blaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 27
blaöiö FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006
AFÞREYING I 35
Banjóglamur, klukku-
spil og bjagaður gitar
Hljómsveitin Royal Fortune og nokkur afflaggskipum COD-útgáf-
unnar, Lay Low, Wulfgang ogHelgi Valur komafram á Grand rokk
í kvöld.
Hljómsveitin Royal Fortune mun
spila á sínum fyrstu tónleikum í
kvöld. Sveitina skipa fimm núver-
andi Reykvíkingar, þeir Þráinn Þór-
hallsson, söngvari, Sigurbjörn Már
Valdimarsson og Vignir Andri Guð-
mundsson sem báðir spila á gítar
ásamt því að plokka banjó, Skúli
Arason, trommari og Þorbjörn Gísli
Ómarsson, bassaleikari.
í tilkynningu frá sveitinni kemur
fram að hún leiki tónlist sem „mann
langar ekki til að deyja við og þvert
á móti lætur mann langa til að lifa“
eins og það er orðað. Þeir segja að
tónlist þeirra líkist tónlist hljómsveit-
arinnar Akron/Family og listamann-
ana Sufjan Stevens og Elliot Smith.
„Við syngjum mikið og skiptumst á
að spila á banjó og lemja í klukkuspil
rétt á méðan einhver ýtir á bjögun-
arpedal og lætur ískra í gítar,“ segir
Sigurbjörn Már til að útskýra tónlist-
ina nánar. Sigurbjörn plokkar einnig
bassa í hljómsveitinni Hölt hóra sem
þekkt er fyrir öllu meiri hávaða en
Royal Fortune gefur sig út fyrir að
spila. „Ég er minna að hoppa um í
Royal Fortune,“ bætir hann við og
segir sveitina gríðarlega spennta að
fá viðbrögð hins ljúfa almennings
við tónlistinni.
Lay Low, Helga Val og rokkarana
fWulfgang þarf vart að kynna. Lay
Low hefur vakið mikla athygli fyrir
einlægar og blúsaðar lagasmfðar.
Hún hefur verið dugleg að koma fram
undanfarið ein ásamt því að slá ekki
slöku við með hljómsveitinni sinni,
Benny Crespo’s Gang, þar sem hún
syngur, leikur á gítar og hljómborð.
Helgi Valur vinnur nú að annarri
plötu sinni en hún verður einhvers
konar blanda af kassagítartónlist og
bandarísku glæparappi. Otkomuna
má að hluta heyra á tónleikunum í
kvöld. Loks hefur Wulfgang verið í
mikilli spilun á öldum ljósvakans und-
anfarið og notið vaxandi vinsælda.
Tónleikarnir hefjast um klukkan
ellefu í kvöld. Ekkert kostar inn og
vilja aðstandendur benda á að næg
bílastæði eru í nágrenni Grand Rokk.
Jessica Alba leikur í Bill
Lindsay Lohan, sem sló í gegn í
myndinni Freaky Friday, hefur hætt
við að leika í myndinni Bill sem
hún var byrjuð að vinna að vegna
stöðugra árekstra við önnur verk-
efni sem leikkonan er að vinna að.
Jessica Alba mun fylla skarð leikkon-
unnar og ættu aðdáendur hennar,
sem eru fjölmargir, að vera ánægðir
með það.
Uppreisnargjarn unglingur
Bernie Goldmann leikstýrir mynd-
inni Bill. Hann gerði meðal annars
myndina Taking Lives með Angel-
inu Jolie í aðalhlutverki árið 2004.
Melissa Wallack aðstoðar hann við
leikstjórnina. Bill fjallar um mann
sem er langþreyttur á vinnunni
sinni, er giftur konu sem heldur
framhjá honum og gerir honum
lífið leitt ásamt því að þurfa að leið-
beina uppreisnagjörnum unglingi.
Ásamt Jessicu Alba munu Elizabeth
Banks, Aaron Eckhart, Logan Ler-
man og Timothy Olyphant fara með
aðalhlutverkin.
Ber að ofan
Jessica, sem var orðin töluvert þyrst
í athygli, tók boði um hlutverkið
fegins hendi. í sfðustu viku lét leik-
konan fagra hafa eftir sér að hún
ætlaði að nota sumarið til þess að
liggja öllum stundum í sólbaði, ber
að ofan. Eftir að hafa tekið nýja
hlutverkið lítur út fyrir að hún
muni hafa minni tíma til þess, ná-
grönnum hennar til mikils ama.
VILTU AÐ
AUGLÝSINGIN
ÞÍN SJÁIST?
Auglýsingasími: 510-3744
Eldhúsinnréttingar • Baðinnréttingar • Þvottahússinnréttingar • Fatasképar með venjulegum- og rennihurðum
Eldavélar Ofnar
Helluborð
Viftur & háfar Uppþvottavélar Kæli- og frystiskápar
Fyrsta flokks hönnunar- og teiknivinna
Stuttur afgreiðslufrestur
5 ára ábyrgð
Hagstætt verð
■Friform
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 5621500
ö ¥ Bl
Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins