blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 22
22 I HEIMILI FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaðiö Nýtískuleg og notendavœn hönnun Mastrad erfrönsk lína sem inniheldur allt milli himins og jarðar fyrir eldhúsið. Það sem einkennir vörurnar erferskt og nýtískulegt útlit en umfram allt mikið notagildi. Vörurnar eru hannaðar tilþess að auðvelda heimilisstörfin en lifga þó skemmtilega upp á eldhúsið. Mathieu Lion og Lucas Bignon hanna vörurnar íMastrad línunni og leitastþeir við að hanna nýjar og notendavænar vörur sem slegið hafa í gegn um allan heim. Þeir endurhanna áhöld og gera þau notendavænni, útrýma þeim göllum sem verið hafa á vörunum, bæta útlitþeirra ogsetja jafnvel inn auka möguleika eða takka sem hagræða ogeinfalda enn frekar eldamennskuna. Mastrad vörurnar fást í Villeroy og Boch í Kringlunni og mikið úrval alls kyns hluta sem eru góðir tilýmissa nota. GAFFALMÆLIR Þessi sniðugi gaffall getur aðveldað grillstörfin og eldamennskuna til muna. Hann mælir hita á einu augna- bliki og segir til um hvort steikin eða fiskurinn sé „rare“, „medium- rare“, „medium“, eða „well-done.“ Á gafflinum er einnig ljós, upplýstur OFURHANSKINN Þessum skemmtilega, fjölnota og hitaþolna hanska er mjög auð- velt að smeygja sér úr og i. Hann er úr silíkon efni sem gerir það að verkum að mjög auðvelt er að þvo hann, það má ein- faldlega skella honum í uppþvottavélina. Af því að hanskinn er úr silíkoni nýtist hann vel til þess að meðhöndla heit matvæli sem ekki væri hægt að gera með tauhanska sem myndi blotna og óhreinkast. Svo má einnig nota hanskana til þess að taka á heitum kökuformum eða einhverju slíku eins og sést á myndunum. Hansk- inn þolir 300 gráðu hita svo að það mætti jafnvel snúa við eldiviði í arin- eldi með hönskunum. Verð 3.290 kr. skjár sem sýnir hitann og að auki er gaffallinn vatnsheldur. Þetta er alveg ómissandi við grillið eða í eldhúsinu. Verð 4.180 kr. KLAKABOX Þessi klakabox sem eru sérlega auðveld í notkun. Þetta er einstak- lega vel heppnuð og notendavæn DU & FIOUR HLYJAR BRÚÐARGJAFIR Dúnsængur OG KODDAR í MIKLU ÚRVALI Fyrsta flokks gæði OG FRÁBÆR VERÐ hönnun. Lokið á boxinu gerir að verkum að vatnið sullast ekki út um allt og síðan er hægt að stafla box- unum inni í frystihólfinu án þess að boxin frjósi föst saman. Gúmmíið undir boxinu gerir síðan að verkum að það er mjög auðvelt að ná klök- unum úr því. Verð 1.520 kr. kristin@bladid. net Góð ráð ... fyrir ostaskurð Ef að ostaskerinn er orðinn lé- legur og er hættur að bíta eins vel og hann gerði er það óbrigðult ráð að klippa niður smá ræmu af smjörpappír og smeygja honum í raufina á ostaskeranum og láta hann liggja á blaðinu, bæði undir og ofaná. Þetta gerir ost- skurðinn auðveldari og ostasker- inn verður eins og nýr. ... fyrir þrif á örbylgjuofni Það er mjög gott og auðvelt ráð að setja nokkrar sítrónu- sneiðar í skál með vatni í og setja inn i örbylgjuofninn. Svo seturðu ofninn í gang í um 10 mínútur. Því næst tekurðu skál- ina út og strýkur yfir ofninn með rakri tusku. Þá er sítrónan búin að leysa upp öll óhreinindi í örbylgjuofninum og þvi lítið mál að fjarlægja þau. ... fyrir geymslu á matvælum Ekki gott að pakka inn í plast- filmu eða plastpoka fituríkum matvælum eða mat sem enn er volgur. Það er betra að setja þess konar matvæli í plast- eða glerilát til þess að forðast að mat- urinn svitni og verði ólystugur. Ostur er gott dæmi um fiturík matvæli sem best er að geyma í lokuðu íláti því hann verður sveittur og ólystugur ef hann er látinn vera.í plastpoka. Náttúrulegt hreinsiefni með ótrúlega virkni Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004 Ræstivörur hafa hafið innflutning á Fix-universal sem er efni sem hefur ótrúlega virkni. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á gæði og umhverfis- vernd og býður því einungis upp á vörur sem uppfylla ströngustu um- hverfis- og öryggiskröfur. Fix-universal upp- fyllir þessar kröfur. „Það er hægt að nota þetta efni á nánast hvað sem er nema kannski tau eða þvíumlíkt. Efnið virkar vel á lökkuðum flötum þar sem eitthvað hefur þornað ofan í lakkið en eins er hægt að nota þetta á gler og spegla, vaska, keramik og þar fram eftir götunum“, segir Arnar Garðarsson hjá Ræstivörum. „Þetta er blanda af mildum, umhverfis- vænum hreinsiefnum og örfínum slípimassa. Það er t.d. hægt að taka gamla stálvaska í gegn með þessu en þá slípar efnið upp stálið og þeir verða eins og nýir á eftir“. Fix-uni- versal er tilvalið til að nota á baðkör, sturtuklefa- og botna og hentar sér- staklega vel ef gera á stórhreingern- ingar. „Kosturinn við Fix-universal er ekki síst sá að það er án skaðlegra efna og er því skaðlaust fyrir börn og fer ekki illa með húðina. Það fjarlægir fitu og kísil og hreinsar og verndar samtímis. Efnið hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, silfri, áli, gullli, kopar, plasti, lökkuðum flötum, keramiki og postulíni svo eitthvað sé nefnt. Fix-uni- versal er því ómissandi fyrir heimilið, í bílinn, bátinn, tjald- vagninn, við tómsundirnar, á verk- stæðið ofl. „Eins og er fæst þetta efni hjá Ræstivörum ehf sem er stað- sett að Stangarhyl 4 en það kemur til með að fara í sölu í verslanir innan tíðar“, segir Arnar Garðarsson hjá Ræstivörum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.