blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaAÍA
blaðið—=
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 •www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Jón Baldvin
kennir við HÍ
Jón Baldvin Hannibalsson,
fyrrverandi utanríkisráðherra,
mun verða gestakennari í nýju
meistaranámi í alþjóðasam-
skiptum við Háskóla íslands
næsta vetur. Hann mun ásamt
Baldri Þórhallssyni, dósent í
stjórnmálafræði við Hl, kenna
námskeið sem fjallar um mögu-
leika íslands til áhrifa í alþjóða-
kerfinu þar sem fléttað verður
saman kenningum í stjórn-
málafræði og raunveruleika
stjórnmálanna.
Ranghermt var í Blaðinu
í gær að Jón Baldvin myndi
kenna námskeiðið ásamt Baldri
við viðskiptaháskólann Bifröst.
Beðist er velvirðingar á þeim
misskliningi.
Þarftu að koma jafnvægi
á blóðsykurinn
©/- „ * G,
'i'iA J 7>
Englatár
551 8686
www.englatar.is
Reuters
Einmana lúðrablásari í New Orleans
Woody Penouilh, sem er meðlimur f Treme-lúðrasveitinni, gengur framhjá flóðgarði í New Orleans í Bandaríkjunum eftir að
hafa tekið þátt í minningargöngu um þá sem létu lífið þegar fellibylurinn Katrín reið yfir borgina. Tónlistarmenn og syrgjendur
minntust þeirra sem létu lífið með því að efna til jass-líkfylgdar eins og tíðkast þar um slóðir.
Olíufélögin vísa ásök-
unum Runólfs á bug
Hermann Guðmundsson, forstjóri Olíufélagsins, segir FÍB vera sam-
starfsaðila Atlantsolíu. Olíuverslun íslands og Olíufélagið Essó ætla
að kanna réttarstöðu sína gagnvart fullyrðingum formanns FÍB.
Olíuverslun íslands, Olíufélagið
Essó og Skeljungur vísa á bug ásök-
unum Runólfs Ólafssonar, fram-
kvæmdastjóra FÍB, um hugsanleg
lögbrot. Runólfur hafði áður lýst
því yfir að stjórn FlB vilji að Sam-
keppniseftirlitið athugi hvort að
Olís, Skeljungur og Essó, brjóti
samkeppnislög þar sem álagning á
díselolíu hafi lækkað en hækkað á
bensínverði.
f frétt á heimasiðu FÍB kemur
fram að samkvæmt tölum félags-
ins hefur álagning hækkað á bens-
íni um tvær krónur en lækkað um
fimm krónur á dísilolíu ef fyrstu
mánuðir 2005 eru bornir saman
við þá fyrstu á þessu ári. Þar segir
einnig að það sé jákvætt að aukin
samkeppni skili díselolíukaup-
endum betra verði en að það geti
varðað við samkeppnislög að kosta
samkeppni um einn hóp viðskipta-
vina með þvi að auka álag á aðra
hópa. Við þessar aðstæður sé verið
að mismuna viðskiptaaðilum og
samkeppnisstaða bensínkaupenda
sé veikt. Þá segir að það sé greini-
legt að Atlantsolía hafi haft já-
kvæð áhrif á samkeppnisumhverfi
díselolíusölu.
Hermann segir FÍB sam-
starfsaðila Atlantsolíu
Oliuverslun Islands segir í fréttatil-
kynningu að vænlegra væri fyrir
FIB að einbeita sér að því að ná
fram lækkun á bensíngjaldi ríkis-
ins, enda renni stærsti hluti bens-
ínverðs til ríkissjóðs í formi bens-
íngjalda. I tilkynningunni kemur
fram að fráleitt sé hjá FÍB að gefa
í skyn að Atlantsolía hafi jákvæð
áhrif á samkeppnisumhverfi í disel-
oliusölu umfram aðra keppinauta á
markaðinum.
