blaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 16
16 I GÆLUDÝR '•Tii»3RSfi4s£fe£« FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 blaAÍÖ Báðir selirnir í Húsdýragarðin- um hafa kœpt Urtan Kobba kæpti í Húsdýragarð- inum í fyrrinótt og heilsast móður og afkvæmi vel. Urtan Særún kæpti fyrir fjórum dögum síðan og hafa þvi báðar urturnar kæpt og munu fæða kópa sína á mjólk næstu fjórar vikurnar. Faðirinn er selur- inn Snorri. Særún, Kobba og Snorri voru veidd á Rauðasandi árin 1988 og 1989. Vel hefur gengið öll þau ár er kæping hefur verið hjá urtunum og kæpa þær nánast alltaf á sama tíma ársins, um hvítasunnu. Ein urta til viðbótar er í selalaug- inni en það er Esja sem er ársgömul, en landselskópar verða yfirleitt kynþroska 5-6 ára. Mun Esja ekki gegna neinu sérstöku hlutverki við uppeldi hinna nýju systkina sinna, nema þá helst að kenna þeim skemmtileg sundtök í laug- inni. Ekki er hægt að sjá af hvaða kyni nýju kóparnir eru fyrr en þeir verða töluvert eldri. Landselskópar, svokallaðir vor- kópar, eru mjög líkir fullorðnum selum í laginu er þeir fæðast. Þeir fæðast í gráum hárum en kasta af sér fósturhárum þegar í móðurkviði. Kóparnir vega um 15 kíló þegar Fyrir hundinn þinn Mánudaginn 12. júni Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is þeir fæðast og verða mjög snemma sprækir og tilbúnir til sunds. Þeir þyngjast hratt fyrstu tvær vikurnar og geta tvöfaldað þyngd sína á þremur vikum. Móðirin hefur því greinilega mjög næringarmikla mjólk fram að færa enda stendur uppeldið ekki lengi yfir. Eftir rúm- lega fjórar vikur bítur móðirin kóp- inn af sér og hann þarf að fara afla sér fæðu sjálfur. Selir eru óneitanlega gullfalleg dýr sem gleðja sérhvert auga. Ekki var að sjá annað en að urtan Kobba væri hæstánægð og stolt af litla afkvæminu sínu. „Ronaldinho hvað?" spyrja skrautfiskarnir. Gullfiskaeigendum þætti eflaust ekki amalegt að eiga fiskabúr í líki knattspyrnuvallar. Dýrín ogHM Dýrin hafa ekki farið varhluta af heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu sem hefst 1 Þýskalandi 1 dag. Þessar tvær myndir voru teknar í sjávardýragarðinum Sea Paradise í Hakkeijima í Japan í gær. Á myndinni að ofan má sjá inn í fiskabúr sem hefur verið hannað i líki knattspyrnuvallar og í þvi synda bláir og svartir skrautfiskar. Japanska landsliðið leikur í bláum búningum og eiga bláu fiskarnir því að tákna Japan en svörtu fisk- arnir andstæðinga þeirra. Þá er búið að koma fyrir rauðum „bolta“ sem fiskarnir færa til þegar þeir synda á hann. Á neðri myndinni má sjá greif- ingjahundinn Rommel í japanska landsliðsbúningnum. Rommel er, eins og nafnið gefur til kynna, nefndur eftir þýska eyðimerkurref- inum Erwin Rommel og er hundur- inn lukkudýr japanska landsliðsins á HM. Eigandi hans er Hideto Tes- hima, fjölmiðlafulltrúi japanska landsliðsins, og hér er hann að viðra Rommel í þýsku borginni Bonn þar sem Japanir eru við æfingar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.