blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 01.06.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2006 blaðiö Já flytur vegna blóm- legs ástands Símaþjónustan Já hefur flutt þjónustustöð sína frá Egils- stöðum til Reykjanessbæjar vegna útþenslu fyrirtækisins. Við þessa breytingu tapast fimm störf á Egilsstöðum. Sigríður M. Oddsdóttir fram- kvæmdarstjóri Já segir að ástæða breytinganna sé sú að fyrirtækinu hafi gengið erfiðlega að fá fleiri starfsmenn til liðs við sig vegna blóm- legs ástands á Egilsstöðum. r ^ Fullt hús ævintýra Viðopnum 2. júní HÚSGAGNA imrani Bæjarlind 16 - Kópavogi S: 517 6770 Dýnur með stillanlegri mýkt. Mýktinni breytt hvenær sem er með einum takka. Hún með mjúka & hann með harða, samt sama dýnan. Góður nuddstóll frábær eftir erfiðan vinnudag 3 gerðir & nokkrir litir Besta verðið Ótrúlega margir litir Stærsta litla búðin á íslandi Yfir 10.000 möguleikar Rannsókn á hlerunum verði á forræði Alþingis Þingsályktunartillaga forsætisráðherra um rannsókn á kaldastríðs- tímabilinu sögð skref í rétta átt. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræð- ingur, vill sjá hvað kemur út úr starfi rannsóknarnefndarinnar. Sú tillaga forsætisráðherra að rík- isstjórninni verði falið að skipa nefnd til að annast skoðun gagna sem snerta öryggismál Islands á árunum 1945-1991 mælist sæmilega fyrir hjá Björgvini G. Sigurðssyni, þingmanni, Samfylkingarinnar. Hann hefði þó viljað ganga lengra og ítrekar þörfina á því að fyrirhuguð greiningardeild ríkislögreglustjóra verði undir eftirliti þingsins. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segist vilja bíða og sjá hvaði komi út úr störfum nefndarinnar. Skref í rétta átt ,Þetta er ágætis nálgun hjá forsæt- isráðherra," segir Björgvin. „En að mínu mati þarf að ganga mun lengra. Guðni Th. Jóhannesson, upp- lýsti um símhleranir hjá til dæmis alþingismönnum og fjölmiðla- mönnum sem að kalla á mikið um- fangsmeiri og ítarlegri rannsókn á því sem þarna átti sér stað.“ Björg- vin vill að upplýst verði um hverja var njósnað, í hvaða tilgangi og hvað var gert við gögnin. „Nálgun forsætisráðherra er ágætis nálgun í þessa átt en um er að ræða svo gróf brot á friðhelgi þessara einstaklinga sem um ræðir að þau kalla á mikið ítarlegri rann- sókn þó að þetta sé skref í rétta átt.“ Á að vera á for- ræði Alþingis B j ö r g v i n telur að það eigi að vera á forræði Al- þingis hvernig rannsóknin fari fram og Björgvin G. Sigurðs- hvernig verði son þingmaður. farið með nið- urstöður rann- sóknarinnar. „Ekki á forræði fram- kvæmdavaldsins eins og þarna er gert ráð fyrir. Þetta eru málefni þingsins að mínu mati og þó svo að for- sætisráðherra hafi forystu þá tel ég að hann eigi svo að leggja þetta til þingsins. Að því leyti tel ég hann ekki vera á réttri leið, þó svo að það sé fagnaðarefni að hann hyggist taka á málinu.“ Björgvin leggur áherslu þörfina fyrir því að þessi mál séu skoðuð í samhengi við núverandi hler- anaheimildir lögreglunnar og heimildir fyrirhugaðrar greininga- deildar Ríkislögreglustjóra til eftir- lits, njósna og hlerana. „Það sem verður að liggja slíkri leynistarfssemi til grundvallar er að komið verði á fót lýðræðislegu eftirliti með leynistarfsseminni. Um leið og við lærum af sögunni og upplýsum um njósnir stjórn- valda í fortíðinni þá verður að tryggja það til framtíðar að engan skugga beri á starfsemi stjórnvalda. Því verður að smíða leyniþjónust- unni þann ramma að