blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 30
38IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 blaðið EKKI ÚT AÐ BORÐA Smáborgarinn skilur ekkert í þeirri áráttu stórborgara þessara lands að þurfa að éta að heiman flesta daga vikunnar. Að rjúka út við öll möguleg tækifæri til að eyða stórfé í mat sem borinn er fram af unglingum, nú eða útlendingum, og borðaður innan um hóp af ókunnugu fólki sem yfirleitt bæði reykir og hefur hátt. Nei, smáborgarinn kýs þá mun frek- ar að sjóða sér hafragraut, nú eða ýsubita heima við og borða fyrirframan sjónvarp- ið-helst einn. Svínakjöt og sveskjugrautur Það gerðist dögunum að til borgarinnar kom góður vinur smáborgarans. Sá hafði samband daginn áður og ákveðið var að hittast og borða saman. Smáborgarinn ákvað að rétt væri að bjóða nú vini sínum eitthvað sérstaklega gott og hélt þvt út í Bónus til að kaupa eitthvað lostæti. Fyrir valinu varð einhverskonar svína- kjöt í súrsætri sósu frá árinu 1944 sem starfsmaður hinnar ágætu verslunar sagði Smáborgaranum að hægt væri að hita í örbylgjuofni á skammri stundu. Keyptir voru tveir skammtar. í eftirmat keypti smáborgarinn síðan sveskjugraut í fernu og rjóma til að hella útá. Þegar vinurinn hringdi síðar um dag- inn fékk hann greinargóða lýsingu á þeim krásum sem hann ætti von á. Það olli smáborgaranum hinsvegar miklum vonbrigðum að vinurinn svaraði eftir smá hik að hann væri með ofnæmi fyrir sveskjum og gæti trúar sinnar vegna ekki borðað svínakjöt. Smáborgarinn var ekki viss um að hann tryði vini sínum fullkom- lega. Smáborgarinn féllst því á það með semingl að hltta vin sinn á ónefndum veitingastað í Reykjavík. •• Ofvirkur starfsmaður Þar komst hann að því að allar grunsemd- ir um veitingastaði landsins voru á rökum reistar. Hinn góði félagsskapur fór ofan garðs og neðan sökum hávaða í öðrum gestum, sem og stöðugra truflana starfs- stúlku nokkurrar sem virtist vera í fullu starfi við að koma á tveggja mínútna fresti og spyrja gesti staðaríns hvernig maturmn smakkaðist. Og hið hreinskilna svar Smáborgarans um að hann væri nú bara alls ekkert góður virtist koma henni jafn mikið á óvart í hvert skipti sem hún spurði. Að lokum kostaði maturinn tvö þúsund kall, en fyrir þann pening er jú hægt að kaupa fullt af bæði hafragrjón- um og ýsubitum. Nei, þá er nú betra að borða bara heima. HVAÐ FINNST ÞÉR? Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi. Þýðir brottför hersins að innan- landsflug færist til Keflavíkur? „Mér finnst þetta auka líkurnar á því að innanlandsflugið fari til Keflavíkur. En ég bendi á að það er í gangi samstarf um að kanna alla möguleika, á milli borgar og samgönguráðuneytis. Það er sjálfsagt að menn leiði það samstarf til lykta. Eigi að siður þá hef ég alltaf sagt að þetta sé kostur sem kanna þurfi sérstaklega vel. Ég hef aldrei sagt að það sé einhver höfuðnauðsyn að innan- landsflugið fari til Keflavíkur, en mér finnst það liggja svo beint við þegar við horfumst í augu við kostnaðinn af rekstri tveggja flugvalla." Spurningar hafa vaknað um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Ijósi þess að Bandaríkjamenn hyggjast yfirgefa Keflavíkurflugvöll. Hjartaknúsarinn Josh Hartnett segir ungar þotuliðssvk- ísur eins og Paris Hilton og Lindsay Lohan hræðilegar fyrirmyndir fyrir unga aðdáendur sína. Hartnett óttast að þær fegri sjálfselsku og grunn- hyggni í augum aðdáenda sinna sem vilji vera alveg eins og þær. „Það sem hræðir mig mest við poppmenningin- una er að fólk er farið að halda að þeir eigi að líta út eins og stjörnurnar," sagði Hartnett áhyggjufullur í viðtali. „Vinkonur litlu systur minnar líta út eins og Paris Hilton og Lindsay Lohan. Mér finnst það ekki vera neitt til að sækjast eftir." Yoko Longoria Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria finnur fyrir mikilli reiði frá aðdáend- um San Antonio Spurs vegna þess að þeir eru hræddir um að hún trufli frammistöðu kærastans, Tony Parker, á vellinum. Longoria grínast með að fólk í San Antonio líti á hana sem Yoko Ono liðsins og óttist að hún valdi sama skaða og Ono olli Sambandi Lennons og McCartney. „Ekki það að fólk sé að tala um þetta við mig, en ég hef fundið fyrir pirringi í minn garð,“ sagði Longoria í útvarpsviðtali. „Aðdáendurnir vonast til að Tony og félagar hans vinni meistaratitil og halda örugglega flest- ir að ég spilli honum fyrir þeim.