blaðið - 11.04.2006, Page 11

blaðið - 11.04.2006, Page 11
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 Humala með flest atkvæði Útlit er fyrir að Ollanta Humala fái flest atkvæði í forsetakosning- unum í Perú. Þegar talningu 70% atkvæða var lokið hafði Humala fengið tæp 29% atkvæða. Mjótt var á munum meðal andstæðinga hans. Þingkonan Lourdes Flores og Alan Garcia, fyrrum forseti landisins, höfðu fengið um 25% atkvæða og því ekki enn hægt að skera úr um hvort þeirra keppi við Humala í næstu umferð kosninganna sem fara fram 7. maí. Stjórnarskrá Perú kveður á um það að forseti þurfi að hafa meira en 50% atkvæða á bakvið sig og því verður kosið aftur á milli tveggja efstu manna. Niðurstöður fyrstu umferðar forsetakosninganna þykja enn eitt merkið um þá vinstri-hylgju sem nú gengur yfir Suður-Ameríku. Humala sver sig í ætt við stjórnmála- menn eins og Hugo Chavez, forseta Venesúela, og Evo Morales, forseta Bólivíu, og berst gegn áhrifum Bandaríkjanna í álfunni og er and- stæðingur óheftrar alþjóðavæðingar. Líkurnar á að Humala beri sigur úr býtum í annarri umferð kosning- anna þykir velta á hver andstæð- ingur hans verður. Flores er á hægri væng stjórnmálanna og fái hún næst flest atkvæði þykir líklegt að margir kjósendur Garcia, sem er hófsamur miðjumaður, kjósi Humala. Ollanta Humala, forsetaframbjóðand i í Perú, ávarpar stuðningsmenn sina í Lima, höfuð- borg landsins á sunnudag. Við hlið hans er kona hans, Nadine Heredia. LIFSINS 'með HflLBRIfjÐUM LIFSSTIL & Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gœðastaðli. ^ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4 Sími 5171500 'Z Útimálning Viðarvörn Lakkmálning •S Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7,20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. yf Gæða málning á frábæru verði

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.