blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 27
blaðið MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 nbií/ __ ' AFÞREYIMG I 35 Hvað er að gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur Knu á gerast@bladid.net 10.30-Málþing Staða og stefna í erlendum tungumálum Hátíðarsalur HÍ 12.15-Fyririestur Kjartan Jónsson, Jón Tryggvi Sveinsson og Sibeso Imbula: Vinir Afríku Oddi - stofa 202 12.20-Fyrirlestur Inga Jóna Jónsdóttir: Hvað einkennir fjárfestingar lítilla og meðalstórra fyrirtækja í starfsþjálfun... Oddi - stofa 101 12.20-Fyrirlestur Haukur Freyr Gylfason: Heilsu- tengd lífsgæði barna með ein- hverfu og foreldra þeirra Oddi - stofa 201 14.00-Leikrit Glæpir og góðverk Iðnó Miðasala á www.midi.is 17.00-Fyrirlestur Richard Vine: Þrír meginþættir alþjóðlegrar listsköpunar: Hinn hefðbundni, hinn pólitíski og hinn frumkveðni. Listasafn Reykjavíkur - Fjöl- notasalur Hafnarhússins Ritstjóri listatímaritsins Art in America er staddur hér á landi í tilefni af opnun sýningar Guð- jóns Bjarnasonar. 17.00 - HeimHdamynd Laibach - Sundruð ríki Ameríku GaHerí Humar eða frægð Mynd eftir Saso Podgorsek frá Slóveníu verður sýnd. Hún fyigir Laibach á ferð um BNA fyrir tveimur árum en stór hluti mynd- arinnar fer í að greina bandarískt samfélag, hugsunarhátt, hernað- arhyggju, atburðina 11. septem- ber o. fl. „Of pólitísk" stóð í tölvupóstinum frá RÚV þegar myndinni var hafnað. 20.00-Leikrit Pétur Gautur Þjóðleikhúsið Miðasala á www.midi.is 20.00 -Leikrit Eldhús eftir máli Þjóðleikhúsið Miðasala á www.midi.is 22.00-Tónleikar Hudson Wayne Sirkus Liður í Sheptone kvöldum Sirk- uss. Ný lög í bland við gömul. 22.00 -Tónleikar Laibach - í öllu sínu veldi Midi.is | Nasa við Austurvöll. Sennilega áhrifamesta band sem enginn kannast við. „HAM, Rammstein, Nine Inch Na- ils og margir fleiri væru ekki til ef Laibach hefði ekki rutt braut- ina. Betri en Wagner, sætari en Tito, Hitler og Bítlarnir til sam- ans.“ - Óttarr Proppé, Ham/ Dr. Spock. ■ Smáskifurýni Pink-Stupid girl í laginu gagnrýnir Pink útlits- dýrkun og grunnhyggni sem veður uppi í poppheiminum og sparkar í rassinn á glamúrgellum eins og Pa- ris Hilton. Metanaðarfullar stelpur fá hins vegar verðskuldað klapp á bakið. Rosalega gaman er að heyra vinsæla söngkonu eins og Pink skjóta svona harkalega á poppmenn- inguna. Lagið er frábært að flestu leyti og ég vona að það verði til þess að fólk vakni og lykti af kaffinu. ★ ★★★ Craig David - Unbelieveble Eina sem er ótrúlegt við lagið Un- believeble er hvað það er hrikalega væmið. Textinn inniheldur þessi fleygu orð; „You complete me“ í text- anum. Ég sem hélt að það væri bara sagt í gríni ef maður vildi herma eftir Dr. Evil í kvikmyndinni um Austin Powers. Lagið er þó vel útsett og þá sérstak- lega strengirnir sem rétt fá að óma fyrir aftan meginburðinn. Þegar uppi er staðið er það samt allt of sykurhjúpað, meira að segja fyrir útvarpsstöðvar eins og Fm 957 og KissFm. ★ ★ INXS - Afterglow Ef INXS höfðu eitthvað eru þeir löngu búnir að missa það. Það þýðir ekkert að reyna að bjarga slöku lagi með risastórum útsetningum, strengjum og flottum hljóm. Eg lít bara á það eins og þeir séu að monta sig fyrir að þéna vel á sjónvarps- þættinum sínum. Nýi söngvarinn stendur sig ágætlega en lagið er ein- faldlega allt of flatt og leiðinlegt til að virka. ★ Embrace - Nature's Law Það er ekki hægt að segja neitt virki- lega slæmt um