blaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 blaöið
blaöiAm_
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
UM HVAÐ ER DEILT?
Engum blandast hugur um að djúpstæður klofningur er ríkjandi
innan Framsóknarflokksins. Öll ummæli forystumanna flokksins
staðfesta það. Yfirlýsingar einstakra félaga og hópa innan Fram-
sóknarflokksins gera slíkt hið sama. Það virðist ráðast af því hvar í höf-
uðborginni menn búa hvort þeir telja að öll forustusveitin eða einungis
hluti hennar eigi að víkja í því uppgjöri sem óhjákvæmilegt er innan þessa
fyrirtækis.
En um hvað deila framsóknarmenn? Lengi hefur legið fyrir að innan
flokksins eru starfandi tveir armar; sá sem kenndur er við dreifbýlið og
hinn sem reynt hefur að höfða til kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Þegar
horft er til sóknarinnar á höfuðborgarsvæðinu er ljóst að hún hefur litlu
skilað hvað fylgi varðar. f þéttbýlinu er sú skoðun ríkjandi að Framsókn-
arflokkurinn hafi náð umtalsverðum völdum þrátt fyrir að hafa til þess
takmarkað umboð. Þetta hefur orðið til þess að styrkja enn frekar þá nei-
kvæðu ímynd að þar fari flokkur hentistefnufólks sem eigi sér fáar hug-
sjónir og lítt skýra sýn til samfélags, verkefna og veruleika.
Guðni Ágústsson, varaformaður og landbúnaðarráðherra, hefur nefnt
að ágreiningur hans og Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi forsætisráð-
herra og formanns, snúist einkum um svonefnd „Evrópumál“. Þótt Hall-
dór Ásgrímsson hafi að vísu aldrei stigið skrefið til fulls leikur tæpast vafi
á því að langt er um liðið frá því hann sannfærðist um að íslendingum beri
að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Aðild að því fyrirbrigði hefur á
hinn bóginn ekki verið á dagskrá núverandi ríkisstjórnar og fullyrða má að
þátttaka í samrunaferlinu suður í álfu verði ekki úrlausnarefni þeirra sem
með völdin fara á íslandi nú um stundir. Óhugsandi er því að svo valdasæk-
inn og sveigjanlegur flokkur sem Framsóknarflokkurinn er klofni vegna
þessa máls. Og vitanlega takast menn og armar á innan annarra flokka í
þessu landi.
Klofningurinn í Framsóknarflokknum er í eðli sínu bundinn við per-
sónur þeirra sem þar ráða nú för. Vissulega hefur afar hófstillt fráhvarf frá
þeim þjóðlegu gildum sem núverandi landbúnaðarráðherra telur sig verja
skapað einhverja ólgu innan flokksins. En um djúpstæðan hugmynda-
fræðilegan ágreining ræðir ekki; persónulegar deilur og þreyta eftir langa
valdasetu ræður mestu. Flokkurinn glímir við andleysi, hann skortir er-
indi og sífellt fleiri draga umboð hans í efa. Sveigjanleiki miðjustjórnmál-
anna hefur kostað flokkinn trúverðugleikann.
Átök eru óumflýjanleg áður en Framsóknarflokkurinn kemur fram sem
skýr og raunhæfur valkostur í íslenskum stjórnmálum.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík.
Aðalsími: 5103700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur.
oo $AMtAKA fVIÍ!
£im~TVEjJl...O(ý HOPPA
Framsókn þarf að klára sín mál
Síðustu dagar hafa verið dálítið
sérkennilegir fyrir okkur stjórn-
málamenn. Sú atburðarás sem fór
af stað með ákvörðun Halldórs Ás-
grímssonar um að láta af störfum
sem forsætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins hefur tekið
á sig ýmsar og óvæntar myndir
og á þessari stundu er of snemmt
að spá fyrir um lyktir þeirra mála.
Við sjálfstæðismenn höfum verið í
þeirri óþægilegu stöðu að horfa á
samstarfsmenn okkar til margra
ára vega miskunnarlaust hver að
öðrum á opinberum vettvangi en
erum að sjálfsögðu ekki í neinni
aðstöðu til að hlutast til um niður-
stöðuna. Við erum að mörgu leyti í
sömu stöðu og fólk sem horfir upp
á hjónabandserjur hjá nákomnum
vinum eða ættingjum - gerum
okkur grein fyrir að vandamál eru
til staðar og vonum að þau leysist
- en höfum á sama tíma hvorki for-
sendur né vilja til að blanda okkur
í deilurnar.
Farsælast að setja niður deilurnar
Nú er að sjálfsögðu rétt að hafa
( huga að þetta er ekki í fyrsta
sinn sem átök eiga sér stað innan
stjórnmálaflokka hér á landi. Allir
flokkar hafa fengið sinn skammt af
klofningi á einhverjum tímabilum
sögu sinnar. Innbyrðis ágreiningur
hefur frá upphafi einkennt flokkana
á vinstri vængnum og virðist engu
máli skipta í því sambandi hversu
oft þeir skipta um nöfn, sameinast
eða klofna. Sjálfstæðisflokkurinn
fékk á árum áður sinn skerf af inn-
anflokksvandamálum af þessu tagi
og endaði það stundum með því að
ákveðnir einstaklingar urðu við-
skila við flokkinn, þótt aldrei yrði
um eiginlegan klofning að ræða. 1
tilviki Framsóknarflokksins þarf
að leita langt aftur til að finna sam-
bærileg átök og nú eiga sér stað
- trúlega allt aftur til tíma Jónasar
Viðhorf
Birgir Ármannsson
frá Hriflu og stofnunar Bænda-
flokksins - því þótt þar hafi menn
vissulega tekist á bæði um stefnu-
mál og embætti hafa deilurnar ekki
orðið jafn opinberar og nú.