“ Limp Bizkit búin að vera Bandaríska nýmóðins-málmsveitin Limp Bizkit er að öllum líkindum hætt ef marka má gítarleikara sveitarinnar, Wes Borland. Platan The Unquestionable Truth, sem kom út í fyrra, átti að koma sveitinni aftur í fremstu röð en seldist illa og hafa meðlimir sveitarinnar varla talað saman í nokkra mánuði. „Við erum væntanlega hættir, þó enginn hafi sagt það,“ sagði Wes Borland í við- tali við Mtv. „Allir eru að gera eitthvað á eigin spýtur og hafa ekki tíma fyrir Limp Bizkit." Borland sagði að það kæmi sér mikið á óvart ef ný plata kæmi einhvern tíma frá sveitinni en að allt væri mögulegt. „Maður á aldrei að segja aldrei en mín framtíð er alla- vega ekki með Limp Bizkit." HEYRST HEFUR... Bjöm Ingi Hrafnsson er greinilega að færast í aukana, enda styttist mjög í borgar- stjórnarkosning- ar en fylgisaukning framsókn- armanna í skoðanakönnunum hefur látið á sér standa. Er at- hyglisvert að fylgjast með því hvernig hann biðlar nú mjög til óánægðra krata í Samfylk- ingunni. Á vefsíðu sinni (www. bjorningi.is), minnir hann á hvernig erkiframsóknarmaður- inn Jónas Jónsson frá Hriflu hafi einnig komið að stofn- un Alþýðuflokksins og segir gömlu kratana hálf landlausa í Samfylkingunni þar sem fólk úr Kvennalistanum og Alþýðu- bandalaginu hafi öll tögl og hagldir... m Ut er komin ný bók eftir verðlaunarithöf- undinn Andra Snæ Magnason og ber hún nafnið Draumalandið - sjálfshjálpar- bók handa hræddri þjóð. Út- gangspunktur bókarinnar er stóriðjustefnan, sem höfundur hefur megnustu vantrú á, en í raun fjallar hún um framtíðar- sýn hans á^ísland, rás tímans, örlög og gaefusmíð. Útgáfa bók- arinnar vaf kynnt með óvenju- legum hæfti í Borgarleikhús- inu í fyrrakvöld, því þar flutti höfundurinn erindi um efni bókarinnar. Skemmst er frá því að segja að erindið var lík- ara uppistandi en fyrirlestri og fékk hann rífandi viðtökur fyr- ir troðfullum sal, þó prédikun- artónninn hafi orðið nokkuð ágengur er á leið... Undanfarna m á n u ð i hafa menn rætt þá herstjórn- arlist Geirs H. Haardes, hins nýja formanns Sjálfstæðisflokksins, að forðast sviðsljósið með öllum ráðum, en samhliða hefur fylgi flokks hans mjakast upp á við næsta örugglega. Utanríkisráðherra gat þó ekki verið í felum þegar varnarmálin komust í uppnám og tjáði sig um þau á fundi í Val- höll um helgina. Þar viðhafði hann hins vegar ummæli, sem mörgum þykja benda til þess að hann hefði átt að halda sér til hlés lengur og ekki bera vott um mikla virðingu fyrir kon- um: „Maður fxr ekki alltafþað sem maður vill. Ogþáverðurmaðurað vinna úr þvlsem að maðurþá fxr I staðinn. Maður getur ekki alltaffarið með sxtustu stelpuna heim afballinu en stundum kannski eitthvað sem gerir sama gagn." Mitt í orrrahríðinni á Al- þingi hófst umræða um laxveiðar og tók hún ekki minni tíma en önnur mál, enda margir sérfræðingar í þeirri Tist. Enginn þó fremri en ofur- bloggarinn og Iíffræðingurinn Össur Skarphéðinsson. Um þetta ritar hann á síðu sinni (ossur.hexia.net) og getur þess að einhver hafi haldið því fram að ekki væri hægt að veiða lax- inn á stöng. össur segist ekki hafa upplýst það í umræðunni, sem hann gerir í bloggi sínu að hann hefði sjálfur aðra reynslu. „Éghafði nefnikga gleymt að fá leyfi fyrir veiðinm I einaskiptið stm ég hefveitt lax ástöngljökulfljóti-ogþaðervlstekki stjómmálamanni til framdráttar að upp- lýsa á Alþingi áragamlan veiðtþjófnaðá laxatetri. ín hann bragðaðist fjandi vel!“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.