blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 25
blaðið FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 FERÐALÖGI 25 Fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins í uppsiglingu „Minningarnar eru ómetanlegar" Tómas segir að fólki hætti til að mikla ferðalög eins og þessi fyrir sér. „Flestir sem ræða þetta við mig halda að þetta sé rosalegt fyrirtæki. Margir standa í þeirri trú að þetta sé ákaflega hættulegt og óttast það sem er framandi. Mér hefur aldrei liðið eins og ég væri í lífshættu og sé ekki eftir neinu. Minningarnar eru ómet- anlegar og ferðabakterian er ólækn- andi sjúkdómur. Ég er strax farinn að hlakka til að leggja af stað á ný út í heim.“ Margir þeir sem horfa löngun- araugum til framandi slóða hafa áhyggjur af óhóflegum kostnaði. Tómas segir það vandamál sé alls ekki eins stórt og fólk vill vera láta. „Flugmiðinn er langdýrasti þátturinn en þegar maður er kominn á staðinn og dvelur í þeim löndum sem ekki eru komin eins langt á þróunarbraut- inni og Island þá kosta matur og gist- ing ákaflega lítið. Ég er handviss um að margir þeir sem fara í frí til Beni- dorm eða Costa del Sol eru að eyða miklu meiri peningum en ég. Það er mjög auðvelt að komast af með lítið fjármagn á þessum slóðum.“ Bakpokaferðalög henta kannski ekki öllum en Tómas Ingi segist hafa fundið sig ákaflega vel í þessu munstri. „Ég er alls ekkert þreyttur á sturtuleysinu og kakkalökkunum. Það er eitt af því sem gerir svona ferðalög heillandi. Mér finnst heldur ekki erfitt að ferðast einn. Ég kynnt- ist fjöldanum öllum af fólki, bæði öðrum ferðamönnum og heima- mönnum í hverju landi. Oft þurfti ég að beita fortölum til þess að fá að vera einn því fólk var mjög örlátt á að veita manni félagsskap. Það getur verið ákaflega gott að njóta einver- unnar á framandi slóðum.“ Tómas segir það í raun vera mikið frelsi að Bloggið „Bakpokaferðamennska er kannski ekki allra, en efkaldar sturtur, einstaka kakkalakkar á ferli á einstaka hótelherbergi og matur á plastdiskum truflar mann ekki, þá er hœgt að gera þetta ódýrt. Budget travel kalla þeirþetta á engilsaxneskunni." www.landakonnun.blogspot.com Gagnlegar vefslóðir fyrir ferða- langa: http://thorntree.lonely- planet.com Yfirgripsmikið spjallsvæði þar sem fólk um allan heim skipt- ist á skoðunum og lýsir reynslu sinni af ferðalögum um heiminn þveran og endilangan. http://www.yetizone.com Þeir sem hyggjast ganga á fjöll í Nepal ættu að kíkja á þessa síðu. http://www.solotravel.org Frábær siða fyrir þá sem ferðast einir. Ýmsar gagnlegar ábend- ingar um flest það sem leitar á huga ferðalanga á framandi slóðum. http://www.bakpokinn.com Síða á íslensku sem geymir fjöl- mörg góð ráð sem hægt er að grípa til við undirbúning og skipulagningar langs ferðalags. Meðal annars má þar finna upp- lýsingar um vegabréfsáritanir, tryggingar, ferðamannabólusetn- ingar, ferðahandbækur og hina ýmsu aðgangsmiða. ferðast aleinn. „Það er frábært að ferðast einn, maður er engum háður, þarf ekki að taka tillit og getur gert það sem manni sýnist. Ef þú situr í rútu og sérð heillandi stað sem þig langar til að skoða betur þá þarftu ekki að spyrja einn né neinn álits. Þú bara stekkur út á næstu stoppistöð og gerir það sem hjartað býður.