blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 32
32 I MENNING
FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 biaöiö
Panic kvöld í Hafnar
fjarðarleikhúsinu
Panic Productions sýnir tvö ný
dansleikhúsverk í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu. Forsýning er 9. júní
kl. 20, frumsýning er 10. Júní
kl. 20 og síðasta sýning 11. Júní
kl. 20. Einungi verða þessar þrjár
sýningar.
No, he was white er samstarfsverk-
efni leikara, dansara og tónlistar-
manns frá fjórum löndum sem var
unnið án leikstjóra og danshöfunda.
I verkinu eru mörk dans og leiks
óljós og söngur skipar þar stóran
sess. Verkið er í senn hrátt og ein-
lægt þar sem eintöl einmana sálar og
samspil þátttakenda renna saman í
brotakennda heild. No, he was white
var frumsýnt í Ballhaus Ost í Berlín
í febrúar síðastliðinn við feikigóðar
móttökur og var i framhaldi boðið
til Pakistan og á Festival de Liege í
Belgíu í febrúar 2007.
Höfundar og flytjendur: Anne
Tismer, Margrét Sara Guð-
jónsdóttir, Rahel Salvoldelli,
Sveinbjörg Þórhallsdóttir.
Úr No he was White. Hrátt og einlægt verk.
Tónlist: David Kiers
Búningar: Nir De Volff
Rauðar liljur er nýtt íslenskt dans-
verk. Verkið skoðar áleitinn efni
svo sem öfgafulla ástríðu og
þráhyggju og varpar upp ofsa-
fenginni, á köflum gróteskri,
birtingarmynd þeirra. Rauðar
liljur er kraftmikið verk og
afar krefjandi fyrir dansar-
ana. Tónlistin leikur stórt
hlutverk í sýningunni og er
hún samspil lifandi tónlistar
og hljóðgjafa af ýmsum
toga. Rauðar liljur er undir
áhrifum frá verkum Svövu
Jakobsdóttur og Tom Wa-
its og lýsa eftirfarandi
orð þess síðarnefnda því
einna best: In any kind
of obsession you feel like
you are attached to some-
one, and to separate you
Úr Rauðum liljum. Ver semer afar
krefjandi fyrir dansarana.
would kill you both.
Höfundur: Sveinbjörg
Þórhallsdóttir
Tónlist: Eiríkur Orri Ólafsson
og Kristín Valtýsdóttir
Búningar og útlit: Hildur Hafstein
Dramatúrg: Gréta
María Bergsdóttir
Dansarar: Saga Sigurðardóttir,
Tanja Friðjónsdóttir ofl.
Glatkistan
Jón Þór Pétursson
Hundurinn Skírnir
Allir þeir sem eru áhugasamir
um menningarmál geta tekið
gleði sína á ný því nú er komið
út nýtt hefti af tímaritinu Skírni.
Hér er ekki einungis nýtt hefti
á ferðinni heldur er einnig nýr
ritstjóri tekinn við stjórninni.
Bókmenntafræðingurinn,
bókaútgefandinn og ævisagna-
höfundurinn Halldór Guðmunds-
son hefur sest í ritstjórastólinn í
stað háskólakennaranna Sveins
Yngva Egilssonar og Svavars Hrafns
Svavarssonar. Mikil tímamót blasa
því við því Skírnir fagnar nú 180
ára afmæli. Af þessu tilefni birtist
viðtal sem Þröstur Helgason tók
við Halldór Guðmundsson í Lesbók
Morgunblaðsins um síðustu helgi
undir fyrirsögninni: „Það stendur
ekki til að umbylta Skírni".
Heilagt brot
í viðtalinu spyr Þröstur hvort það
verði einhver grundvallarbreyting
á ritstjórnarstefnu Skírnis í kjölfar
þessara umskipta. Halldór er ekki
alveg á því og svarar: „Það stendur
ekki til að umbylta Skírni, ég held
að það liggi einhvern veginn í
hlutarins eðli með 179 ára gamalt
menningartímarit. Og brotið er
heilagt, enda Skírnisbrot orðið að
sjálfstæðu hugtaki í bókagerð".
Einu sinni hélt ég að minningar-
greinum Morgunblaðsins yrði ekki
haggað frekar en Skírnisbrotinu,
en svo kom Tryggvi V. Líndal
og skrifaði minningargreinar
um fólk sem hann þekkti ekkert
sérstaklega mikið til og birti í
leiðinni ljóðaþýðingar sínar á
ljóðabálki T. S. Eliot „Morðið í
dómkirkjunni". Eftir það varð
staða minningargreina ekki sú
sama í mínum huga.
Öfug tjáning
í sögu eftir forvera bít-skáldanna,
bandaríska rithöfundinn William
Burroughs, segir frá manni sem
hefur lifibrauð sitt af því að
skemmta fólki. Skemmtiatriðið
felst í því að hann beygir sig niður
og leyfir rassinum að hafa orðið.
Rassinn kann því vel að vera í
sviðsljósinu og að lokum hefur
maðurinn þagnað en rassinn
blaðrar út í eitt.
Þetta er gömul saga og ný. Hættan
er sú að fyrirbæri öðlist sjálfstætt
líf óháð ytri aðstæðum. Af
viðtalinu við Halldór fær maður
sannarlega á tilfinninguna að
hann verði einungis „silent partner"
sem ritstjóri Skírnis, fyrirbærið sé
hvort sem er á sjálfstýringunni
- óhagganlegt.
Það er nefnilega eins og að Skírnir
viti alveg hvert hann stefnir. Hann
þarf bara af og til ferskt loft, það
þarf einhver að fara út og viðra
hundinn eins og alþekkt er, og
það þarf að viðra Skírni tvisvar á
ári. Málið blasir reyndar öðru vísi
við þegar viðtalið við Halldór er
skoðað af nákvæmni. Mér virðist
að Skírnir ætli að viðra Halldór
Guðmundsson, að koma honum
undir bert loft og mun örugglega
ekki afveita.
jon@bladid.net
Konaog hæna eftirTönju Höllu Önnudóttur og Ragnheiði Þorgrimsdóttur.
Kvenfrelsi fyrr og nú
Laugardaginn 3. júni kl. 16:00
opnar í sal íslenskrar Grafíkur í
Hafnarhúsinu samsýning þriggja
listakvenna sem allar hafa látið
sig stöðu kvenna varða. Listkon-
urnar eru Ragnheiður Jónsdóttir
(f. 1933), Tanja Halla Önnudóttir
(f.1987) og Ragnheiður Þorgríms-
dóttir (f. 1987).
Ragnheiður Jónsdóttir sýnir fimm
verk frá 1976, þar sem hún fjallar
um stöðu kvenna í samfélaginu.
Ragnheiður gerði verkin þegar Rauð-
sokkuhreyfingin var upp á sitt besta
og þóttu þau gefa ferska og ögrandi
sýn á samfélagið. I verkum Ragn-
heiðar sjást óléttir kjólar - galtómir,
húkandi á stól; hnallþóran glæsilega
lekur yfir andlit húsmóðurinnar og
Ónefnd eftir Ragnheiði Jónsdóttur.
blindar hana. Staða hinnar heima-
vinnandi húsmóður er dregin upp
með húmor en skarpri ádeilu.
Tanja og Rangheiður Þorgríms-
dóttir sýna ljósmyndaverk sem þær
unnu saman síðastliðinn vetur. Ljós-
myndirnar voru hluti af lokaverkefni
þeirra á listnámsbraut í Fjölbraut-
arskólanum í Breiðholti. Ljósmynd-
irnar eru teknar í sveit og borg og
bregða upp glettnum myndum af
konum í óvæntum kringumstæðum.
Hvað er kona að gera með hænu inn
í stórmarkaði? Hvernig stendur á
því að húsmóðirin er að strauja úti í
hrauni? í myndum þeirra eru konur
teknar úr hefðbundnum aðstæðum
fyrri tíma og settar inn í óvænt
samhengi.
Á sýningunni eru leiddar saman
tvær kynslóðir kvenna. Ragnheiður
Jónsdóttir er þekkt fyrir myndrað-
irnar sem nú eru sýndar í sal Is-
lenskrar Grafíkur. Þegar Ragnheiður
gerði þessi verk var umræða um fem-
ínisma að spretta fram af miklum
krafti og var knúið á um breytingar
í samfélaginu. Þessi verk Ragnheiðar
voru mikilvægt innlegg í þá umræðu.
Nú þrjátíu árum síðar eru þessar
ungu listakonur á svipuðum miðum.
Sýningin er opin fimmtudag til
sunndags, kl. 14:00 - 18:00, 3. júní
-18. júní.
Salur íslenskrar Grafíkur er í
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17,
hafnarmegin.
SU DOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
9 2 6 4
8 2 4 7
1 5 3
8 7
6 7 3 8
9 8 1
4 2 1
3 7 4 5 2
9 6
Lausn síðustu gátu
9 1 7 8 5 2 6 4 3
2 3 4 6 9 1 8 7 5
6 5 8 7 3 4 9 1 2
4 2 9 5 6 7 1 3 8
3 6 5 9 1 8 4 2 7
8 7 1 2 4 3 5 6 9
5 4 6 3 7 9 2 8 1
1 8 3 4 2 5 7 9 6
7 9 2 1 8 6 3 5 4