blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 20
4- 28 I HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 Ma6iö Föndrað fyrir páskana 4 Það er fátt heimilislegra en hand- gerðir hlutir sem gefa heimilinu persónulegan blæ. Verslunin Völu- steinn býður upp á mikið úrval föndurefnis sem hægt er að leika sér með og búa til fallega hluti. Það þarf ekki alltaf að kosta miklu til og gamlir hlutir geta auðveldlega fengið andlitslyftingu. Þannig má mála á gamlar vínflöskur og nota sem skraut. í Völusteini er hægt að fá límmiða af ýmsum gerðum til að setja á flöskurnar og glæða þær nýju lífi. Nú þegar páskarnir nálgast finna margir hjá sér þörf til að gera breyt- ingar á heimilinu, guli páskadúkur- inn er dreginn fram og kerti keypt til að hafa í stíl. Sumir fara jafnvel út í garð og klippa greinar af limgerð- inu til að láta þær laufgast í vasa. Á greinarnar má síðan setja páska- unga eða skraut- egg sem ýmist eru úr frauðplasti eða handmáluð hænu- egg sem búið er að blása úr. VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR www.markisur.com Dalbraut 3,105 Reykjavík ■ Nánari upplýsingar í sima 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Astonish. Frábærar umhverfisvænar hrein- lætisvörur, góðar fyrir vorhre- ingerninguna. Vorum að fá margar nýjungar bæði fyrir heimilið og bílinn. Tómstundahúslð, Nethyl 2, siml 5870600, www.tomstundahusid.is Lesið i teppin í lítilli verslun í Kópavoginum, inn á milli húsbúnaðarverslana sem bjóða upp á líkan varning, er að finna seiðandi strauma menn- ingaráhrifa austursins. Þar er að finna handgerða gersema frá ólíkum löndum, meðal annars fallegar ullarmottur sem bera meiru en vönduðu handbragði vitni. Þar er að finna árþúsund ára gömul mynstur í bland við myndir af sprengingum nútím- ans, hnýtt í ull. Ester Sveinbjarnardóttir setti á stofn verslun með handgerða hluti fyrir þremur árum sem selur húsgögn og gjafavöru. „Ég byrjaði að flytja inn teppi fyrir þremur árum því þau pössuðu vel inn í vörulínuna mína þar sem allt er handgert. Fyrir einu og hálfi ári tók ég svo við Töfratepp- inu, verslun með teppi frá Pakistan, Afganistan, Túrkmenistan og íran. Stundum hef ég einnig verið með teppi frá Tyrklandi líka,“ segir Ester. Aldagömul nytjalist Teppin eru hand- hnýtt af hand- verksmönnum sem koma frá N-Pakistan, S- Afganistan, Iran og Túrkmenistan. Teppagerðin er fjölskylduiðja á þessum slóðum og Ester segir að það sé nytjalist sem maðurinn hafi lengi ástundað, þó ekki liggi fyrir hvenær sú iðkun hófst. „Það hafa fundist leifar af teppum sem samkvæmt ald- ursgreiningu voru hnýtt um 500 árum fyrir Krist og á þeim má sjá þessi fornu mynstur sem enn eru hnýtt í þessum hluta heimsins. Það hefur ekki mikið breyst í mynstur- gerðinni og myndmálið lýsir mikið þessum táknmyndum úr umhverf- inu. Pakistanar eru til að mynda mjög hefðbundnir og nýta nær ein- göngu gömlu mynstrin.“ Sprengjur í bland við guðleg tákn „Hirðingjamotturnar sem ég hef til Ester Sveinbjarnardóttir segir að þó leikmönnum finnist motturnar aliar líkar finnist henni þær gríðarlega ólikar. sölu segja þó nýrri sögu. Hirðingjar vefa sögu sína í teppin og taka mikið mið af umhverfi sínu. I teppin má lesa þau styrjaldaátök sem geisað hafa á þessu svæði eins og í teppum Belouch-hirðingja. Þeir flökkuðu frá Kákasus í Rússlandi og niður til Iran, sem áður var Persía, og alveg upp í norðurhluta Pakistan. Þeir hirðingjar sem ég kaupi teppi af í dag eru í flóttamannabúðum í La- hore í Pakistan. Þetta fólk bjó áður í Afganistan en er nú landflótta vegna átaka þar.“ Ester segir að þó leikmönnum þykji motturnar allar svipaðar séu þær gríðarlega ólíkar í hennar augum. „Þetta er myndmál sem lýsir sögu þessa fólks. Þarna ægir saman fornum táknum í bland við myndir af sprengingum nútím- ans. Teppin eru notuð til að bera sög- urnar áfram til framtíðar, þar birtist mannkynssagan." Vestræn áhrif ívinnslunni Upprunalega voru teppin jurtalituð líkt og nú er gert við sveitar- og hirðingja- teppin, sem gaf þeim náttúru- 1 e g a áferð. Það var á millli- stríðsárunum sem farið var að lita ullina með efna- litum en fyrir þann tíma uppfylltu litirnir ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru til teppana. Ullin er gróf- hreinsuð og þannig helst ullarfitan STAINUSS STEEL Ólik merking litanna: Grænn: Litur guðanna, tákn um grósku og gjafir náttúrunnar. Tákn vonar og heiðarleika. Rauður: Litur ástríðu og krafts. Táknar einnig viljastyrk, lífs- kraft og lífsgleði. Gulur: Litur sólarinnar og ljóss- ins sem tengist rökhugsun og skýrleika. Blár: Litur hvíldar, friðar og ör- yggis. Táknar einnig tjáningu, hraða, stefnu og ákveðni. Bleikur: Litur umhyggju og skil- yrðislausrar ástar. Appelsínugulur: Litur sjálf- stæðis, innsæis og alsælu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.