blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 blaðið í Leiðrétting Á forsíðu Blaðsins í gær birtist rangt súlurit með frétt um þróun opin- berra starfa. Úr súluritinu þar má lesa að störfum á Suðurlandi hafi fjölgað um tæplega 3.000. Hið rétta er að störfum i Reykjavík hefur fjölgað um þá tölu. Rétt súlurit er birt hér að ofan. Vilja leggja sérgreinaráðuneytin niður Endurskilgreina þarf þjónustuhlut- verk ríkisins og færa fleiri verkefni yfir til einkaaðila samkæmt skýrslu Háskólans í Reykjavík „Mikilvægi þjónustugeirans fyrir íslenskan þjóð- arbúskap." Skýrslan var unnin fyrir Samtök verslun og þjónustu (SVÞ) og kynnt á aðalfundi samtakanna á Grand hótel í gær. Að mati samtak- anna endurspeglar stjórnsýslan ekki mikilvægi þjónustugeirans og vilja þau að iðnaðar-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin verði lögð niður og þess í stað stofnað sérstakt atvinnuvegaráðuneyti. Nauðsynlegt að efla starfsumhverfi í skýrslu Háskólans i Reykjavík (HR) kemur fram að árið 2004 voru um 57% starfa á vinnumarkaði í þjón- ustugreinum og hefur þeim fjölgað um 17% frá árinu 1998. Þetta er meiri aukning en í öðrum greinum atvinnulifsins. Þá kemur einnig fram þegar tekið hefur verið tillit til tekna af starfsemi íslenskra fyr- irtækja erlendis að um helmingur allra gjaldeyristekna íslensku þjóð- arinnar kemur frá þjónustu. f skýrsl- unni er líka vitnað í könnun sem Gallup gerði fyrir SVÞ en þar telja um 70% svarenda að starfsmenn einkafyrirtækja veiti betri þjónustu en starfsmenn opinberra fyrirtækja. Á fundi SVÞ í gær kom fram að samtökin telja að stjórnsýslan taki ekki nógu mikið tillit til greinarinnar. Af því tilefni voru lagðar fram tillögur til úrbóta í 29 liðum og þær afhentar Valgerði Sverrisdóttur, iðn- aðar-og viðskiptaráð- herra. f tillögunum kemur fram að nauðsynlegt sé að efla starfsumhverfi greinarinnar m.a. með rannsóknum, þróun og nýsköpun. Þá viija samtökin að stjórnvöld komi á fót hvetjandi skattkerfi sem hefur það mark- mið að efla þjónustu- fyrirtæki til að takast á við erlenda samkeppni. 1 tillögunum er einnig lagt til að ríkið færi fleiri verkefni yfir til einkaaðila og að stofnað verði eitt atvinnuvegaráðuneyti í stað sérgreinaráðuneytanna sem nú eru starfrækt. sögn Sigurðar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra SVÞ, er skortur á því að stjórnsýslan endurspegli mikil- vægi þjónustugreinanna. „Skýrsla Háskólans í Reykjavík sýnir svo ekki verður um villst að þjón- ustugeirinn er gríðarlega mikilvægur fyrir þjóð- arbúskapinn. Við teljum einkennilegt að stjórnsýslan skuli ekki endur- spegfa það. Við leggjum það til að þessi sérgreinaráðu- neyti eins og landbúnaðar-, sjávarút- vegs- og iðn- aðarráðuneyti verði lögð niður og þess í stað búið til eitt atvinnuvegaráðu- neyti. Þar væri hægt að horfa á heild- armyndina en ekki ein- stakar atvinnugreinar." Jm Skógarhlið 18 • 105 Reykjavík • Simi 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjöróur sími: 510 9500 Hvenær kom fyrsti togarinn? í nýútkomnu hefti tímaritsins Þjóðmála er bent á það sem er kallað „furðulegt axarskaft“ af hálfu póstyfirvalda. Tilefnið er útgáfa frímerkis frá árinu 2004 þar sem minnst er þess að 100 ár voru liðin frá komu fyrsta íslenska togarans, Coots. Á frímerkinu stendur, „Fyrsti íslenski togarinn á íslandi - COOT 1904“ Á heimasíðu ís- landspósts stendur ennfremur að vélvæðing íslenska fiskiskipa- flotans hafi hafist með Stanley 1902 og togaranum Coot 1904. Sá sem greinina ritar í Þjóðmál, en hann er ónafngreindur, bendir á að Coot kom ekki til landsins fyrr en þann 6. mars 1905. Fyrsta sýning Víkurinnar - Sjóminjafnsins í Reykjavík, sem opnaði í fyrra, bar einmitt yfirskriftina „Togarar í 100 ár“ og var hún sett upp í tilefni þess að árið 2005 voru hundrað ár liðin frá því að íslendingar eignuðust og hófu útgerð togara hér við land. Helgi M. Sigurðs- son, sviðstjóri hjá safninu segir það enda vissulega rétt að Coot hafi komið hingað til lands árið 1905. Hins vegar hafi hann verið keyptur árið 1904 og í því gæti misræmið legið. Tímadiásn QtJJjtAy Q<*tt Oufl 0% urwnuVir • Cnm^Kr • Rcytjavik • Stmi 5M 9260 Frá 45*895 kr. KRESS skrúfvélarf.gifs Kvnn»n9arverð *warS verð áður 16.900.- v<?r$,ný Ásborg Smiðjuveqi 11,sími 5641212 „Það rænir enginn víkingunum" Á ferðamálaþingi Hafnarfjarðar voru m.a. reifaðar hugmyndir um víkinga- ogþjóðsögugarð. verði upp víkinga- og þjóðsögugarði í Hafnarfirði. „Við höfum áhuga á því að koma þarna að þjóðsögunum okkar, álfum, tröllum og dvergum, ásamt auðvitað víkingunum.“ Haukur segir fjölmargar skemmti- legar hugmyndir hafa skotið upp koll- inum á ferðamálaþinginu og hans hugmynd sé ein þeirra. „Plássið undir þennan garð veit ég ekkert um,“ segir hann. „Það skiptir miklu að mínu mati, verði hugmyndin að verluleika, að garðurinn tengist mið- bænum í Hafnarfirði. Það er mjög skjólsæll og skemmtilegur staður. Ég hef til dæmis komið því á fram- færi að það verði fyllt aðeins upp í höfnina og þar yrði hægt að koma garðinum fyrir.“ 0! Heimsferðir Bókaóu núna á '• www.heimsferdir.is i Ferðamálaþing Hafnarfjarðar var haldið í gær undir yfir- skriftinni „Er búið að ræna víkingunum?" og erindi Hauks Hall- dórssonar, forsvarsmanns Víkinga- hringsins í Straumi bar sama heiti. Þegar Haukur er inntur eftir því A myndinni má mefial annara sjá Hauk Halldórsson, sem er annar frá vinstri og Lúðvík Geirsson bæjarstjóra í Hafnarfirði á ferðamálaþingi á Fjörukránni í gær. hvort búið sé að ræna víkingunum svarar hann því til að svo sé alls ekki. „Hver ætti svo sem að stela þeim? Það stelur enginn víkingum.“ Haukur segir að á ferðamálaþing- inu hafi menn verið að velta fyrir sér framtíð ferðamála í Hafnarfirði. Hann segir yfirskriftina vísa til þeirrar umræðu sem upp spratt fyrir nokkru þegar Keflvíkingar kynntu áform sín um að koma á fót víkinga- safni í bænum. Haukur segist full- komlega sáttur við þau áform. „Það getur enginn stolið víkingunum. Ef að menn vilja gera þeim hátt undir höfði á einhvern hátt, þá gera þeir það. Það eina sem að menn fundu að þeirri hugmynd var það að ríkið er komið inn í þetta í Keflavík. Suð- urnesjamenn eru fínir menn, það er ekkert að þeim. Ef þeir vilja fara að leika sér eitthvað með Smithsonian- safninu þá er það bara hið besta mál. Stundum er svona lagað bara kallað samkeppni." Víkingahringurinn í Straumi Víkingahringurinn í Straumi, sem Haukur er í forsvari fyrir, lagði til á ferðamálaþinginu í gær að komið frá 45.895 kr. Netverð é mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjónmeð 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí éða sept. Diamant íbúðahótelið. jJUUU J Heitasti staðurinn í fyrra. Brottfarir í júní og ágúst að seljast upp

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.