blaðið - 01.06.2006, Page 34

blaðið - 01.06.2006, Page 34
34 I AFPREYING FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaöiö ÁLFABAKKA P0SEID0N KL 3:40-5^0-8-10:10 POSEIDONV KL3rfO&504-10:10 X-MEN3 KL 3:30-5:45-8-10:20 AMENCAN DREAMZ KL 3^0-5:45-8-10:20 SHAGGYDOG KL1-40-550 Ml:3 KL 1-40^8-1050 SCARY MOVIE 4 KL8:15-10:10 KRINGLUNNI SáMMmk POSEIDON KL 6-8:15-10:30 AMERICAN DREAMZ KL 8-10:10 Ml:3 KL 8-10:30 SHAGGYDOG KL6 SCARYM0V1E4 K16 KEFLAVlK -S4MMW POSEIDON KL8-10 X-MEN3 KL8 THE DAVINCICODE KL 10:10 AKUREYRI ÍUKtl Kl v sAMmmt BPOSEIDON KL 7-9-11 THE DA VINCI CODE KL 6-8-10 SHAGGYDOG KL6-8 - 7 smáRH^ bíú X-MEN3BJ. 12ÁRA kl. 5.40,8 og 10.20 DAVINCICODE kl. 4,5,7,8,10og 11 B.I.14ÁRA DA VINCICODE ÍUJXUS kl. 5, 8 og 11 B.l. 14ÁRA RAUÐHETTA ENSKT TAL kl. 6 og 8 RAUÐHETTA (SLENSKT TAL kl. 3.50 ÍSÖLD2 kl. 4 ÍSLENSKT TAL CRYW0LF kl. 10B.1.16ÁRA REGrwoGmn X-MEN 3 kl. 6,8.30 og 10.50 B.l. 12 ARA DAVINCICODE kl. 6 Og 9 B.I.14ÁRA CRYW0LF kl. 8BJ. 16ÁRA RAUÐHETTA ENSKT TAL kl. 6og 10 RAUÐHETTA ÍSLENSKT TAL kl.6 PRIME kl. 8og 10.15 B.L16ÁRA X-MEN3 kl. 6,8 og 10.10 B.L 12ÁRA DAVINCIC0DE kl.6og9B.l. 14ÁRA BANDIDAS SlÐUSTU SÝNINGAR kl. 6og10.20 B.I.10ÁRA INSIDEMAN kl. 8B.I16ÁRA Híir íftirbm X-MEN 3 B.1.12 ÁRA kl. 6,8og 10 DAVINCIC0DE kl. 6og 9B.1.14ÁRA Mugihljómsveit þenur sína sál Um daginn voru tónleikar Mugison og hljómsveitar í Austurbæ á Lista- hátíð 2006. Mugison er vanur því að vera eins manns her en kom nú fram í fyrsta sinn með sína eigin hljómsveit. Fyrir utan Mugison þá skipa hljómsveitina Arnar Geir Ómarsson, trommuleikari, og Guðni Finnsson, bassaleikari, meðal ann- ars meðlimir Dr. Spock, sem spila með „Isfirsku alþýðuhetjunni" sem fór suður og ilengdist. Kynin kyrja Mugihljómsveit byrjaði á því að láta karlmenn og konur kyrja og salur- inn átti þannig heiðurinn að því að hafa tekið þátt í flutningi á laginu „Sad as a Truck“, sem er reyndar eitt af mínum uppáhaldslögum af Mugimama-plötunni. Það verður að viðurkennast að ég er ekki sérlegur aðdáandi gagnvirkrar skemmtunar, eiginlega þvert á móti, en þetta slapp fyrir horn og var skemmtileg byrjun á tónleikunum. Kraftur og elja Síðan hóf Mugihljómsveit flutning sinn af miklum móð og það er virki- lega gaman að vera á tónleikum þar sem maður skynjar að það er verið að leggja líf og limi í flutning- inn en ekki bara að ljúka þessu af. Hvað þetta varðar er Mugison með skemmtilegri tónlistarmönnum landsins og nýtur nú sterkrar lið- veislu frá mönnum með kraft og elju ef svo má að orði komast. Ég var gjörsamlega heillaður af trommuleik kvöldsins sem náði loka- hnykk í laginu „Let's go dancing" þar sem húðirnar voru strýktar til blóðs. Reyndar var allur hljóðfæra- leikur frábær og reglulegar gítarstill- ingar voru skemmtilegt innlegg í tón- leikana. Án þeirra hefðu gestir ekki fengið að heyra hina