blaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 09.06.2006, Blaðsíða 15
blaöið FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 SKOÐUN I 15 íslandsvinaganga Það hefur vart farið fram hjá neinum að íslandsvinaganga fór fram þann 27. maí s.l. Gönguna gengu yfir 3.000 íslandsvinir sem sýnir óvenju mikla samstöðu almennings um verndun náttúrunnar. Segja má að gangan sé sögulegur atburður því fátítt er um svo fjölmenn mótmæli hér á landi. Sannkölluð karnivalstemning var í göngunni sem endaði með frá- bærum tónleikum á Austurvelli þar sem margir valinkunnir listamenn lögðu málefninu lið. Skipuleggj- endur íslandsvinagöngunnar eru ánægðir með gönguna sem fór í alla staði vel fram. Á vegum íslandsvina hefur haf- ist undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að láta af stóriðjustefnu sinni og hefjast handa við uppbyggingu vistvæns, sjálfbærs þekkingarsamfélags. Islandsvinir eru hlynntir mark- vissri uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni og vilja skora á stjórnvöld að hafa umhverfis- vernd að leiðarljósi og haga upp- byggingunni svo að frekari eyði- legging lands og náttúru verði stöðvuð. ísland er eitt af ríkustu löndum heims og ætti því að geta staðið undir ábyrgri, vistvænni stefnu sem önnur lönd gætu tekið sér til fyrirmyndar. Rúm- lega 3.000 undirskriftir hafa safn- ast og enn er hægt að skrifa undir á www.islandsvinir.org. Þannig getum við í sameiningu fengið stjórnvöld til að taka tillit til vilja almennings um framtíð landsins. Þann 21. júlí næstkomandi er ráðgert að hefja áfengis- og vímuefnalausar fjölskyldutjald- búðir undir Snæfelli við Kára- hnjúkasvæðið. Búðirnar verða opnar öllum sem vilja njóta nátt- úrunnar á þessu undurfallega svæði áður en að það fer undir vatn. Boðið verður upp á göngu- ferðir um svæðið, kynningar og menningardagskrá. Þrátt fyrir vel heppnaða íslands- vinagöngu hefur fjölmiðlaumfjöllun að mestu leyti snúist um fána sem var uppi fyrstu mínútur göngunnar, en á hann var letrað: „Drekkjum Val- gerði, ekki íslandi“. Nafn Valgerðar var þarna notað sem tákn fyrir stór- iðjustefnuna, en Valgerður stendur í fararbroddi þessarar mjög svo um- deildu stefnu. Fánann báru fjögur ungmenni þar til skipuleggjendur göngunnar og nokkrir þátttakendur báðu þau vinsamlega að fjarlægja hann. Ungmennin brugðust vel við þessari beiðni og tóku fánann niður. Við hörmum að Valgerður og fjöl- skylda hennar skyldu finna til ótta vegna orðaleiks í slagorðum nokk- urra þátttakenda göngunnar. Við vonum að sá ótti sé ekki lengur til staðar þar sem ungmennin hafa birt yfirlýsingu þess efnis að raunveru- leg hótun lá ekki að baki. Baráttuaðferðir eru ætíð umdeil- anlegar. En áðalatriðið hér er náttúra íslands og efnahagsleg framtíð lands- ins. Um þetta ber okkur að standa vörð með því að stemma stigu við frekari stóriðjuframkvæmdum og hefjast handa við mótun ábyrgrar framtíðarsýnar. Sú stefna sem tekin er þarf að fela í sér uppbyggingu fjölbreytts atvinnlífs sem lifir í sátt og samlyndi við náttúruna, án stór- felldra umhverfisspjalla eða meng- unar. Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að þjóðin fái fræðslu um raunverulegar afleiðingar stór- iðju og leyfa henni síðan að velja eða hafna. Úr niðurstöðum síðustu sveitarstjórnakosninga má lesa að þjóðin hafnar í auknum mæli stór- iðjustefnunni og á það ber að hlusta. Skynsamlegt væri að líta til þess sem getur svo auðveldlega komið í staðinn, til dæmis endurvinnsla þess gríðarlega magns af áli sem sóað er í heiminum eða þróun trefja sem gætu leyst umhverfisspillandi málma af hólmi. Við hvetjum fólk til að kynna sér til hlítar afleiðingar frekari stóriðju á náttúru, atvinnulíf og efnahag ís- lands og velta einnig málinu fyrir sér í stærra samhengi með gróður- húsaáhrif í huga. Helena Stefánsdóttir, Andrea Ólafs- dóttir, Arnar Steinn Friðbjarnarson, Birgitta Jónsdóttir, Arna Ösp Magn- úsardóttir, Bjarki Bragason Höfundar eru íslandsvinir Þátttakendur í göngunni söfnuðust saman á Austurveili í lok göngunnar. Blaöii/Frikki Bankastræti 2 • 101 Reykjavík • sími 551 4430 • fax 552 8684 info@laekjarkrekka.is • www.laekjarkrekka.is AlltafsígilJ — Alltaf Ijúf ---- INlSfe Hlý stemning og óviájafnanlegt andrúmsloft. Komdu og njóttu lífsins á Lækjarbrekku. ókeypis til 51*11111 heimila og fyrirtækja alla virka daga blaði&=

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.