Sagan segir okkur því að allir
stjórnmálaflokkar geta lent í inn-
anflokksátökum og þau eru jafnan
óþægileg meðan á þeim stendur, en
farsæld þeirra til lengri tíma ræðst
af því hvernig þeim tekst að leysa
úr þeirri stöðu og hvort þeim lánast
að greiða úr þeim deilumálum, sem
þeir eiga við að stríða.
Gott samstarf stjórnarflokkanna
Fyrir okkur sjálfstæðismenn
skiptir að sjálfsögðu miklu máli
að Framsóknarflokkurinn leysi úr
vanda sínum eins fljótt og auðið er.
Hafa ber í huga að þessir flokkar
hafa í ellefu ár átt farsælt samstarf
í ríkisstjórn og vandamál Fram-
sóknarflokksins ( dag stafa ekki
með neinum hætti af árekstrum
milli flokkanna. Flokkarnir eru
auðvitað ólíkir að mörgu leyti og
hafa mismunandi afstöðu til ein-
stakra mála, en þeir hafa hins vegar
jafnan borið gæfu til að ná sameig-
inlegri niðurstöðu í ágreinings-
málum. Þeir hafa staðið saman að
stjórnarstefnu sem hefur fært þjóð-
inni meiri hagsæld og framfarir en
dæmi eru um á síðari tímum. Til
að varðveita þann árangur þarf
ríkisstjórnin á næstu mánuðum að
fást við vandasöm verkefni og taka
ýmsar umdeildar ákvarðanir og
því er nauðsynlegt að hún styðjist
við samhentan hóp þingmanna en
ekki sundraðan. I því ljósi er lykil-
atriði að framsóknarmenn finni
leiðir til að setja niður deilur sínar
sem fyrst.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík.
Klippt & skorið
klipptogskorid@vbl.is
Segja má að bloggarar landsins séu
með „framsóknarræpu
ana því það er nánast
sama hvaða vefsetur er heim-
sótt - allir hafa s(na skoðun á
máiinu. Þannig segir Jóhanna
Sigurðardóttir um málið:
„Eiginhagsmunagæsla rekur
liðið áfram en ekki velferð lands og þjóðar.
Guðni varaformaður er korninn i lykihtööu
eftir að Halldór formaður klúðraði málum
afþvi hann þekkti ekki orðið sinn eigin flokk.
Hann hélt að hægt væri að bjóða flokksfólkinu
upp á hvað sem er. Meira að segja að brjóta
flokkslög."Sm mörg voru þau orð.
„Ég er alvarlega að hugsa um að axla ábyrgð og
segja mig úr Framsóknarflokknum. Þannig vil
ég sýna myndugleik og taka á mig minn skerfaf
óvinsætdum flokksins. Auðvitað er flokkurinn
svona misheppnaður vegna þeirra sem eru I
honum. Það þýðir ekkert að aðeins einn maður
þó gildursé taki pokann sinn, alls ekki. Efeitt-
hvað ermáhlýturformaðurinn að hafa verið
fremstur meðaljafningja og
eðlilegtaö allir hinir flokksmenn-
irnir ogþá fyrst varaformaður
og ritari axli einnig ábyrgð,
nánustu samstarfsmenn hans og
ráögjafar. Formaðurinn varjú
talinn þeim fremri og hæfari afflokksmönnum
og þú losar þig ekki bara við þann hæfasta. Það
er að fara úr nærbuxunum á undan utanyfir-
buxunum. Með sama hætti má segja að þessi
svokallaða landsstjórn ætti að axla ábyrgð. Það
var jú eftir fund i landsstjórninni á Þingvöllum
aðþetta endemis klúður náði hámarki sínu
og auðvitað á miðstjórn flokksins að segja af
sér. Hún ber höfuðábyrgð á þessum forystu-
mönnum og höfuðábyrgð á stefnu flokksins."
Baldur KristjAnsson A www.baldur.is
Lögmál réttvísinnar eru oft óútskýran-
leg. Kllppari rak til að mynda upp stór
augu þegar hann las dóm frá Héraðs-
dómi Reykjaness sem kveðinn var upp fyrr í vik-
unni. Þar var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur
til að greiða 70 milljóna króna sekt fyrir „stór-
felldar rangfærslur við virðisaukaskattskil"
eins og það er orðað í dómnum. Geri hann slíkt
ekki verður honum stungið í grjótið í heila sex
mánuðil Klippara reiknast það til að við þar
hafi hann rúmar 11,5 milljónir króna í tekjur á
mánuði, auk þeirra tekna sem hann fær af núm-
eraplötugerð. Það þýðir tæpar fjögur hundruð
þúsund krónurá dag, sem mynduá einhverjum
heimilum landsins þykja þokkalegar tekjur.
þessa dag-