blaðið - 09.06.2006, Page 10
10IFRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 blaöiö
Schwarzenegger engan veginn
öruggur með sigur í Kaliforníu
Kjósendur í Kaliforníu kunna að snúa baki við ofurhetjunni og vöðvatröllinu í ríkisstjórakosn-
ingunum í nóvember. Hótanir demókrata um skattahækkanir gætu þó riðið baggamuninn.
BlaSit/Frikki
Læknanemar mótmæla í anddyri
Landspítalans við Hringbraut.
Læknanemar
mættir til
vinnu
Læknanemar mættu til vinnu i
gærmorgun eftir að samkomulag
náðist í kjaradeilu læknanema
og yfirstjórnar Landspítala-há-
skólasjúkrahúss í gær. Stjórft
spítalans lagði fram tilboð á
fundi með fiilltrúum læknanem-
anna sem þeir samþykktu eftir
að hafa borið samninginn undir
samnemendur sína. Lækna-
nemar á fjórða og fimmta ári
mótmæltu í anddyri LSH við
Hringbraut í gær til að vekja
athygli á kjaradeilu sinni. Þeir
mættu ekki til vinnu þann í. júní
eins og reiknað hafði verið með
þar sem þeir töldu sig hafa orðið
fyrir kjaraskerðingu fyrr á árinu.
Arnold Schwarzenegger, vöðvatröll
og ofurhetja, kann að eiga í erfið-
leikum með að tryggja sér endurkjör
í ríkisstjórakosningunum sem fram
fara í Kaliforníu í haust. Almennt
hafði verið talið að Schwarzenegger
myndi tæpast lenda í vandræðum
þótt vissulega hafi gengið á ýmsu
hjá honum í embætti. Andstæðingur
hans verður fjármálaráðherra Kali-
forníu og ólíkir eru þeir um flest;
fjármálaráðherrann hefur tæpast
yfirbragð ofurhetju, ber gleraugu
og hikar ekki við að lýsa yfir því að
skattarnir verði hækkaðir nái hann
kjöri.
En Schwarzenegger er í vörn.
Frammistaða hans síðasta árið
hefur farið illa í marga kjósendur og
repúblikanar eiga víða undir högg
að sækja i Bandaríkjunum þessa
dagana. Forsetinn George W. Bush
slær nú flest met í óvinsældum
og efasemdir aukast um stríðið í
frak. Haldi fram sem horfir gæti
Schwarzenegger þurft á öllu sínu að
halda i kosningunum í nóvember.
Mark nokkur DiCamillo, þekktur
sérfræðingur á sviði skoðanakann-
ana í Kaliforniu, telur að keppinaut-
arnir séu þvi sem næst jafnir nú.
<millifs>Mislukkuð herför gegn
opinberum starfsmönnum
íbúar Kaliforníu virðast orðnir
heldur þreyttir á hinum heimsfræga
leiðtoga sinum. 1 fyrra varð ríkis-
stjórinn fyrir þungu höggi er hann
ákvað að leggja til atlögu gegn opin-
berum starfsmönnum í Kaliforníu.
Þeir brugðust við árásinni með því
að efna til mikillar auglýsingaher-
ferðar gegn Schwarzenegger sem
varð til þess að draga mjög úr vin-
sældum hans. Samtök opinberra
starfsmanna styðja nú andstæðing
hans, Phil Angelides.
Sérfræðingar segja að ætli
Schwarzenegger sér sigurinn i haust
verði hann að byggja nýtt bandalag
að baki sér. Hann þurfi að ná til sín
\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\>
Gerir þú kröfur ?
HM í beinni!
Vandaðurbúnaður
Tilvalinn fyrir heimilið
eða sumarbústaðinn
FIFA WORIDCUP
GeRmftnY
2006
Eico, alltaf flottastir!
Kr. 19.900,-
iiiiniiiiiili
eoe
Pakki fyrir
fríar rásir
%
www.eico.is
SKÚTUVOGI 6
SÍMI 570 4700
Arnold Schwarzenegger rfkisstjóri flytur kosningaræðu á kaffihúsi einu í bænum Chico í Kaliforníu.
Reuters
að minnsta kosti þriðjungi atkvæða
kjósenda sem eiga rætur sínar að
rekja til rómönsku-Ameríku. Þessir
kjósendur sneru baki við Schwarze-
negger i fyrra þegar hann stóð í ill-
deilum við opinbera starfsmenn og
lofaði mjög starfsemi Minutemen,
borgaralegra samtaka sem tekið
hafa að sér gæslu á landamærum
Kaliforníu í þeim tilgangi að hefta
straum ólöglegra innflytjenda.
