blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 38
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaðiö
38 IFÓLK
VAMDIMW AÐ
VERA KONA
Smáborgarinn sá viðtal við femínistann
Germaine Greer í sjónvarpi. Hún talaði
vitaskuld mikið um konur, eins og femín-
istar gera svo gjarnan. Það kom Smáborg-
aranum ekkert á óvart að Greer taldi það
ákaflega erfitt hlutskipti að vera kona.
Smáborgarinn varð dálítið skömmustu-
legur yfir ræðu þessarar frægu kvenrétt-
indakonu. Smáborgarinn er nefnilega
kona sem hefur aldrei harmað hlutskipti
sitt. Miklu fremur hefur Smáborgarinn
arkað í gegnum lífið í mikilli sátt við
kynferði sitt. Sem er víst ekki alveg sam-
kvæmtformúlunni.
Samkvæmt feministaformúlunni
á konan lítinn möguleika á hamingju.
Heimavinnandi konur i hjónabandi eiga
víst að vera í hálfgerðum fjötrum, lok-
aðar inni á heimili yfir börnum og búi.
Hæfileikar þeirra njóta sín hvergi nema í
eldamennsku og öðru fremur ómerkilegu
dútli. Konur sem vinna utan heimilis og
eiga börn eru svo fullar af sektarkennd
vegna þess að þær eru á sífelldum þeyt-
ingi út og suður og eyða ekki nægum
tíma í börnin og virðast auk þess eiga af-
ar kvörtunargjarna eiginmenn. Einhleyp-
ar konur á framabraut þjást svo vegna
þess að þær eiga hvorki mann né börn og
finnst þær vera ófullkomnar manneskjur.
Auk þess þurfa þær sífellt að vera á varð-
bergi gagnvart illskeyttum karlmönnum
sem vilja svína á framamöguleikum
þeirra.
Smáborgarinn býr að því láni að vera
ekki femínisti. Smáborgaranum er nefni-
lega illa við alla isma. Hans skoðun er sú
að um leið og einhver heimtar að einstak-
lingar fylgi ismum þá sé rétt að hlaupa
sem harðast burt. Hann sér ekkert sér-
staklega mikinn mun á kommúnisma og
femínisma. Báðar kenningar snúast um
að rúmur helmingur mannkyns er kúg-
aðuraf ríkjandi skipulagi án þess að gera
sér grein fyrir því. Á sínum tíma voru það
bolsévikarnir sem reyndu að koma verka-
mönnum í skilning um að þeir væru kúg-
aðir en í dag eru það femínískar mennta-
konur sem reyna að koma kynsystrum
sínum í skilning um að karlaveldið sé
síkúgandi þær. Samkvæmt þessari kenn-
ingu geta kynin aldrei náð saman því karl-
inn erætíð í hlutverki kúgarans og kona
sem elskar kúgara sinn er aumkunarverð
og henni verður að bjarga snarlega.
Smáborgarinn lifirsínu eigin lífi. Hann
hefur ætíð litið á sig sem sjálfstæðan
einstakling og finnst hann ekki eiga sér-
lega bágt í lífinu. Og allra síst vorkennir
hann sér vegna kynferðis. Honum finnst
frábært að vera kona og þarfnast ekki
leiðsagnarog björgunar femínista.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Sölvi Óskarsson, tóbakskaupmaður í Björk
Var samdráttur í sölu hjá þér á
reyklausa daginn?
„Nei, ekki til í dæminu. Viðskiptavinirnir halda sínu striki. Mitt fólk er
nýbúið að vinna mál fyrir Hæstarétti og hefur tekið gleði sína.“
Reyklausi dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær, víðast hvar.
My ndarleg útskr ift
MyndrThelma Benediktsdóttir
Útskriftarsýning nemenda Ljós-
myndaskóla Sissu opnaði síðasta
laugardag. Þar sýna 15 nemendur
yfir 150 myndir og viðfangsefnin
eru margvísleg: Gleði, sorg, lífið,
draumar og gleði. Litmyndir og
svart/hvítar. Stórar og litlar. Sýn-
ingin er opin daglegafrá kl.16 - 20
og lýkur mánudaginn 5. júní.
Mynd: Heiða Björg Bjarnadóttir
Mynd: Sigurður Gunnarsson
Mynd: Thelma Gunnarsdóttir
Morrissey skammar Oxford
Hinn einstaklega bitri Morrissey
hefur enn á ný gagnrýnt opinber-
lega illa meðferð manna á dýrum.
I þetta skiptið ræðst hann að rann-
sóknarstöð í Oxford-háskóla þar
sem tilraunir á dýrum erum dag-
legt brauð.
