blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 18
18 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 bla6Í6 Fœddur sósíalisti BlaOmikkl Haustið 1973 var flutt sem framhaldssaga í Ríkisútvarpinu sænsk barnasaga, Uppreisnin á barnaheimilinu, en þar tóku börn völdin af þeim fullorðnu eftir hatrammt grautar- og súrmjólkurstríð. Flutn- ingur sögunnar vakti gríðarlega ólgu og reiði en margir töldu að í henni væri að finna kommúnistaáróður af verstu gerð. Þýðandinn og flytjandinn, Olga Guðrún Árnadóttir, þá einungis tvítug, varð fyrir grimmri gagnrýni og varð á svipstundu umdeildasta kona landsins. f tilefni af því að saga þessi kom nú á dögunum út á hljóðbók á vegum Dimmu í endurskoðaðri þýðingu og flutningi Olgu Guðrúnar tók blaða- maður hana tali. „Ég er sjálfsagt bara fæddur sósíal- isti,“ segir Olga Guðrún þegar hún er spurð um pólitískan bakgrunn sinn. .Foreldrar mínir, eins og svo margir aðrir á þeim tíma, töluðu ekki upp- hátt um hvað þau kusu. Það var prívatmál. Samt fékk ég snemma á tilfinninguna að þau væru ekki al- veg á sama stað. Ég komst að því að pabbi kaus íhaldið, sem hann hætti reyndar seinna þegar ég, dóttir hans, varð um tíma helsti skotspónn Mogg- ans, en mamma var meira til vinstri. Ég tók snemma pólitíska afstöðu út frá réttlætistilfinningunni og sem unglingur var ég farin að taka þátt í mótmælaaðgerðum, ganga Kefla- víkurgöngur og rífast við fólk um pólitík. Eg hef verið í stjórnmála- flokkum en rekst ekkert sérlega vel þar. Ég á erfitt með að ganga eftir flokkslínum og beygja mig undir sameiginlegar reglur. Stjórnmála- flokkar hafa tilhneigingu til að kæfa sjálfstæða og gagnrýna hugsun.“ Róttæklingur á umbrotatímum Fólk sem vill ekki lúta ströngum reglum kann oft ekki vel við sig í skóla, þótt þvígeti gengið vel í námi. Hvað með þig? „Mér gekk mjög vel í skóla fram- anaf, ég var allt frá fjögurra ára aldri mikill bókabéus og afar fróð- leiksþyrst, var ári á undan í skóla, en skólaganga mín var hins vegar ekki skemmtileg. Mér leiddist. Mér fannst skólinn að miklu leyti hræði- leg tímasóun. Maður sat mest á rassinum og lét troða í sig einskis verðum upplýsingum. Þegar ég kom í gagnfræðaskóla hætti ég að nenna að safna góðum einkunnum. Mér leið heldur ekki vel félagslega, ég kom ný inn í gaggó og einhvern veg- inn féll ég ekki inn í hópinn. Eftir á að hyggja varð ég líklega fyrir ein- elti. Það voru ekki bara sumir skóla- félagar mínir sem sýndu mér óvild, heldur var einn kennarinn verulega vondur við mig og notaði hvert tækifæri til að hafa mig að háði og spotti. Ég var reyndar dálítið upp- reisnargjörn, en það var nú mest til að sanna sjálfstæði mitt og gera lífið ögn skemmtilegra. Ég var hvorki með kjaft eða dónaskap, en átti til að sprella svolítið. Þessum kennara féll afar illa við mig og átti drjúgan þátt í því að jarða stærðfræðiáhuga minn fyrir lífstíð. En ég lifði þetta af. Ég var svo heppin að eignast vinkonu í gagnfræðaskóla sem var skrýtin eins og ég og við studdum hvor aðra. Svo fór ég í MR og vann í sumarfríum meðal annars hjá Út- varpinu og sá um barnatímann.“ Hvernig barnatími varþað? „Við vorum þrjú eða fjögur sem skiptumst á um að sjá um sunnu- dagsbarnatímann. Minn barnatími þótti strax mjög pólitískur, enda tók ég oft fyrir þemu sem alla jafna var ekki verið að ræða um við börn, svo sem stríð og frið, kynferðismál og jafnréttismál svo eitthvað sé nefnt, og auðvitað var í þessu heilmikil pól- itísk innræting. Á þeim tíma fannst mér það sjálfsagt, þótt ég myndi ef- laust gera hlutina svolítið öðruvísi í dag, en það vantaði sannarlega ekki upp á innrætinguna af hinum vængnum. Hún var bara svo rót- gróin og augljós að menn tóku ekki eftir henni írekar en