þetta lag en ekki heldur neitt virkilega gott. Þegar ég heyrði það fyrst fannst mér ég hafa heyrt það mörgum sinnum áður, enda hef ég hlustað smá á Coldplay, sem hefur greinilega haft áhrif á Embrace. Nature’s Law er voðalega ljúft lag með strengjum og píanói og öllu því sem ætti að gera lög falleg. Lagið er samt bara meðalmennska, alla leið. ★★-y Madonna - Sorry Maður veit aldrei hvar maður hefur Madonnu. I þetta skipti bíður hún eftir manni á dansgólfinu úr Sat- urday Night Fever og syngur fyrir mann fínasta diskó slagara. Lagið er samið til að hreyfa rassa og náði að hrista á mér höfðuðið meðan ég sat fyrir framan skrif- borðið mitt. Diskóið deyr ekki á meðan Madonna gefur út plötur, nema ef hún gefi út kántrí plötu næst. ★★★^ atli@bladid.net Herra Örlygur blótar vorið Ný tónlistarhátíð vaknar til lífsins með komu lóunnar. Hún verður haldin í Reykjavík dagana 27.-30. apríl og er í höndum sömu aðila og IcelandAirwaves í október. Hr. Örlygur í samvinnu við Ice- landair stendur í fyrsta skipti fyrir tónlistarhátíðinni Vorblót/Rite of Spring. Á Vorblótinu ægir saman ýmsum tónlistarstefnum og straumum - allt frá taktfastri sígauna tónlist frá Belgrad (KAL) og íslensku balkan- polka (Stórsveit Nix Noltes) til bras- ilísks bossanova (Ife Tolentino) og funheits salsa frá Bretlandi (Salsa Celtica). Soul Jazz Records kemur með klúbbinn 100% Dynamite sem framreiðir fönkaða reggí, dub og ska tónlist og Petter úr reggí sveit- inni Hjálmum kynnir til leiks nýtt sóló-verkefni á hátíðinni. Mezzoforte mætir Flís og Bogomil Font bjóða einnig upp á nýjungar á Vorblótinu í formi nýs samstarfsverkefnis sem þeir eru að sjóða saman þessa dagana. Það byggist á calypso tónlist frá Trinidad og Tobago og klúrum íslenskum textum og fréttaskýringum. KK verður á blúsnótunum á Vor- blótinu með hljómsveit sinni Blue Truck. Einn af stórviðburðum hátíðar- Hljómsveitin KAL frá Serbíu er meflal þeirra sem koma á Vorblót Hr. Örlygs. innar eru síðan tónleikar Mezzo- forte sem hafa ekki spilað hérlendis um nokkuð skeið. Þeir koma þó fun- heitir úr ferðalagi um Indónesíu og Mið-Evrópu. Tónlistarhátíðin fer fram á NASA við Austurvöll. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi Hr. Örlygs, lofar að engar raðir verði á hátíðina en mörgum er enn í minni gífurlega langar raðir á Iceland Airwaves í október. „Og við ætlum að taka fast á þessu á Airwaves líka. Sjá til þess að sagan endurtaki sig ekki.“ SÆKTU LAGIÐ! Black Grease með Black Angels Miðasala er þegar hafin erlendis í gegnum sölukerfi Icelandair. Hér landi mun hún hefjast miðvikudag- inn 5. apríl. Hún mun fara fram í verslunum Skífunnar og BT og á netinu á Midi. Miðaverð er 2.900 kr (auk 225 kr. Miðagjalds) á hverja tónleika, en einnig verður hægt að kaupa miða sem gilda á alla hátíðina sem kostar 5.900 kr (auk 400 kr miðagjalds). Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð Þessir spiluðu á hinni risastóru South by South West tónlistarhátið og voru víst svakalegir. Þétt eyöi- merkur-indlrokk eins furðulega og það kann að hljóma. Blaðið treyitir þvíaö lesendur sínir kunni skil á lögumum höfundarrétt. Bíldshöfða 5a Óskum eftir duglegu og kraftmiklu fólki til starfa á Hlöllabátum Nánari upplýsingar veitir Kolla í síma 892 9846 eða á staðnum eftir kl. 14.00. VOR OG HEILSÁRSDRAGTIR NÝ BLÚSSUSENDING —VEphlIsfíniL v/Laugalæk • sími 553 3755

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.