“ Tómas er ekki í vandræðum með að gefa ferðaþyrstum íslendingum góð ráð. „1 raun og veru er bara eitt sem þarf að gera. Það er að láta drauminn rætast og stinga sér í djúpu laugina. Þetta er bara svo ótrúlega skemmti- legt. Ég undirbjó mig nokkuð vel en ég held að það sé mikilvægt að skipuleggja sig ekki alltof vel, maður verður að hafa rúm fyrir hið óvænta. Það er svo frábært að láta koma sér á óvart. Töfrarnir eru fólgnir í hinu óvænta“, segir Tómas að lokum Þó veðrið sé ekki upp á marga fiska þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu þá eru flestir búnir að dusta rykið af grillinu og jafnvel planta nokkrum sumarblómum í potta út á svölum. Margir hugsa sér líklega gott til glóð- arinnar um komandi helgi og hyggja á ferðalög um landið þvert og endi- langt. Veðrið veldur ferðaglöðum Islendingum eðlilega hugarangri því lítið er gaman að hírast í óþéttu tjaldi meðan vindurinn gnauðar og rigningin bylur. Því er ekki úr vegi að kanna hvar besta veðrið er að finna um hvítasunnuhelgina. Veðurstofa íslands spáir hlýju og björtu veðri á Norðaustur - og Austurlandi en þung- búnu og vætusömu sunnan og vestan- til. Þá sem þyrstir í sól og ilm af sumri ættu því að bruna norður í land - jafn- vel eiga nokkra góða daga í höfuðstað Norðurlands með Brynjuís i hönd. Veðrið er ekki ailt Kannski ættum við ekki að spá svona mikið í veðrið. Það borgar sig ekki að eltast endalaust við sól og sumaryl. Við búum okkur bara vel með nesti og nýja skó. Látum ekki smá rign- ingarsúld eða kulda aftra okkur frá því að ganga á fjöll og baða okkur í náttúrulegum laugum. Ef við bíðum alltaf eftir hinu fullkomna veðri þá munum við aldrei komast í fríið. Svo er líka afskaplega notalegt að vera innan borgarmarkanna meðan fjöldinn stormar með tjaldvagninn í eftirdragi. Þá er tilvalið að útbúa girni- lega nestiskörfu, leiða kátan pilt eða stúlku f Hljómskálagarðinum, snæða túnfisksamlokur og sötra rauðrunn- ate í rólegheitum borgarinnar. J! SONOR Þýsk gæði - sannreynd í 125 ár Force 505 kr 45.700-* Byrjandalínan frá Sonor. Sterkbyggð og endingargóð. Standar með tvöföldum löppum. Kúlu-armur og minniskragar á tom-festingum. Sett fáanleg í 3 stærðum og 3 litum; svart, rauð- sanserað og silfur-sanserað. Force 1005 kr. 64.000-* Milliklassalínan frá Sonor. Gæði á góðu verði. 9-laga basswood skel. Viðargjörð á bassatrommu. Force Series festingar með Tune-Safe. Viðar sneril-tromma í sama lit. Bassatrommu-skinn með föstum dempunar-hring. Sonor 200 Series standar, tvöfaldar lappir. Standar fáanlegir stakir. Sett fáanleg í 3 stærðum og 3 litum; svart, rauð- sanserað og viðarlit. Force 2005 kr. 94.500-* Semi-professional lína frá Sonor. 9-laga birki skel, samansett með CLTF-aðferð. Mött vaxáferð sem sýnir viðinn. Viðarsnerill. 17.5" dýpt á bassatrommu fyrir dýpri og kraftmeiri hljóm. Samlitar viðargjarðir á bassatrommu og skinn með föstum dempunar-hring að framan og aftan. T.A.R. tom- tom upphengjur. Force Series festingar með Tune-Safe. Minniskragar á tom-örmum. Sonor 200 Series standar með 2 bómu- diskastöndum. Sett fáanleg í 4 stærðum og 5 litum. Stakar trommur og standar fáanlegt. Mikið úrval af statífum, pedulurn, gormum og trommutöskum frá 11.400- kronum settið. Force 3005 kr. 118.900-* Semi-professional lína frá Sonor. 9-laga hlyns (maple) skel samansett með CTLF-aðferð. Háglansandi lakkáferð. Viðarsnerill. 17.5" dýpt á bassa trommu fyrir dýpri og kraftmeiri hljóm. Bassatrommuskinn með föstum dempunarhring að framan og aftan. T.A.R. tom-tom upphengjur. Force Series festingar með Tune- Safe. Minniskragar á tom-örmum. Sonor 400 Series standar með 2 bómu-diskastöndum og stól. Sett fáanleg í 4 stærðum og Jungle setti og 8 litum. Bassatrommur frá 18" til 24". Stakar trommur og standar fáanlegt. Stakar sneril- trommur fáanlegar í 10", 12" og 14". Settin eru seld án diska VM I ÍIMH (EVANS m TONASTOrBg A 111 fyrir tónlistarmanninn Erum einnig með mikið úrval af Vic Firth trommukjuðum og Evans skinnum. TÓNASTÖÐIN 1 Skipholti 50d 1 108 Reykjavík | siml: 552 1185 | www.tonastodin.ls

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.