eftirlit verði með starfsseminni. Til dæmis með þingkjörinni, eiðbundinni nefnd,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður. Nefndin fái fullt umboð „Ég er jákvæður þangað til annað kemur í ljós,“ segir Guðni Th. Jó- hannesson, sagnfræðingur sem fyrstur upplýsti um að hleranir hefðu verið stundaðar hér á fimmta, sjötta og sjöunda áratugi síðustu aldar. „Það er langbest að bíða og sjá hvað kemur út úr starfi nefndarinnar. Ég hef enga ástæðu til að ætla að þetta verði ekki í sam- ræmi við það sem ég vonast til. Ég vil gera ráð fyrir því að þessi nefnd fái fullt umhoð, og að ekki verði reynt að fela neitt. Gangi það eftir þá er ég sáttur," sagði Guðni. Meistaradeild í opinni dagskrá Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Skjásins, segir að 13 leikir í Meistaradeild Evrópu verði í opinni dagskrá á Sýn næstu þrjú tímabil. „Utboði fyrir Meistaradeild Evrópu lauk nýlega og var sam- keppnin hörð. Skjárinn, Sýn og Ríkissjónvarpið tóku þátt í því að hluta til og varð sjón- varpsstöðin Sýn hlutskörpust í útboðinu fyrir ísland. Vegna hinnar hörðu samkeppni í útboðinu var farið að bjóða að sumir leikjanna yrðu í opinni dagskrá. Samkeppnin kom því neytendum til góða og eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir knattspyrnuáhugafólk,“ segir Magnús í samtali við Blaðið. Að sögn Magnúsar hefur TEAM, sem annaðist útboðið fyrir hönd Evrópska knatt- spyrnusambandsins (UEFA), staðfest að einn leikur í viku verði í opinni dagskrá. „Um er að ræða sérþakka í útboð- inu, „Match of the Week“ svokallað. Þrettán leikir verða því í opinni dagskrá og meðal þeirra eru því tvær undanúr- slitaviðureignirnar auk sjálfs úrslitaleiksins," segir Magnús. GuðniTh.Jóhannes- son, sagnfræðingur. Opiö: Virka daga 12-16, ncma fimmtudaga 12-18 Eldshöfða 16, Bakhús S:616-9606 Hitastýrð Blöndunartæki MT5303 Verð 9.241 kr Stjórnarþingmenn reyna að fá Wang til að skila þingsályktunartillögunni. Tillagan tuggin á þingi Til átaka kom á þingi Taívans á þriðjudag þegar kjörnir fulltrúar fólksins réðust á þingkonu eina sem skömmu áður hafði gert tilraun til að borða þingsályktunartillögu um að heimilaðir verði á ný beimr vöru- flutningar á milli Taívan og Kína. Algengt er að þingmenn á Ta- ívan láti hnefana tala er þeir sinna störfum sínum. Hins vegar rekur menn ekki minni til þess að þing- maður hafi áður reynt að snæða við- fangsefni löggjafarsamkundunnar. Þingmenn Lýðræðislega fram- faraflokksins mótmæltu tillögunni kröftuglega og gerðu sig líklega til að hrekja flutningsmanninn úr pontu. Á meðan á þessu stóð tók þingkonan Wang Shu-hui sig til hrifsaði tillöguna úr hendi flutnings- mannsins og stakk henni upp í sig. Stjórnarþingmenn réðust þá á Wang og freistuðu þess að fá hana til að hrækja út úr munni sér tillögunni með því að rífa í hár hennar. Eftir að hafa japlað á blaðinu drykklanga stund spýtti Wang því út úr sér og reif það í tætlur. Á meðan á þessu stóð tók flokkssystir Wang sig til og hrækti á einn andstæðinga sinna. Stjórnvöld á Taívan hafa bannað beina vörflutninga og milli eyjar- innar og meginlandsins frá því í borgarastríðinu áríð 1949. Fimmtudaga til sunnudaga ______ Glæsilegur 3ja rétta matseðill á aöeins 5.200, /Borðápiintarfir HEREFORD S T E 1 K H 0 S Laugavcgur 53b * 101 Rcykjavík 5 11 3350 • www.herciord.is 511 3350 llappy liour alht dciga l / :OQ -19:30 - tveir f\rir einn af fordrykkjuni

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.