stórkostlegu belgísku-kúkasögu en þess er vænt- Mugison er kominn með verðuga hljómsveit. anlega ekki lengi að bíða að allir upp- rennandi tónlistarmenn hafi allir skitið á sig á einhverjum tónleikum, í einhverju krummaskuði. Margt til lista lagt En ef maður hélt að Mugison og hans ótrúlegi hringvöðvi væri há- punktur kvöldsins þá tóku við atriði sem geta ekki talist síðri. Guðni söng lagið um plötuna hans Páls, sem var pöntuð að utan og endaði ævi sína í kjaftinum á ketti Páls. Eins og með allan aldagamlan, ódauðlegan skáld- skap þá er allt á reiki með hver sé höf- undur ljóðsins um plötu Páls. Guðni söng þetta hátt og snjallt rétt eins og barn með hæfileika þegar mamma og pabbi fá gesti og vilja monta sig af arfleifð sinni. Mjög skemmtilegt lag og fantagóður flutningur. Addi trommuleikari hermdi síðan eftir því hvernig hljóð heyrist þegar létt- bjór er þambaður (ekki þessi sterk- ari sem fæst víðs vegar í sérvöldum búðum um allt land). Þessum mönnum er þannig ýmislegt til lista lagt og ekki skemmir það fyrir. Mugihljómsveit spilaði að minnsta kosti tvö ný lög sem hljóm- uðu virkilega vel. Frekar hressandi lög en ég tel Mugison (og núna Mugi- hljómsveit) takast best upp í kraft- miklum lögum þar sem Mugi þenur sál sína. Tvískipt útsetningin á „murr murr“ var mjög flott þar sem fyrst var blús- aður rólyndiskafli en því síðan snúið Blaðiö/Steinar Hugi upp í argasta kántrí með tilheyrandi gleði. Mugihljómsveit tók síðan úr- val af lögum Mugison og sló aldrei feilnótu og ekkert skorti heldur upp á sviðsframkomuna. íslenskur ástaróður Eins og vill oft verða á tónleikum var Mughljómsveit klöppuð upp og til að þakka fyrir flutti Mugihljóm- sveit íslenskan ástaróð. Haganlega smíðaður textinn virtist lýsa hefð- bundnu starfi ísfirsks heimilis- læknis sem elskar starf sitt. Hann þráði einungis djúpið og að fá að kíkja aðeins inn í þig. jon@bladid.net Ofurhetjuhasar Kvikmyndir Birgitta Jónsdóttir The Dude Leikstjóri: Brett Ratner Aðalhlutverk: Patrick Stewart, Hugh Jack- man, lan McKellen, Halle Berry, Lengd: 144mínútur Aldurstakmark: 12 ára Bandaríkin 2006 ★ ★★ Ég er haldin teiknimyndaáráttu. Les frekar teiknimyndir en að horfa á sápuóperur og hef ekki lengur tölu yfir hve margar útgáfur af X-Men ég hef lesið og þar af leiðandi skiptir mig litlu máli hvaða söguþræði er fylgt eða hvort að persónurnar séu nákvæmlega eins og í einhverri tiltekinni sögu. Finnst aðalmálið við kvikmyndir sem byggðar eru á teiknimyndasögum að þær nái ákveðnum hughrifum, áferð og síð- ast en ekki síst að þær nái að blása lífi í söguhetjurnar og gera þær spennandi. Fyrstu tvær X-Men myndirnar hafa náð þeim árangri að mig langar að sjá þær aftur og mun X-Men 3 án efa bætast í DVD safnið mitt. Auðvitað er söguþráðurinn hvorki djúpur né flókinn enda átti ég ekki von á því. Það