loftinu sem þeir önduðu að sér! Ég var róttæklingur á umbrota- tímum þar sem tekist var á um gömul og ný gildi og mér fannst það beinlínis skylda mín að upp- fræða æskuna um ýmislegt sem var að gerast í þjóðfélaginu og í heim- inum. Þetta voru kannski einföld vísindi hjá mér, en samt sem áður var fyrst og fremst ætlunin að reyna að brúa bilið milli barna- og fullorð- insheimsins, að sýna börnunum þá virðingu að tala við þau eins og viti bornar manneskjur um mikils- verða hluti sem snertu þau beint eða óbeint. Ekki svo að skilja að þetta væri eilíft messuhald, það var heil- mikil fjölbreytni í þessu, sögur, tón- list, leikið efni og viðtöl við börn og fullorðna, og ég reyndi virkilega að vanda mig við að gera þættina sem best úr garði. Það voru gerðar tilraunir til að ritskoða barnatímann en ég var harðákveðin í að láta það ekki yfir mig ganga. Annaðhvort færi þáttur- inn út eins og ég hefði ákveðið að hann yrði eða ekki. Það kom hins vegar aldrei til þess að klippt væri úr honum. Ég fékk að halda mínu striki þótt það væri misvinsælt. Svo kom að því að ég fjallaði um landhelgismálið. Eftir þann barna- tíma kallaði stjórn Landsambands íslenskra útvegsmanna saman fund á sunnudegi og daginn eftir var ég rekin. Það kom verulega flatt upp á mig að LlÚ skyldi ráða því að ég væri rekin frá Ríkisútvarpinu, en ég var auðvitað talsvert ánægð með að hafa gert þá svona fúla.“ Ofsafengin viðbrögð Svo fluttirðu sœnska barnasögu í útvarpið og þá byrjuðu lœtin fyrir alvöru. Hvernig upplifðir þú þaðfár allt saman? „Nokkrum mánuðum eftir brott- reksturinn flutti ég Uppreisnina á barnaheimilinu í útvarp. Ég man ekki nákvæmlega hvernig söguna rak á fjörur mínar, en mig minnir að Ólafur Haukur Símonarson hafi gaukað henni að mér. Okkur fannst hún sniðug og skemmtileg og mér fannst tilvalið að þýða hana. Fram að þeim tíma hafði mest verið um sakleysislegar sveitasælusögur í Morgunstund barnanna, en ég vildi koma með eitthvað nýtt og fékk leyfi til að þýða hana og lesa. Um haustið þegar byrjað var að flytja söguna lá ég á spítala. Eftir annan eða þriðja lesturinn hringdi til mín kunningjakona mín úr út- varpinu og sagði mér að símkerfið hefði sprungið þá um morguninn því tugir hlustenda hefðu hringt til að mótmæla flutningnum. Málið var tekið fyrir á fundi útvarpsráðs, en meirihluti þess lagðist gegn því að lestrarnir yrðu felldir niður. Sagan var flutt til enda og aumingja síma- stúlkurnar fengu heldur betur að vinna fyrir kaupinu sínu. Um tíma var sagan daglegt umfjöllunarefni í blöðunum - og þar gekk Morgun- blaðið auðvitað harðast fram - bæði á fréttasíðum, í aðsendum greinum og nafnlausum bréfum til blaðsins þar sem ég var meðal annars sögð vera vanheil á geði og best geymd á Kleppi. Ég íhugaði að fara í meið- yrðamál, en nennti því ekki. Mik- ilsmetinn lögfræðingur sagði mér seinna að ég hefði verið með unnið mál í höndunum. Ég var nýorðin tvítug, hálfgerður krakki, en til allrar hamingju tókst mér að bregðast við þessum ósköpum með talsverðu jafnaðar- geði. Þetta hefði svo sem vel getað brotið óharðnaða manneskju, því atlagan var svo harkaleg úr ýmsum áttum. Ég hef sjálfsagt að einhverju leyti verið undir það búin að fá misjöfn viðbrögð við sögunni, því ég var auðvitað undir smásjá eftir brottreksturinn frá barnatímanum. En það kom flatt upp á mig hversu hatrömm og ofsafengin viðbrögðin urðu og hvað fólk var grimmt. Þegar ég kom heim af spítalanum fékk ég nafnlausar upphringingar á öllum tímum sólarhringsins, mér var hótað lífláti og orðbragðið var við- bjóðslegt. Úr Heimdellingapartíi Léttar sumarúlpur með hettu. Stærðir 34-52. VEphlisfinrL. við Laugalæk • sími 553 3755

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.