Schwarzenegger er nú tekinn
að búa sig undir kosningarnar og
leggur áherslu á að fara sem víðast
til að breiða út boðskap sinn. „And-
stæðingar okkar tala um framtíð-
ina - við erum að skapa framtíðina,“
sagði hann m.a. í ræðu er hann flutti
í Redding í Norður-Karólínu.
Ýmislegt hefur þó gengið ríkis-
stjóranum í hag að undanförnu.
Þing Kaliforníu þar sem demókratar
eru í meirihluta hefur lýst yfir stuðn-
ingi við áætlun hans sem borin
verður undir atkvæði í Kaliforníu
um leið og kosningarnar fara fram.
Skatttekjur reyndust meiri en gert
hafði verið ráð fyrir og þá fjármuni
vill ríkisstjórinn nýta til að bæta
menntakerfið. Hefur þetta mælst
vel fyrir.
Forkosningar demókrata vegna
ríkisstjórakjörsins í haust kost-
uðu hatrammar deilur í röðum
þeirra sem einnig er talið gagnast
Schwarzenegger. Vinsældir hans
hafa enda aukist ef marka má skoð-
anakannanir. I könnun sem dag-
blaðið The Los Angeles Times birti
nýverið mældist stuðningur við
hann 49% og hefur hann ekki verið
meiri um nokkra hríð. Þá kváðust
54% svarenda hafa „jákvætt álit“ á
Schwarzenegger. Ekki taka þó allir
þessar tölur hátíðlegar og bent er á
að stuðningur við ríkisstjórann hafi
iðulega mælst rétt rúmlega 40%. Það
hlutfall er talið innan hættumarka
fyrir hvern þann sem sækist eftir
endurkjöri.
Phil Angelides, andstæður Schwarzeneggers, á kosningafundi í Los Angeles. Beuters
Víðsfjarri meginstraumnum
Angelides hefur heitið því að hækka
skatta hinna ríku og boðar að þeim
fjármunum verði varið til að bæta
skóla. Slík skattheimta mælist
frekar illa fyrir í Kaliforníu. Á dög-
unum felldu kjósendur i Kaliforníu
tillögu þess efnis að hinum auðugu
yrði gert að greiða hærri skatta til að
unnt reyndist að bæta leikskóla.
Schwarzenegger neitar þvi stað-
fastlega að hækka skattana og talið
er vist að þetta verði kjarninn í mál-
flutningi hans fyrir kosningarnar.
Kosningastjóri rikisstjórans, Steve
Schmidt, segir að andstæðingur,
Phil Angelides, sé viðsfjarri meg-
instraumi pólitískrar hugsunar í
Kaliforníu þegar hann lýsi yfir þeim
ásetningi sínum að hækka skatta.
Demókratar reyna nú hvað þeir
geta til að breiða yfir átökin sem for-
kosningar flokksins kostuðu. Ang-
elides og helsti keppinautur hans,
Steve Westly, komu nýlega saman á
ráðstefnu demókrata í Los Angeles
og hétu því þá að vinna saman i því
augnamiði að fella Schwarzenegger.
,Við munum sigra í þessum kosn-
ingum,“ sagði Angelides. „Og við
hyggjumst halda áfram og vinna
fleiri afrek, við munum skapa styrk-
ara og sanngjarnara ríki fyrirbörnin
okkar og komandi kynslóðir.“
Westly, sem er auðkýfingur, varði
um 35 milljónum dollara í baráttu
sína fyrir því að verða útnefndur
ríkisstjóraefni Demókrataflokks-
ins. Hann vandaði Angelides ekki
kveðjurnar og sakaði hann m.a. um
margvísleg níðingsverk á sviði um-
hverfismála. Almennt er þó talið
að demókratar muni ganga samein-
aðir til þessara kosninga og að ofur-
hetjan úr kvikmyndunum eigi fyrir
höndum erfitt verkefni.
Upplýsingar og skróning á netinu:
www.ulfljotsvatn.is
- Kassaklifur - GPS ratleikir - Bátasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastöt/f
Fyrir stráka og stelpur 8-l 2 ára - skipt í hópa eftir aldri
#/Krassandi útilífscEvintýri - fjör og hópeflisandiT'
INNRITUN ER HAFIN - OpiS virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is