blaðið - 11.04.2006, Síða 6

blaðið - 11.04.2006, Síða 6
6i ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 blaðið Aukið eftirlit við Kárahnjúka Landsvirkjun mun auka öryggiseftirlit við framkvæmdir Kárahnjúkavirkj- unar á næstunni, meðal annars með þvi að ráða fleiri til að sinna öryggiseft- irliti á svæðinu. Þetta var niðurstaða ftmdar um öryggismál sem meðal annars Jón Kristjánsson, félagsmála- ráðherra, og Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins sátu með verktökum á svæðinu f gær. Þrjú bana- zslys hafa orðið við byggingu virkjun- arinnar, þar af tvö á síðustu vikum. Að sögn Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á svæðinu kom engu að síður ffam á fundinum að öryggismál fyrirtækjanna á svæðinu væru heilt yfir í lagi. „Það er verið að uppfylla öll lagaákvæði um vinnu- vernd hér á svæðinu," segir Oddur. H ÚSGAGNA mgraia Bæjarlind 16 - Kópavogi S: 517 6770 Dýnur með stillanlegri mýkt. Mýktinni breytt hvenær sem er með einum takka. Hún með mjúka & hann með harða, samt sama dýnan. Nuddstólar frá Góður nuddstóll frábær eftir erfiðan vinnudag 3 gerðir & nokkrir litir Besta verðið Ótrúlega margir litir Stærsta litla búðin á fslandi Yfir 10.000 möguleikar Eigum samleið með Evrópu á öllum sviðum, líka í varnarmálum Islendingar eiga mun frekar sam- leið með Evrópu en Bandaríkjunum þegar kemur að varnarmálum. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar sem gefur lítið fyrir orð þess efnis að stefna flokks hennar í varnarmálum sé óraunhæf. „Heimurinn hefur breyst frá lokum kalda stríðsins. Það er ekk- ert eins og það var og Island hefur ekki sömu stöðu og það hafði í kalda stríð- inu.“ Ingibjörg segir það ljóst að með aðild íslands að EES og Schengen hafi sú ákvörðun þegar verið tekin hér á landi að efnahagslega og pólitískt séð eigi íslendingar samleið með Evrópu. „Þess vegna segi ég að okkar örygg- issamfélag eigum við með Evrópu þegar til framtíðar er litið og það hlýtur að þróast í þá átt,“ segir hún en bætir því við að þetta þýði samt ekki að íslendingar ættu að slíta öllu sam- starfi við Bandaríkin. „Það skiptir einnig miklu máli þegar við tölum um öryggissamfélag að þjóðirnar sem mynda þetta samfélag eigi sér sameiginleg gildi. Þau eigum við Is- lendingar með Evrópubúum, en síður með Bandaríkjamönnum" Verktakinn ræður ferðinni „Bandaríkjamenn hafa ákveðið að túlka varnarsamninginn einhliða," segir Ingibjörg. „Islensk stjórnvöld Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. hafa alltaf sagt að samningurinn sé tvíhliða, en hann er það greinilega ekki lengur.“ Hún segir samninginn greinilega hafa verið brotinn. „Þeir ættu þá auðvitað að taka á málinu sem slíku en það hafa þeir hinsvegar ekki gert, heldur bíða þeir bara eftir því hvernig Bandaríkjamenn vilja skipuleggja okkar varnir." Aðspurð að því hvernig hún hefði tekið á mál- inu væri Samfylkingin í ríkisstjórn í dag svarar Ingibjörg: „Við hefðum lagt það til að það væri farið með þetta mál formlega inn á vettvang NATO í samræmi við sjöundu grein varnarsamningsins." I þeirri grein segir, að telji menn að samningurinn þurfi endurskoðunar við þá eigi það að gerast á vettvangi NATO. „Það eru sex mánuðir gefnir í þá vinnu og verði ríkistjórnirnar ekki sammála um samninginn þá getur hvor ríki- stjórnin fyrir sig sagt honum upp. Við í Samfylkingunni teljum, að þetta sex mánaða tímabil eigi að fara í hönd nú þegar." Ingibjörg segir það ótækt að leggja það í hendurnar á Banda- ríkjamönnum að útfæra varnarmál Islendinga. „Það er nánast eins og verkkaupi láti verksalann alfarið um það að ákveða hvað þurfi að gera.