blaðið


blaðið - 09.06.2006, Qupperneq 6

blaðið - 09.06.2006, Qupperneq 6
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 blaöiö Skelfd og óttaslegin eftir árás í Búlgaríu Móðir Verslunarskólanema segir dóttur sína hafa misst mikið blóð í árás sem hún varð fyrir í útskriftarferð. Móðir stúlkunnar sem var skorin á höndum og andliti í útskriftarferð Verslunarskólanema til Búlgaríu segir dóttur sína skelfda og ótta- slegna eftir árásina. Dóttir hennar kom heim í gærkvöldi eða viku fyrr en áætlað var. Móðir hennar segir að það fyrsta sem þær munu gera þegar hún kemur heim sé að fara með hana á spítala. Hún segir að fararstjórar í Búlgaríu hafi farið með dóttur hennar á heilsugæslu í stað spitala og gat læknir ekki saumað hana fyrr en daginn eftir að hún leitaði sér hjálpar. Um 200 nemar úr Verslunarskól- anum eru í Búlgaríu og dvelur hópur- inn á Burgas-ströndinni. Nemarnir hafa orðið fyrir þó nokkrum hremm- ingum en ráðist var á fjórar stúlkur og ein varð fyrir líkamsárás þegar andlitið á henni var „keyrt“ ofan í barborð. Einnig hafa nemendur verið rændir. Fleiri nemendur eru á leið heim eða eru komnir vegna atburðanna. „Hún missti mikið blóð vegna þess Fagnaðarfundir Hvítur hvalur tekur lltilli stúlku fagnandi í Sjávarparadísargarðinum í Hakkeijima í Jap- an í gær. Af myndinni að dæma má ætla að hvalurinn og litla stúlkan séu aldavinir. Aliar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Innimálning Gljástig 3,7,20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. y/ G«ða málning á frábæru verði / Viðarvörn ■/ Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning ■J Gluggamálnii “ÍSLANDS MÁLNING Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Sætúni 4/Sími 5171500 að hún var á blóðþynningarlyfjum segir móðir stúlkunnar áhyggjufull yfir líðan dóttur sinnar. Hún segir að dóttur sinni hafi verið ráðlagt að fara ekki til lögregl- unnar og kæra athæfið vegna þess að hún væri svo spillt og það hefði ekkert upp úr sér. „Ég skil ekki hvers vegna ferða- skrifstofa fer með krakkana á stað þar sem engin löggæsla er,“ segir hún undrandi. Hún segist vera dauðfeginn að end- urheimta dóttur sína og bætir við að hún hafi verið logandi hrædd um hana eftir að hún heyrði fregnirnar. Móðir stúlkunnar gagnrýnir að erfiðlega hafi gengið að ná í farar- stjóra eftir atburðinn og að ekkert neyðarnúmer skuli vera á heima- síðu ferðaskrifstofunnar. Kynjahlutföll jöfnuð í stjórn- um opinberra hlutafélaga Breytingartillaga Jónínu Bjart- marz á hlutafélagalögum var samþykkt á Alþingi í lok sumar- þingsins. Þar er gert ráð fyrir að við kjör í stjórn opinbers hluta- félags skuli tryggt að í stjórn- inni sitji sem næst jafn margar konur og karlar. „1 frumvarp- inu kom upp- haflega fram að við kjör í stjórn opin- bers hluta- félags hafi átt að gæta sérstaklega að lögum um Jónfna Bjartmarz jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þar sem breyt- ingartillagan var samþykkt skal nú tryggt að í stjórninni sitji sem næst jafn margar konur og karlar að teknu tilliti til odda- tölu stjórnarmanna," segir Jón- ína í samtali við Blaðið. Á m.a. við Landsvirkjun og (slandspóst „Það eru um 20 hlutafélög þar sem ríkið á beina eignaraðild, en í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar var ákvæðið víkkað út þannig að þetta nái einnig til hlutafélaga þar sem rikið á óbeina eignarað- ild. Ákvæðið nær einnig til hlutafélaga í eigu sveitarfélaga,“ segir jónina. Meðal hlutafé- laga sem ákvæðið nær til eru Landsvirkjun, íslandspóstur, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Ríkisútvarpið verði það gert að hlutafélagi. „Hugsunin hjá mér var sú að fyrst löggjafinn hafi sett jafn- réttislög og markmiðið væri að jafna hlut kynjanna, væri eðli- legt fyrir hið opinbera að setja fordæmi og vera fyrirmynd fyrirtækja í einkarekstri," segir Jónína. Jónína lagði umrædda breytingartillögu fram á milli annarrar og þriðju umræðu á Alþingi. „Ég er mjög ánægð með aðletta hafi náð fram að ganga. Eg nenni ekki að vera í stjórnmálum bara til þess að vera þarna. Mér finnst ánægju- legt að sjá mál ná í gegn sem ég hef trú á.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.