sem er styrkur þess- arar myndar er að hún er þétt, alltaf eitthvað að gerast sem fangar athygli manns og heldur henni út alla mynd- ina. Einhversstaðar heyrði ég meðal þeirra sem elska hasarmyndir að þetta væri hasarmynd ársins. Ég leit í það minnsta aldrei á klukkuna á meðan á henni stóð. Það er alveg hægt að sjá þessa Hin klassíska barátta á milli ills og góðs heldur áfram mynd án þess að hafa séð hinar tvær X-Man myndirnar, hún stendur sem sjálfstætt verk. Það er nokkuð áber- andi að ekki er sami leikstjórinn við stjórnvöllinn á þessari og hinum tveimur og alþekkt að Singer hefur sérstakt lag á að láta teiknimynda- sögur lifna við á hvíta tjaldinu, Mér finnst nýja leikstjóranum Ratner takast að búa til eitthvað sem ég er sátt við. Eina sem fer kannski í taug- arnar á mér er hve ömurleg og fyrir- sjáanleg flest samtölin eru. Ógnarafl í endurrisinni persónu Sagan gengur út á hið sígilda stríð milli góðs og ills, þó að maður geti á vissan hátt haft ákveðna samúð með Magneto (lesist vondi gaurinn) og málstað hans. Lyfjarisi kynnir lyf til sögunnar sem gefur þeim sem hafa stökkbreytta genið í sér tækifæri á að læknast og verða eins og “venjulegt” fólk. Auðvitað bregð- ast ekki allir þeir sem hafa þetta ofurgen í sér vel við því að litið sé á þá og þeirra einstöku eiginleika sem sjúkdóm. Eigandi lyfjafyrirtæk- isins er pabbi Englastráksins. Per- sónusköpunin er oftast flott nema að mér finnst Englastrákurinn ekki alveg vera að gera sig þó að væng- irnir hans séu mjög fallegir. Hann er bara allt of litlaus. Flottasta per- sónan er Fönixinn, óheft ógnarafl í endurrisinni persónu Jean Grey og uppgjörsatriðið á milli hennar og Xavier er ógleymanlegt. Það var eitt- hvað einstaklega sorglegt við það að sjá sumar persónurnar læknast, þó að þær hefðu verið bláar eða brodd- gölltóttar, siðlausar eða saklausar. Fyrir þá sem vilja lesa eða kynn- ast þessum söguhetjum þá er Borg- arbókasafnið með mjög gott úrval af sögum um X-Men. birgitta@bladid.net Hvað er að gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net 10.00-Ráðstefna Skyn(sam)leg rými - rými, list og umhverfi Hafnarhúsið 12.15 -Málstofa Peter Hennessy, University of London og Guðni Th. Jóhannes- son, Háskóla íslands: Málstofa um þorskastríðin Hátíðarsalur Háskóla íslands 19.00-Tónlist Andspyrnuhátíð: Innvortis, I ad- apt, Severed Crotch, Finnegan, Morðingjar og Raw Material Tónlistarþróunarmiðstöðin 20.00 - Leiklist Fullkomið brúðkaup Borgarleikhúsið Miðasala á midi.is 20.00-Leiklist NAGLINN Borgarleikhúsið Miðasala á midi.is 20.00-Tónlist Tónleikar í tilefni af Worldwide Awerness deginum. Benny Cres- po’s Gang, Bob Justman, Red Cup, Ég, Aggi Lights og Shadow parade Gaukurá Stöng 21.00-Tónlist Anders Widmark og Carmen Nasa við Austurvöll

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.