Olíufélagið Essó tekur í sama
streng og segir það i hæsta máta
óeðlilegt þar sem fjögur félög eru
starfandi undir sjö vörumerkjum að
framkvæmdastjóri FÍB telji eitthvað
athugavert við verðlagningu þriggja
félaga þó að verðmunur á markaði í
dag sé nánast enginn. „Þetta leiðir
hugann að óhlutdrægni FlB sem
efnt hefur til náins samstarfs við
minnsta félagið. Er það tilviljun að
þetta moldviðri sé sett i gang á sama
dag og ný bensínstöð er opnuð af
samstarfsaðila FÍB?“ spyr Hermann
Guðmundsson, forstjóri Olíufélags-
ins í fréttatilkynningu, en Atlants-
olía opnaði nýja bensínstöð í öskju-
hlíð í gær.
Fram kemur í fréttatilkynningum
að Olíuverslun Islands og Ólíufélagið
muni fela lögfræðingum sínum að
kanna réttarstöðu sina gagnvart full-
yrðingum framkvæmdastjóra FlB.
Ihald og fram-
sókn ræðast
við í Árborg
Formlegar viðræðum haldið
fram í gærkvöldi. Ráðning ópól-
itísks bæjarstjóra á borðinu,
Sjálfstæðismenn og fram-
sóknarmenn ræða myndun
meirihluta í bæjarstjórn Ár-
borgar með formlegum hætti,
en þegar Blaðið fór í prentun í
gærkvöldi stóðu viðræður enn
og vörðust menn allra frétta.
Aðilar tengdir samningavið-
ræðunum, sem Blaðið ræddi
við og vilja ekki láta nafns
síns getið, segjast vongóðir um
að viðræðurnar beri árangur.
Vissulega beri nokkuð á milli
þegar horft sé á stefnumál
flokkanna, eins og þau voru
sett fram í kosningabaráttunni,
en þar megi einnig finna nokk-
urn samhljóm.
Sterk samningsstaða
Þó framsóknarmenn hafi helm-
ingi færri fulltrúa í bæjarstjórn
en sjálfstæðismenn telja þeir
samningsstöðu sína nokkuð
sterka og vísa í flókna stöðu Ey-
þórs Arnalds, 1. manns á lista
sjálfstæðismanna. Hann mun
ekki taka þátt í störfum bæjar-
stjórnar fyrr en hann hefur end-
urheimt ökuleyfi sitt, sem hann
lét af hendi gegn lögreglusátt
vegna ölvunaraksturs skömmu
fyrir kosningar.
Framsóknarmenn vilja
halda í Einar Njálsson, núver-
andi bæjarstjóra, fyrsta kastið
að minnsta kosti, en munu
taka þunglega í að Eyþór setj-
ist í stól bæjarstjóra. Hafa þeir
viðrað ráðningu ópólitísks
bæjarstjóra.
Samfylkingin í myndinni
Fari viðræður framsóknar-
manna við sjálfstæðismenn út
um þúfur er ekki talið útilokað
að reynt verði á samstarf Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar,
en meirihluti verður tæpast
myndaður í Árborg án þátt-
töku sjálfstæðismanna, því upp
úr viðræðum Samfylkingar,
framsóknarmanna og vinstri-
grænna slitnaði í fyrradag,
Sjálfstæðismenn unnu mik-
inn kosningasigur um liðna
helgi, fengu 41,49% atkvæða og
fjóra bæjarfulltrúa, en höfðu í
síðustu kosningum fengið lið-
lega 25% og tvo fulltrúa. Fram-
sóknarmenn töpuðu hins vegar
nokkru fylgi og einum fulltrúa
af þremur, en Samfylkingin
tapaði hálfu meira og fór úr
fjórum fulltrúum í tvo, meðan
vinstrigrænir unnu einn mann.
“ÍSLANDS MÁLNING
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.
Sætúni 4 / Sími 517 1500
O Heiðskírt V. ‘LéttskýiaðfcA. Skýjað Alskýjað'ér^ Rigning, lítilsháttar^^Rigningia^Súld SnjókomaSlydda Snjóél íéi-~»Skúr
iia/jfLi'
Algarve 21
Amsterdam 10
Barcelona 20
Berlín 10
Chicago 17
Dublin 15
Frankfurt 11
Glasgow 12
Hamborg 11
Helsinki 16
Kaupmannahöfn 12
London 14
Madrid 22
Mallorka 23
Montreal 16
New York 21
Orlando 24
Osló 16
Paris 14
Stokkhólmur 13
Vín 13
Þórshöfn 10