Morrissey neitaði fyrir skömmu
að spila í Kanada til að mótmæla
stefnu landsins til selaveiða. Á tón-
leikum í Englandi fyrir skömmu
gagnrýndi hann Oxford-háskóla
harðlega. Hann sagði skólann vera
;,skömm Englands" og sagðist ætla
að „ná í rassgatið" á starfsmönnum
rannsóknarstöðvarinnar. „Ef þér
finnst í lagi að kryfja dýr,“ bætti
Morrissey við. „Láttu þá kryfja sjálf-
an þig.“
Talsmaður Speak dýraverndun-
arsamtakanna fagnar ummælum
söngvarans. „Við þurfum að ræða
ofbeldið sem verið er að fremja
gegn dýrumsagði hann. „Ég tek
ofan fyrir Morrissey fyrir að vera
nógu hugrakkur til segja skoðanir
sýnar opinerlega.“
eftir Jim Unger
Þú átt ekki að HENDA sverðinu
ir
© Jim Unger/dlst. by Unlted Media, 2001
HEYRST HEFUR...
Forseti íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson fór til Lit-
haugalands í fyrradag, en þar
hefur hann tekið
þátt í ársþingi sam-
takanna Evrópskar
borgir gegn fíkni-
efnum, en forsetinn
er verndari forvarn-
arstarfs á þess vegum undir
forystu íslenskra aðila, að því
er fram kemur í yfirlýsingu for-
setaskrifstofu. í gær fór hann
svo í eina af fjölmörgum versl-
unum Lyfju í Lithaugalandi,
þó ekki sé ljóst hvert erindið
var, en það rímar svo sem ágæt-
lega við það, sem á undan fór.
En áhugamenn um alþjóða-
mál hnutu um annað, sumsé
að herra Ólafur Ragnar var
ekki fyrr stiginn á lithaugska
grundu en forsætisráðherrann
Algirdas Brazauskas sagði af
sér embætti...
Reyklausi dagurinn var í
gær, samkvæmt tilskip-
un Lýðheilsustöðvar. Ekki eru
þó allir hrifnir af
slíkri félagsverk-
fræði. Okkar eina
sanna Kolbrún
Bergþórsdóttir
notaði tækifærið
til þess að sýna borgaralega
óhlýðni og reykti því Benson
& Hedges vindlinga af áfergju í
gær, enda þótt hún sé alls ekki
reykingakona. Minnugir þess
að í nýliðnum kosningum gafst
þessi eðalkrati upp á Samfylk-
ingunni telja fréttaskýrendur
þess skammt að bíða, að menn-
ingarritstjórinn taki hefðarvið-
tal við Lemmy Kilminster, for-
söngvara Mötörhead...
&
'W
Olafur Hannibalsson, hug-
myndafræðingur Þjóðar-
hreyfingarinnarogfyrrverandi
varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks-
ift % - J inSi ritaði grein
um framtíð
Landsvirkjunar
í Fréttablaðið í
gær, þar sem hann setur vængi
á hviksögur þess efnis að fram-
sóknarménn í Reykjavík hafi
borið fé á'fólk til þess að greiða
flokknum atkvæði utan kjör-
fundar og einkum nýja Islend-
inga. Segir hann ónafngreinda
heimildarmenn sína fullyrða
að þar reiddar hafi verið af
hendi upphæðir á bilinu tvö
til átta þúsund krónur fyrir við-
vikið. „Verður ekki öðru trúað
en að þeir sem telja sig búa yfir
vitneskju um þetta meinta mis-
ferli í kosningunum fylgi því
eftir með kæru,“ segir Olafur
af þunga. En mun Ólafur þá
ekki ganga undan með góðu
fordæmi og kæra? Nema nátt-
úrlega hann telji þetta aðeins
hviksögur...
Iargir hafa velt fyrir sér
hvað Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, verðandi borgar-
stjóri, hafi átt við
þegar hann sagði
að ekki hefði náðst
nægilegt traust í
viðræðum sínum
við Ólaf F. Magnús-
son, oddvita frjálslyndra. Sú
saga gengur nú fjöllum hærra,
að á fundi þeirra tveggja hafi
Vilhjálmur haft með sér minn-
isblað. Ólafur hafi verið mjög
upptekinn af blaðinu og viljað
fá að sjá það, en Vilhjálmur
maldað í móinn og sagði að á
því væru aðeins punktar fyr-
ir sig. Hafi þeir þrefað aðeins
þetta uns Ólafur hafi tekið und-
ir sig stökk og hrifsað blaðið af
Vilhjálmi. Um leið hafi traust-
ið þorrið...