blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 6
6TINNLENDAR FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2006 blaöiö Tölvu- ökuskirteini Tíetotekniikan osaamisen Eurooppaiaínen ykköstodistus European Computer Driving Licence HVERS VECNA TÖLVU- Vinstri grænir fagna brott- för hersins Stjórn Vinstri grænna í Reykja- vík hvetur til markvissra að- gerða til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum í kjölfar brottförs hersins frá Miðnesheiði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í gær. I yfirlýsingunni er fyrirhug- aðri brottför hersins fagnað en á sama tíma er varað við yfirvof- andi samdrætti í atvinnustarf- semi á svæðinu. Leggur stjórn Vinstri grænna í Reykjavík það til að mörkuð verði stefna sem búi í haginn fyrir fjölbreytta atvinnuuppbygginu á Suður- nesjum en öllum hugmyndum um stóriðjuframkvæmdir er hafnað. Aldrei fleiri rafræn framtöl Áætlað er að um 91 til 92% allra einstaklinga og lögaðila á landinu skili skattframtölum sínum með raf- rænum hætti í ár. Hlutfallið hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum eða allt frá árinu 1999 þegar fyrst var opnað fyrir þessa þjónustu. Almennur frestur til að skila inn skattframtölum rann út í gær. Einfaldar vinnu Um 52 þúsund einstaklingar og rúmlega eitt þúsund lögaðilar höfðu skilað inn rafrænum skatt- framtölum um miðjan daginn í gær samkvæmt upplýsingum frá rikis- skattstjóra. Alls eru um 240 þúsund einstaklingar og um 27 þúsund lög- aðilar á skrá. I fyrra skiluðu um 208 þúsund lögaðilar og einstaklingar inn skatt- framtali sínu með rafrænum hætti Almennur frestur til að skiia inn skattframtölum rann út í gær. Margir hafa þó orðið sér út um frest samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra. eða um 90% en búist er við að þeir verði á bilinu 230 til 240 þúsund í ár. Á undanförnum árum hafa raf- TÖK tölvunám fyrir byrjendur TÖK er skammstöfun á al- þjóðlegu prófskírteini sem vottar tölvukunnáttu þína og vottar að þú sért tölvulæs. Það þýðir að þú kunnir að nýta þér flesta möguleika tölvunnar og þeirra forrita sem hvað mest eru notuð við vinnu og daglegt líf. TÖK-skírteini er mikill styrkur á vinnumarkaðinum jafnt hér- lendis sem erlendis. r***V ★ EtDl ★ TÖK tölvunám er 90 stunda tölvunám hjá NTV sem bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að gera nemendum kleift að taka þau 7 próf sem þarf til að fá TÖK skírteini. Námsgreinar: Upplýsingatækni - Windows - Word - Excel Access - PowerPoint - Póstur - Internetið Morgunnámskeið: Byrjar 19. apr. og lýkur 22. maí. Kennt er mán., mið. og fös. frá kl. 8:30-12:30 Kvöldnámskeið: Byrjar 3. apr. og lýkur 29. maí. Kennt er mán. og mið. frá 18 til 22 ntv Hlíðasmára 9 - Kópavogi ræn skil aukist gríðarlega eða allt frá árinu 1999 þegar boðið var upp á þessa þjónustu í fyrsta skipti. Þá skiluðu rétt tæplega 20 þúsund ein- staklingar og lögaðilar inn rafrænu skattframtali. Að sögn Braga Haukssonar, deild- arstjóra upplýsingatæknideildar ríkisskattstjóra, standa vonir til þess að um 92 til 93% einstaklinga og lögaðila skili inn rafrænum skatt- framtölum í ár. „Þetta fór mjög hratt upp í 82% fyrir tveimur árum. Árið 2004 var hlutfallið 86% og í fyrra um 90%. Það verður erfiðara að ná inn síðustu prósentunum en ég yrði afskaplega ánægður ef við kæmust upp í 92 til 93%.“ Bragi segir kerfið hafa margs- annað sig og þá séu rafræn framtöl þægilegri og einfaldi alla úrvinnslu. „Um 60% allra framtala sem skilað er rafrænt fara í raun sjálfkrafa í gegnum kerfið hjá okkur og kemur mannshöndin þar hvergi nærri." Háskólinn á Akureyri fær 60 milljónir Þónokkur styr hefur staðið um málefni Háskólans á Akureyri upp á síðkastið og hafa nemendur til dæmis mótmælt því sem þeir köll- uðu fjársvelti. I gær bárust þær fréttir að rík- isstjórnin hefði samþykkt tillögu menntamálaráðherra um aukafjár- veitingu til skólans að upphæð 60 milljóna króna. Rektor Háskólans, Þorsteinn Gunnarsson, fagnar tíð- indunum. 40 milljónir eru ætlaðar til greiðslu á húsaleigu og með því er að sögn Þorsteins komið að fullu til móts við þann aukna kostnað sem fylgir nýju rannsóknahúsi. „Þá er háskólanum með þessari fjárveitingu gert kleift að fjölga árs- nemendum um 30-40 á árinu 2006, umfram þá aukningu sem þegar hefur verið heimiluð," segir í til- kynningu frá rektor. Virðisauka- skattskyld sala hækkuð Lágmark virðisaukaskattskyldrar sölu á ársgrundvelli mun hækka upp í 500 þúsund krónur samkvæmt frumvarpi sem Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Samkvæmt núgildandi lögum um virðiskaukaskatt eru allir þeir sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir minna en 220 þúsund undan- þegnir skattskyldu. Með frumvarpi ráðherra mun lágmarkið því hækka upp i 500 þúsund krónur. UPPL YSINGAR OG SKRANING I SIMA 544 4500 OG A NTV.IS Enskuskunám í Hafnarfirði vomámskeið fyrir fullorðna- áhersla á tal í Englandi Námsferðir fyrir fullorðna. Allir geta komið með 2 vikur í júní og ágúst Námsferð fyrir 12-16 ára 3 vikur í ágúst Enska og golf fyrir hressar konur 1 vika í september Skráning í síma 8917576 og erlaara@isimnet.is sjá nánar á www.enskafyriralla.is SJONARHOLL Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfirði 565-5970 Líklega hlýlegasta gleraugnaverslunin norðan Alpafjalla Þar sem gæðagleraugu kosta minna

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.