“ EinarK. ívörn Ingibjörg segir ljóst að varnarmálin hafi verið vanrækt síðustu árin hér á landi. „Við höfum ekki farið í að byggja hér upp sjálfstæða þekkingu á þessum málum og öryggismála- nefndin sem þó var fyrir hendi var lögð niður. Þetta gerist þrátt fyrir að menn hafi séð í hvað stefndi allt frá árinu 1993. Ríkistjórnin hefur einfald- lega sofið á verðinum og vanrækt alla stefnumótun í þessu máli, eins og í öðrum. Hlutirnir eru látnir gerast til- viljunarkennt og síðan er tekið á mál- unum þegar í óefni er komið." Einar K. Guðfmnson sagði í Blaðinu í gær að Samfylkingin hafi ávallt dregið lapp- irnar í umræðunni um varnarmál ls- lendinga. Ingibjörg Sólrún gefur ekki mikið fyrir slík ummæli. Blaíit/Frikki Þungamiðja búsetu í bakgarði Þungamiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu er nú í bakgarði húss við Goðaland í Fossvoginum samkvæmt nýjustu útreikningum. Það er Heiðar Þ. Hallgrímsson.verkfræðingur, sem hefur fylgst með þungamiðjunni siðastliðin ár. Við útreikningana notast Heiðar við kortagrunn Landupplýsingakerfis Reykjavíkur sem hefur m.a. að geyma heimilisiföng allra fbúa í hnitum. Meðaltal allra hnita miðað við höfuðáttirnar fjórar ákvarðar sfðan þungamiðjuna. Þungamiðja búsetu var fyrst ákvörðuð árið 2002 og hefur alla tíð verið f Foss- vogshverfinu. I fyrstu var hún á siglingu f suðaustur f átt til Kópavogs en hefur nú færst f norðaustur m.a. vegna uppbyggingu byggða f Grafarholti. Á myndinni stendur Asdfs Rúna Guðmundsdóttir einmitt á þeim stað þar sem þungamiðjan mælist f dag. „Þetta er bara vörn manns sem er kominn út í horn. Samfylkingin hefur þvert á móti sýnt mikið frum- kvæði í þessari öryggismálaumræðu og almennt þegar kemur að utanríkis- málum. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur vanrækt þessi mál og áttar sig ekki á því að heimurinn er allur á hreyfingu, nema hann.“ Mogginn með beina línu Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á framhald þeirrar viðræðna sem nú eru í gangi segist Ingibjörg ekki hafa hugmynd um það, engar upplýsingar fáist um gang viðræðnanna. „Hvorki þjóðin né utanríkismálanefnd fær upplýsingar um stöðu mála og sá eini sem virðist vera upplýstur um þetta mál er Mogginn. Þeir segja í leiðara á laugardaginn að fram hafi komið áhugaverðar hugmyndir í síðustu viku sem vert sé að skoða. Það hlýtur að vekja athygli manns að það skuli vera einhver bein lína upp á Mogga sem gerir það að verkum að þeir geti talað um áhugaverðar hugmyndir sem utanríkismálanefnd hefur ekki einu sinni fengið að heyra. Það er hvorki hægt að vera bjartsýnn eða svartsýnn þegar upplýsingastreymið er ekkert," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Stofnun veitingahúsa flókin og dýr íslenskir veitingamenn búa að jafnaði við flóknara og viðameira leyfaumhverfi en evrópskir stafs- bræður þeirra. Þetta kemur fram í samantekt sem kynnt var á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar fýrir skemmstu. I hennir kemur fr am að ef til stendur að stofna veitingahús sem selur áfengi og tóbak og hefur opið eftir klukkan hálf tólf þarf að sækja um fimm mismunandi leyfi, Oft séu sömu skilyrði fyrir leyíunum og sömu gögnin sem þarf að skila. Ennffemur að sömu stofnanir komi oft að mörgum mismunandi leyfum. Leyfin eru heldur ekki alveg ókeypis. Til að mynda kostar 88.500 að stofna einkahlutafélag sem er forsenda fýrir því að hægt sé að hefja rekstur. Ennfremur kostar veitingaleyfi um 50.000 krónur og vínveitingaleyfi kostar um 100.000 krónur. Fleiri leyfi þarf einnig til. „Beinn heildarkostnaður við að afla framangreindra leyfa og vottorða frá hinu opinbera er alls tæplega 400.000 krónur. Það verður að teljast ólíklegt að kostn- aður hins opinbera við veitingu þessara leyfa sé svo mikill." * GARÐHEIMAR **r 4 sp... í heimur heillandi hluta og hugmynda! Stekkjarbakka 6 - 540 3300 www.gardheimar.is Opnunartimi yfir páskana: - Skírdagur: W- 21 - Föstudagurinn langi: lokað - Laugardagur fyrir páska: W- 21 - Páskadagur: lokað - Annar í páskum: W- 21

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.