar. Þar ræðir fyrst og fremst um opinberar tölur og staðreyndir. En greiningardeild- irnar setja þær í nýjan búning. Að sumu leyti minnir sá starfi á blaða- mennsku og mig grunar að svipuð lögmál gildi. Efniviðurinn er ekki alltaf glænýr eða öldungis óþekktur. En þá skiptir máli að fyrirsagnirnar fangi lesandann. Það er nauðsynlegt að halda því til haga, að jafnvel hálærðir greining- arsérfræðingar hjá fínum bönkum og fyrirtækjum úti í heimi þekkja Island aðeins af afspurn. Þar til fyrir örskömmu vissu þeir varla að íslenskur bankamarkaður væri til, en á augabragði hafa íslenskir banka- menn verið að gera sig gildandi. Van- þekkingin er því yfirgripsmikil eins og Seðlabankastjóri orðaði það ein- hverntíman af öðru tilefni. Hvað er þá til ráða? Eins og jafnan felst það í upplýsingu. Islensku bankarnir þurfa að kynna sig með ýtarlegri og gegnsærri hætti en verið hefur. Stunda landkynningu. Ogþað þurfa þeir að gera nú þegar. I atvinnu- grein þar sem traust er eina eignin, sem máli skiptir, geta hrakspádóm- arnir nefnilega orðið til þess að þeir rætist, án þess að nokkuð annað komi til. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið Stjórnmálaflokkur sem vill að Island afsali sér fullveldi til ESB, vill afrita skandínavískt velferð- arkerfi á þjóðfélagið og telur að Sameinuðu þjóðirnar eigi að taka ákvörðun um það sem upp á vantar f lífinu hann hlýtur að velja stefnu sinni kjörorðin „Sjálfstæð utanríkisstefna". Það er óhjákvæmilegt. Ekki síst þegar það liggur fyrir að forysta flokksins hefur sýnt það sjálfstæði að fela fyrrum sendiherra frá Helsinki að semja stefnuna fremur en að gera það sjálf. Án þess- ara kjörorða erekki víst að allir fatti djókinn. En eftir að Islendingar hafa tekið upp allar reglu- gerðir og tilskipanir ESB, flutt löggjafann til Brussel, heimfært norræna velferðarmódelið óbreytt og legið á já-takkanum á allsherjar- þinginu þá vill Samfylkingin auðvitað aukinn veg hins almenna Islendings í „samræðustjórn- málum" og „þátttökulýðræði". VtfWÖÐVILJINN, 21.111.2006. Wýjasta tölublað tímaritsins Þjóðmála er komið út, en það er þungavigtar- rit á hægri væng stjórnmálanna, sem geldur einna helst fyrir það að eiga sér ekkert mótvægi á vinstri vængnum. í Þjóðmálum kennir ýmissa grasa og er meðal annars birt ræða Davíðs Oddssonar, sem hann flutti við upphaf Læknadaga nú í janúar og ber fyrirsögnina (skoðanafríi. Eins og við er að búast kemur hann víða við og það ærið hnyttilega. Ræðunni lauk hann svo; „Þetta voru sjálfsagt nokkuD sundurleitar vangaveltur, en við því var að búast, þegar klipptogskond@vbl.is leitað er til manns sem er nýkominn I skoðana- frl. ífég hefði verið að tala við útrásarriddar- ana okkarþá hefði ég sagteins og forsetinn: „Góðirgestir, við erum bestir"og ekkiþurftað hafa þá ræðu lengri. Klippari spyr það utan úr heimi - gott og vel, úr DV - að Unni Birnu Vil- hjálmsdóttur, ung- frú heimi, hafi boðist að vera kynnir á Evrósjón-keppninni í Aþenu í vor. Eru forráðamenn keppninnar ekki með réttu ráði? Vissulega eru (slendingar vel að þeim heiðri komnir, en Unnur Birna talar varla stakt orð í grísku. Mega allir sjá að ef til kæml yrðl fulltrúi lands elds og ísa vltaskuld einhver meistari á borð við Egil Helgason eða Sigurð A. Magnússon.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.